Aðferðafræði

Auðvelda skipulag og veita hugarró 

Hjá Skema læra krakkar aðferðir sem notaðar eru á efri stigum skólakerfisins og í atvinnulífinu, en inn í kennsluna er fléttað hugarkortum og flæðiritum. Þannig öðlast nemendur tæki og tól til að takast á við þau verkefni sem þeir munu þurfa að leysa í lífi og starfi seinna meir. Rannsóknir hafa sýnt að ofangreindar aðferðir nýtast börnum vel til að ná að skipuleggja sig, halda aftur af kvíða og auðvelda þeim að ná hugarró.  

Framkvæmd og fikt

Skema gerir ekki ráð fyrir að nýir nemendur hafi þekkingu á forritun og leggur áherslu á að nemendur læri í gegnum framkvæmd og fikt. Á námskeiðum hjá Skema fá krakkar kennslu sem mætir þeirra þörfum. 

Ungur drengur lærir á Kano tölvu

Leiðbeinendur

Fá markvissa þjálfun

Allir leiðbeinendur Skema eru 18 ára eða eldri. Þeir ljúka markvissri þjálfun þar sem farið er yfir tæknilegar hliðar kennslunnar og aðferðafræði Skema. Í þjálfuninni fara sérfræðingar okkar auk þess yfir mikilvæg atriði er varða vinnu með börnum og viðbrögð við mismunandi þörfum og hegðun. Allir leiðbeinendur skila fullu sakavottorði.

Læra af jafningjum

Skema leggur mikið upp úr jafningjakennslu og því starfa einnig hjá okkur aðstoðarleiðbeinendur á aldrinum 15-18 ára sem hafa farið í gegnum námskeiðin okkar og þekkja frá fyrstu hendi þær hindranir sem börnin rekast á þegar þau taka fyrstu skrefin inn í heim forritunar. Þau þekkja auk þess tækifærin sem felast í því að byggja upp grunn tækniþekkingar snemma á lífsleiðinni.


Var efnið hjálplegt? Nei