Samfélagsleg ábyrgð í HR
Við menntum leiðtoga framtíðarinnar
Starfsfólk Háskólans í Reykjavík lítur svo á að það beri ábyrgð. Það telur hlutverk sitt að móta
framtíðarleiðtoga sem leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð,
nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott viðskiptasiðferði að
leiðarljósi.
Allir nemendur háskólans munu hér eftir fá fræðslu og innsýn inn í PRME markmið HR um
aukna vitund í málefnum sem tengjast samfélagslegri ábyrgð.
Sex
markmið PRME
1. Tilgangur - Við munum leitast við að mennta nemendur okkar með það að leiðarljósi að þeir verði leiðandi í uppbyggingu á sjálfbærni í viðskiptum ásamt því að þeir geti unnið að heildrænum og sjálfbærum lausnum á vandamálum framtíðarinnar.
2. Gildi - Við munum leitast eftir því að að samtvinna hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og samfélagsábyrgðar við gerð námsskrár, námsefnis og í kennslufræðum skólans.
3. Aðferðir - Við munum bjóða upp á námsefni, kennsluaðferðir og aðstæður sem gera nemendum kleift að efla færni og skilning á því hvað það er að vera ábyrgur stjórnandi.
4. Rannsóknir - Við munum leggja áherslu á að stunda rannsóknir sem auka skilning á bæði hlutverki sem og mögulegum áhrifum fyrirtækja og stofnana á þróun samfélags, umhverfis og efnahagslegra gilda.
5. Samvinna við fyrirtæki og stofnanir - Við munum auka samskipti og samstarf við stjórnendur fyrirtækja í þeim tilgangi að auka skilning okkar á þeim samfélagslegu og umhverfislegu áskorunum sem þau standa frammi fyrir ásamt því að þróa með þeim árangursríkar leiðir til að takast á við þessar áskoranir.
6. Umræða - Við munum standa fyrir og styðja við gagnrýna umræðu á meðal kennara, nemenda, fyrirtækja, stofnana, stjórnvalda, fjölmiðla og annarra áhugasamra aðila í samfélaginu um mikilvæg málefni tengd sjálfbærni og samfélagsábyrgð.
Reynsla viðskiptadeildar
Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík gerðist aðili að PRME samkomulaginu árið 2013. Gefnar hafa verið út tvær framvinduskýrslur. Sú fyrri var gefin út árið 2014 og hlaut hún viðurkenningu sem besta fyrsta framvinduskýrslan. Sú seinni kom út árið 2016 og fékk einnig viðurkenningu sem ein af sex bestu skýrslum þess árs. Nýjustu skýrslu PRME má finna hér.