Mannauðsstefna í rannsóknum - "Charter & Code"

Háskólinn í Reykjavík fékk viðurkenningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem vinnustaður sem fylgir viðmiðum Evrópusambandsins um gott starfsumhverfi fyrir rannsóknafólk í maí 2010. Viðurkenningin byggir á viðmiðum sem sett voru af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2005.

Með þessu hefur Háskólinn í Reykjavík skuldbundið sig til að aðlaga mannauðsstefnu og starfsumhverfi rannsóknafólks við skólann að stefnu Evrópusambandsins á þessu sviði.

Stefna framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um starfsumhverfi rannsóknafólks kemur fram í tveimur skjölum sem undirrituð hafa verið af fjölmörgum háskólum, og virk þátttaka í innnleiðingu þeirra er nú hafin í allmörgum háskólum. Viðmiðin koma fram í skjölum sem bera heitið "Code of Conduct for the Recruitment of Researchers" og "European Charter for Researchers". Allir íslenskir háskólar undirrituðu þessi skjöl árið 2007, en HR er fyrsti íslenski háskólinn sem tók þátt í formlegu innleiðingarverkefni. Hægt er að nálgast ítarupplýsingar á vef Evrópusambandsins.

Vinnuhópur innan háskólans kláraði vorið 2010 þá greiningarvinnu sem nauðsynleg var sem fyrsta skref í innleiðingunni. Í framhaldi af því sótti Háskólinn um formlega viðurkenningu á þessu verkefni, og barst hún í maí 2010. Hér undir má sjá niðurstöður greiningarvinnunnar 2010, samantektar á helstu aðgerðum samkvæmt greiningarvinnunni 2010, sjálfsmatsskýrslu og uppfærslu á helstu aðgerðum 2012, sjáfsmatsskýrslu og uppfærslu á aðgerðum 2014 og matsskýrslu sérstakrar matsnefndar á innleiðingu á viðmiðunum við skólann 2014.

Samkvæmt skýrslu matsnefndarinnar 2014 er mælt með að Háskólinn í Reykjavík fái áfram viðurkenningu Evrópusambandsins, þ.e. megi áfram nota lógóið "HR Excellence in Research" á sinni heimasíðu. 


Var efnið hjálplegt? Nei