Námsráð

Námsráð HR hefur það hlutverk að að fjalla um málefni er tengjast kennslu og námi, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Í ráðinu sitja fulltrúar allra deilda, en formaður ráðsins er skipaður af rektor. Ráðið heyrir beint undir rektor og situr formaður í framkvæmdastjórn háskólans. Námsráð mótar kennslustefnu HR og fylgist með framþróun hennar. Í því felst m.a. að hvetja til og styðja góða og framsækna kennsluhætti. Námsráð rýnir jafnframt og endurskoðar eftir þörfum reglur háskólans um nám og kennslu. Námsráð stendur fyrir borgarafundum, þar sem akademískir starfsmenn háskólans fjalla um afmörkuð málefni tengd námi og kennslu. Mál sem hafa verið tekin fyrir á þeim vettvangi eru t.d. þverfaglegt nám og mælikvarðar á gæði kennslu.

  • Hafrún Kristjánsdóttir - formaður
  • Einar Hreinsson – fulltrúi kennslusviðs
  • Daníel Viðarsson - fulltrúi frumgreinadeildar
  • Þóra Hallgrímsdóttir - fulltrúi lagadeildar
  • Ingunn Gunnarsdóttir - fulltrúi tækni- og verkfræðideildar
  • Axel Hall - fulltrúi viðskiptadeildar
  • Halldór Halldórsson - fulltrúi tölvunarfræðideildar
  • Salka Sigurðrdóttir - fulltrúi nemenda
Einar Hreinsson starfar sem ritari ráðsins. 

Var efnið hjálplegt? Nei