Sjálfsmatsskýrslur faglegra eininga
Í IV. kafla laga um háskóla nr. 63/2006 er gerð grein fyrir því hvernig eftirliti með gæðum kennslu og rannsókna skuli háttað og hefur ráðherra falið Gæðaráði háskóla að fylgja eftir þessu eftirliti.
Gæðaráðið hefur sett fram rammaáætlun um eflingu gæða á sviði æðri menntunar á Íslandi (QEF). Samkvæmt henni skal reglulega fara fram kerfisbundið mat á gæðum háskólastarfs á Íslandi. Matið felst meðal annars vegar í innra mati (sjálfsmati) háskólanna á faglegri starfsemi sinni og hins vegar í ytra mati Gæðaráðs á háskólum.
Fyrsta lota rammaáætlunarinnar stóð yfir árin 2010-2016 og önnur lota nær yfir tímabilið 2017-2023. Í sjálfsmati faglegra eininga í annarri lotu er lögð áhersla á gæði námsbrauta auk þess sem fjallað er um umsýslu rannsókna. Matið byggist á handbók Gæðaráðs háskóla. Háskólar skulu birta opinberlega á vef sínum útdrátt úr sjálfsmatsskýrslum faglegra eininga.
Útdrættir úr sjálfsmatsskýrslum
- Íþróttafræðideild – útdráttur úr sjálfsmatsskýrslu 2021
- Lagadeild – útdráttur úr sjálfsmatsskýrslu 2021
- Viðskiptadeild - útdráttur úr sjálfsmatsskýrslu 2021
- Sálfræðideild – útdráttur úr sjálfsmatsskýrslu 2021
- Tölvunarfræðideild - útdráttur úr sjálfsmatsskýrslu 2022
- Iðn- og tæknifræðideild - útdráttur úr sjálfsmatsskýrslu 2022
- Verkfræðideild - útdráttur úr sjálfsmatsskýrslu 2022