Námskeið Skema

Námskeið sem styrkja

Námsframboð Skema í HR er fjölbreytt og miða öll námskeiðin, bæði styttri og lengri, að því að efla börn og unglinga í námi og starfi og gefa þeim forskot til framtíðar. Hjá Skema tileinka krakkar sér aðferðafræði sem nýtist þeim í öðru námi og jafnframt við að leysa þau margvíslegu verkefni sem upp geta komið í lífi og starfi. Skráning og nýting tómstunda- & frístundastyrkja fer fram á skema.felog.is


Hér er stundaskrá Skapandi tæknidaga í vetrarfríinu, sem haldnir verða 24. 25. og 28. október 2019.

Um er að ræða fjölbreytta dagskrá alla dagana þar sem krakkarnir fá að kynnast skemmtilegum tækjum og tólum og má þar nefna róbótana Cubetto, Sphero og Ollie auk þess að vinna með Makey Makey og Micro:Bit rafrásum á skapandi máta.

Skapandi tæknidagar í vetrarfríinu eru ætlaðir börnum á aldrinum 5-12 ára og verða frá kl. 9:00-15:00 í Háskólanum í Reykjavík, 8.000 kr. hver dagur. Hægt er að velja einn dag eða fleiri. Skráning á skema.felog.is

Sú færni sem nemendur styrkja sig í er meðal annars: Rökhugsun // sköpun // félagsfærni // teymisvinna // samskipti // betri sjálfsmynd // þrautalausnir  

 Af hverju Skema? Lestu meira.Skráning