Jafnlaunastefna

Til þess að framfylgja lögum um launajafnrétti mun HR:

  • Við ákvörðun launa gæta þess að kynjum sé ekki mismunað og skulu laun ákveðin á sama hátt fyrir allt starfsfólk óháð kyni. Allir skulu njóta jafnra kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Um skilgreiningu á launum og kjörum vísast til 8. og 9. mgr. 2. gr. laga og 19. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

19. gr. Launajafnrétti
Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun. Starfsmönnum skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo.

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, það skjalfest og því viðhaldið.
  • Framkvæma launagreiningu minnst einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Gera innri úttekt og rýna kerfið og árangur þess með stjórnendum a.m.k árlega.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.
  • Kynna stefnuna fyrir starfsmönnum HR og hafa hana aðgengilega á innri og ytri vef Háskólans í Reykjavík. 

Rektor ber ábyrgð ábyrgð á jafnlaunastefnu HR og jafnlaunakerfi sem byggir á þeirri jafnlaunastefnu, mannauðsstefnu og að þeim lagalegu kröfum sem tengjast jafnlaunakerfi HR sé framfylgt. Framkvæmdastjóri Mannauðs og gæða ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi jafnlaunakerfis í samræmi við staðalinn ÍST 85.
Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu HR.

Samþykkt af framkvæmdastjórn HR í desember 2018.


Var efnið hjálplegt? Nei