Nordplus
Nordplus fyrir háskólastigið hefur það m.a. að markmiði að styrkja samstarfsnet háskóla á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.
Nordplus veitir ýmis konar styrki og innan NORDPLUS eru ýmis undirnet fyrir sérstök svið. HR er aðili að eftirfarandi undirnetum:
- NOREK fyrir viðskiptadeild
- NORDTEK fyrir tækni- og verkfræðideild
- NORDPLUS LAW fyrir lagadeild
- NORDLYS fyrir allar deildir
Styrkur til skiptináms eða starfsnáms: dvöl í 1 - 12 mánuði. 600 - 660€ í ferðastyrk + 200 – 280 € í staðaruppbót á mánuði.
Express styrkir - styrkir til styttri námsdvalar, t.d. vegna þáttöku í námskeiði. Lágmarksdvalartími er 1 vika og hámarksdvalartími er einn mánuður. 660€ í ferðastyrk + 70 € í staðaruppbót á viku. Þessir styrkir henta einkar vel fyrir sumarskóla á Norðurlöndunum.
Umsóknir um styrki innan NORDPLUS fara í gegnum alþjóðaskrifstofu.