Fréttir og fróðleikur um tækni og menntun

Á námskeiðum Skema læra krakkar að nýta tæknina á skapandi hátt; þau smíða heilu heimana og búa til tölvuleiki frá grunni, þau geta bætt sig í lestri og öðrum námsgreinum og læra jafnframt aðferðir sem munu nýtast þeim þegar fram í sækir. Það er líf og fjör í skólastofum Skema í Háskólanum í Reykjavík og vel þjálfaðir leiðbeinendur halda utan um kennslustundirnar þar sem reynt er að mæta þörfum hvers og eins. Hér er að finna ýmsan fróðleik um lífið í Skema og um þróun tæknikennslu fyrir börn.  


Fréttir og blogg

HR tekur við verkefnum Skema

Rakel Sölvadóttir ráðin sem verkefnastjóri

  • Merki HR

Háskólinn í Reykjavík stefnir á að efla fræðslustarf meðal leik-, grunn- og framhaldsskólanema og hefur tekið við verkefnum fyrirtækisins Skema, sem felast í skapandi tækninámskeiðum fyrir börn og unglinga. Skema hefur staðið fyrir skapandi tækninámskeiðum fyrir börn og unglinga og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. Þá hefur Skema, í samstarfi við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, rannsakað þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á hina ýmsu þætti þroska og námsgetu barna.

Lesa meira

Google styrkir í tengslum við Evrópsku forritunarvikuna

15. - 23. október

  • Merki Codeweek

Google ætlar að veita allt að 4000 EUR styrki til þeirra skóla og félagasamtaka sem vilja skipuleggja viðburði í tengslum við Evrópsku Forritunarvikuna 15.-23. október 2016.

Lesa meira

Forritun í grunnskóla

Jákvæð áhrif á hugræna getu og færni barna

  • Þrjú börn skoða tölvuskjá saman.

Forritun undirbýr ekki bara börnin okkar undir störf framtíðarinnar heldur hafa rannsóknir sýnt að forritun getur haft jákvæð áhrif á hugrænan þroska og líðan barna. 

Börn í dag eru talin vera með gott tölvulæsi, þau geta spilað leiki, vafrað um á netinu og vita hvernig allt virkar en fá geta búið til sína eigin leiki eða eigin forrit. Það er eins og þau geti lesið en ekki skrifað.

Lesa meira