Hverjir komast í skiptinám?

Travel-the-world

Nemendur í grunnnámi hafa að öllu jöfnu möguleika á að fara í skiptinám eftir að þeir hafa lokið 60 ECTS einingum Það er misjafnt milli deilda hve háar einkunnir nemendur þurfa að hafa til að geta farið. Sjá nánar hér að neðan. Oft er auðveldara að finna námskeið við hæfi í gestaskóla á fjórðu eða fimmtu önn í náminu.

Athugið að ef sótt er um að komast í skiptinám til Bandaríkjanna og Kanada þá þarf í flestum tilfellum að taka TOEFL stöðupróf í ensku.

Lagadeild

Nemendum í lagadeild gefst ekki kostur á skiptinámi í grunnnámi, en geta farið strax á fyrstu önn í meistaranáminu. Lágmarkseinkunn til þess að geta farið er 6,5.

Tölvunarfræðideild

Nemendur í grunnnámi í tölvunarfræði þurfa að hafa klárað 90 ECTS og vera með 7 í meðaleinkunn.

Verkfræðideild

Nemendur í grunnnámi þurfa að hafa lokið 60 ECTS og vera með 7 í meðaleinkunn.

Viðskiptadeild

Nemendur í grunnnámi þurfa að hafa lokið 60 ECTS. Varðandi námsskipulag þá hentar nemendum best að fara út á öðru námsári. Allar umsóknir eru skoðaðar og metnar af deild. 

Nemendur í meistaranámi í viðskiptadeild geta farið í skipti- eða starfsnám á 3ju önn námsins. Best er að hafa samband við alþjóðaskrifstofu eða verkefnastjóra námsins innan deildarinnar til að fá frekari upplýsingar.

Íþróttafræði

Nemendur í grunnnámi þurfa að hafa lokið 60 ECTS og vera með 7 í meðaleinkunn

Sálfræði

Nemendur í grunnnámi þurfa að hafa lokið 60 ECTS og vera með 7 í meðaleinkunn

Iðn- og tæknifræði

Nemendur í grunnnámi þurfa að hafa lokið 60 ECTS og vera með 7 í meðaleinkunn


Var efnið hjálplegt? Nei

Sækja um