Jafnréttisdagar

Jafnréttisdagar verða haldnir hátíðlegir í HR eins og í öðrum háskólum á landinu dagana 14. -18. febrúar nk.

Jafnréttisdagar 2020Dagarnir eru árlegur vettvangur til að skoða jafnréttisbaráttu, forréttindi, fjölbreytileika, þöggun, vald og mismunun en Jafnréttisdagar hafa verið haldnir á sama tíma árlega af öllum háskólum landsins frá árinu 2015.

Eitt af markmiðum HR er að útskrifa nemendur „ sem leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi.

Háskólinn í Reykjavík vinnur markvisst að innleiðingu PRME-markmiðanna þvert á deildir háskólans en PRME er hluti af vinnu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en tvö þeirra fjalla um jafnrétti eins og það birtist okkur á Jafnréttisdögum: Menntun fyrir alla og Jafnrétti kynjanna .

Dagskrá Jafnréttisdaga HR er unnin í kröftugu samstarfi við Stúdentafélag HR (SFHR) og þar kennir ýmissa grasa:

Mánudagur:

Kl. 11:00-11:40 Stofa V102

Kl. 11:30-13  Sólin

  • Jafnréttisvöfflur - vöfflukaffi í Sólinni.

Þriðjudagur:
12-13  Stofa M201

  • Innsýn í mannúðarstarf kvenna á alþjóðlegum vettvangi. Fyrirlestur um ljósmyndasýningu sem stendur yfir í Sólinni á Jafnréttisdögum.

Fimmtudagur:
Kl. 12:00-12:40  Stofa M209

  • Sérúrræði í námi - fyrir hverja? 
Kl. 13:30-14:20 Stofa M209

  • Supporting students with neurodiversity.


Föstudagur:
Kl. 12-13 
Stofa V101

  • Sameiginlegur nemendapanell háskólanna. Nemendur geta sest inn og hlustað í stofu V101.


Aðrir viðburðir í HR:

Í Jafnréttisvikunni verður einnig sent út hlaðvarp tileinkað fjölbreytileika og jafnrétti. Þrír doktorsnemar í tölvunarfræði við HR stýra hlaðvarpinu og fá til sín viðmælendur, bæði nemendur og starfsfólk háskólans. Þá verður uppi ljósmyndasýningin Konur í mannúðarstörfum í Sólinni og þar verður einnig að finna svokallað Map of origin þar sem gestir og gangandi geta merkt inn upprunaland sitt.


Hér má sjá alla viðburði á Jafnréttisdögum

Uppruna samstarfs háskólanna við verkefnið Jafnréttisdaga má rekja til samstarfs jafnréttisfullrúa Háskóla Íslands og Listaháskólans 2015 en verkefnið fékk svo formlegri grundvöll á fundi sem þáverandi Jafnréttisfulltrúi Menntamálaráðuneytisins, Jóna Pálsdóttir, kallaði til og sameinaði þar jafnréttisfulltrúa allra háskóla landsins í samvinnu sem sér ekki fyrir endann á. 

Eftir því sem best verður komist er samstarfsverkefnið Jafnréttisdagar einstakt í heiminum því hvergi annarsstaðar þekkist álíka samstarf á háskólastigi eins og þetta þar sem ólík háskólasamfélög vinna saman að því að rækta sitt innra samfélag með áhrifum á það ytra.


Var efnið hjálplegt? Nei