Vélmennasmiðja
Róbótar, rafrásir og forritun
Skapandi vélmennasmiðja þar sem nemendur læra að smíða og forrita sitt eigið sjálfkeyrandi vélmenni.
Næstu námskeið
20. - 24. júní, frá 13:00 til 16:00
4. - 8. júlí, frá 09:00 til 12:00
18. - 22. júlí, frá 13:00 til 16:00
25. - 29. júlí, frá 13:00 til 16:00
2. - 5. ágúst, frá 09:00 til 12:45
Þróun færni
Lóðningar, forritun, samsetning vélmenna, sköpunargleði, félagsfærni, samskipti, rökhugsun.
Helstu upplýsingar
- Undanfari: Enginn
- Þrep: 1
- Aldur: 10-14 ára
Um námskeiðið
Vilt þú læra að setja saman vélmenni? Á námskeiðinu læra þátttakendur góðan grunn í tækni sem mun nýtast til framtíðar, svo sem vélmennasamsetningu og forritun. Allur efniskostnaður er innifalinn í verðinu og í lok námskeiðs fá þáttakendur að taka með sér heim sjálfkeyrandi vélmenni sem þeir smíða á námskeiðinu.
Á námskeiðinu fá þátttakendur grunn í að forrita á Arduino örgjörva, að tengja saman rafrásir og margt fleira. Við viljum að allir þátttakendur skemmti sér við að skapa og lögð er áhersla á að námsefnið sé kennt á skemmtilegan og nútímalegan hátt.
Skipulag og verð
Sumarnámskeið
- Lengd: 5 dagar, 3 klst. á dag (alls 15 klst.)
- Verð: 24.500.-
Næstu námskeið
20. - 24. júní, frá 13:00 til 16:00
4. - 8. júlí, frá 09:00 til 12:00
18. - 22. júlí, frá 13:00 til 16:00
25. - 29. júlí, frá 13:00 til 16:00
2. - 5. ágúst, frá 13:30 til 17:15