Jafnréttisnefnd

Hlutverk jafnréttisnefndar er að: 

 • Fylgja eftir Jafnréttisáætlun HR í samvinnu við framkvæmdastjóra Mannauðs.
 • Hafa umsjón með endurskoðun jafnréttisáætlunar HR.
 • Taka þátt í samráðsvettvangi jafnréttisfulltrúa háskólanna.
 • Standa fyrir fræðslu um jafnréttismál.
 • Taka þátt í að undirbúa Jafnréttisdaga.
 • Nefndin fjallar ekki um mál einstakra starfsmanna, en starfsmenn og einingar geta leitað til nefndarinnar eftir ráðleggingum og hún kemur erindum eftir atvikum í réttan farveg.
 • Nefndin er yfirstjórn skólans og rektor til ráðgjafar um jafnréttismál og hefur frumkvæði að því að mikilvæg jafnréttismál fái umfjöllun.
 • Nefndin fundar að jafnaði einu sinni í mánuði.

Jafnréttisnefnd HR er skipuð af rektor til tveggja ára í senn, en mögulegt er að framlengja skipunartíma nefndarmanna um tvö ár í senn, þó ekki þannig að einhver sitji í meira en sex ár samfleytt. Til að viðhalda þekkingu nefndarinnar, skal að minnst helmingur hennar sitji áfram í lok hvers tímabils. 

Jafnréttisnefnd HR 2020 

 • Ásrún Matthíasdóttir, lektor við tækni- og verkfræðideild
 • Gunnar Sær Ragnarsson, fulltrúi nemenda
 • Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við lagadeild
 • Katrín Bessadóttir, verkefnastjóri, markaðs- og samskiptasviði
 • Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptadeild
 • Kári Halldórsson, aðjúnkt við tölvunarfræðideild
 • Sara Stef. Hildardóttir, forstöðumaður bókasafns- og upplýsingaþjónustuVar efnið hjálplegt? Nei