Háskólaráð og stjórn

Í háskólaráði HR sitja 10 fulltrúar atvinnulífs, akademíu og stjórnsýslu. Háskólaráð er vettvangur umræðna um stefnumótun háskólans um nám, kennslu og rannsóknir, sem og um tengsl háskólans og atvinnulífsins.

Háskólaráð:

 • Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs og forstjóri 1912
 • Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins og yfirlögfræðingur Marel
 • Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofu 
 • Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus
 • Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og fyrrverandi forstjóri Mannvits
 • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, formaður stjórnar
 • Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID
 • Katrín Olga Jóhannesdóttir, Kría Consulting, fyrrum formaður Viðskiptaráðs
 • Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar
 • Valgerður Hrund Skúladóttir, forstjóri Sensa

Stjórn HR:

Stjórn HR er skipuð fimm aðalmönnum og einum til vara, kjörnum á aðalfundi.

Stjórnin ræður rektor HR. Rektor situr stjórnarfundi. Stjórnin sinnir almennum stjórnarstörfum eins og á við um stjórnir fyrirtækja og ber ábyrgð á stefnumótun, stjórnskipulagi, fjármálum, þar með ákvörðun skólagjalda, og almennum rekstri.

 • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir - Formaður
 • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
 • Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech
 • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
 • Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Var efnið hjálplegt? Nei