Jafnréttisáætlun Háskólans í Reykjavík

Inngangur

Háskólinn í Reykjavík er víðsýnt samfélag sem stendur ólíkum einstaklingum opið og fagnar fjölbreytni. Við Háskólann í Reykjavík skal ríkja jafnrétti og gagnkvæm virðing meðal starfsfólks og nemenda og skulu allir njóta sanngirni og jafnra tækifæra. Við Háskólann í Reykjavík skulu einstaklingar af öllum kynjum hafa jafnan aðgang að menntun, framgangi, rannsóknum og fjármagni. Í HR er lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi þar sem samskipti og vinnubrögð einkennast af virðingu, heilindum, sanngirni og jafnrétti.

Jafnréttisáætlun HR byggir á 18.-23. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

18. gr. Vinnumarkaður

Atvinnurekendur og stéttarfélög skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Atvinnurekendur skulu sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum.

Um mannauð HR stendur í stefnu skólans:

Árangur Háskólans í Reykjavík byggir fyrst og fremst á hæfileikaríku starfsfólki sem endurspeglar fjölbreytt viðhorf. HR býður starfsfólki hvetjandi starfsumhverfi, áskorun í starfi, faglega endurgjöf og tækifæri til að eflast, þróast og hafa áhrif. HR býður sanngjörn og samkeppnishæf starfskjör, sveigjanleika og tækifæri til að sinna fjölskyldu, einkalífi og heilbrigðu líferni. HR leggur áherslu á jöfn tækifæri. Starfsfólk HR sýnir fagmennsku og ábyrgð í starfi og sinnir því af jákvæðni og heilum hug.

Í mannauðsstefnu skólans stendur meðal annars að „Við leggjum áherslu á

 • að skapa alþjóðlegan vinnustað sem fagnar fjölbreytileika og einkennist af virðingu fyrir einstaklingum og störfum þeirra,
 • að skapa jöfn tækifæri til stöðuveitinga og launa og að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis, aldurs, trúar, þjóðernis, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar, stjórnmálaskoðanar eða annarra ómálefnalegra þátta með vísan til siðareglna og jafnréttisáætlunar,
 • að einelti og kynferðisleg áreitni sé ekki liðin“

Markmið

Markmið þessarar jafnréttisáætlunar er að tryggja jafna stöðu og jöfn tækifæri starfsfólks og nemenda við Háskólann í Reykjavík óháð kyni, aldri, trú, þjóðerni, kynþætti, fötlun, kynhneigð, stjórnmálaskoðunum og koma í veg fyrir mismunun eða áreitni á grundvelli þessara eða annarra óviðkomandi þátta. Áætluninni er ætlað að stuðla að því að allt starfsfólk og nemendur séu virtir og metnir að verðleikum á eigin forsendum og að hæfileikar og mannauður verði sem best nýttir. Ennfremur er áætluninni ætlað að vinna gegn hvers kyns stöðluðum hugmyndum um kyn. Þá er áætluninni ætlað að stuðla að sem jafnastri kynjasamsetningu í sambærilegum stöðum, nefndum og ráðum, sem og að stuðla að sem jafnastri kynjaskiptingu meðal nemenda einstakra námsbrauta.

Markmiðið er að tryggja að innan HR ríki viðhorf sem eru laus við fordóma og ólögmæta mismunun gagnvart starfsfólki og nemendum hvort sem er meðvitað eða ómeðvitað, jafnframt því að tryggja að kynbundin áreitni, kynferðislegt ofbeldi og einelti verði ekki liðið innan HR.

Samkvæmt ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla ber HR að setja sér jafnréttisáætlun þar sem fram kemur hvernig markmiðum laganna verði náð til að tryggja starsfmönnum þau réttindi sem kveðið er á um í lögum.

Ábyrgð

Ábyrgð á jafnréttisstarfi Háskólans í Reykjavík liggur endanlega hjá rektor háskólans, en allir stjórnendur og forstöðumenn námsbrauta eru ábyrgir fyrir framgangi jafnréttismála og framkvæmd og eftirfylgni jafnréttisáætlunar.

Jafnréttisnefnd HR mótar og gerir tillögur að jafnréttisáætlun HR, fylgist með framgangi hennar í samstarfi við aðra ábyrgðaraðila og endurskoðar reglulega. Á grundvelli áætlunarinnar getur jafnréttisnefnd gert aðgerðaráætlanir um tiltekna málaflokka í samstarfi við aðra ábyrgðaraðila og lagt til að settar verði verklagsreglur um einstaka málefni eftir því sem við á.

Framkvæmdastjóri mannauðs ber ábyrgð á samræmingu og samþættingu áætlunarinnar og birtingu reglulegra stöðu- og framvinduskýrslna.

Stöðumat

Jafnréttisskýrsla skal gerð árlega og birt í mars hvert ár fyrir næsta almanaksár á undan. Um innihald skýrslunnar er fjallað í Viðauka.

Jafnréttisnefnd

Jafnréttisnefnd er skipuð fulltrúum frá hverri deild skólans og frá stoðsviði, auk fulltrúa nemenda.

Hlutverk jafnréttisnefndar er meðal annars að:

 • Fylgja eftir Jafnréttisáætlun HR í samvinnu við framkvæmdastjóra mannauðs.
 • Hafa umsjón með endurskoðun jafnréttisáætlunar HR.
 • Vera yfirstjórn skólans og rektor til ráðgjafar um jafnréttismál og hafa frumkvæði að því að mikilvæg jafnréttismál fái umfjöllun.

Endurskoðun

Jafnréttisáætlun er gerð til þriggja ára í senn. Ári áður en jafnréttisáætlun fellur úr gildi skal hefja endurskoðun með það að markmiði að ný áætlun sé tilbúin þegar fyrri áætlun fellur úr gildi. Næstu endurskoðun skal því hefja árið 2020.

Laun og kjör

Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað og skulu laun ákveðin á sama hátt fyrir allt starfsfólk óháð kyni. Allir skulu njóta jafnra kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Um skilgreiningu á launum og kjörum vísast til 8. og 9. mgr. 2. gr. laga og 19. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Í jafnréttisáætlunum skulu sett fram markmið og unnið að aðgerðum sem samræmast eftirfarandi lagagrein:

19. gr. Launajafnrétti
Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun. Starfsmönnum skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo.

Markmið

Að ekki sé hægt að greina kynbundinn mun á launum eða kjörum starfsmanna í sambærilegum störfum.

Mælikvarðar

Launaviðtöl skulu tekin árlega og í tengslum við þau skal gerð greining á launum og öðrum kjörum starfsmanna með það að markmiði að greina hvort um kynbundinn mismun sé að ræða. Niðurstöður skulu kynntar framkvæmdastjórn sem ber ábyrgð á að grípa til ráðstafana.

HR skuli fá Jafnlaunavottun á árinu 2018.

Reglulega (á minnst þriggja ára fresti) skal óháður aðili fenginn til að gera úttekt á launum og kjörum við Háskólann í Reykjavík með það að markmiði að greina misræmi eða mismunun í launum og kjörum starfsmanna. Niðurstöður skal kynna fyrir starfsmönnum.

Aðgerðir

Finnist við ofangreindar greiningar mismunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði eða öðrum óviðkomandi þáttum, skal svo fremi sem unnt og svo fljótt sem auðið er leiðrétta þann mun. 

Markmið Ábyrgð Aðgerð Tímarammi Eftirfylgni
Starfsfólk af öllum kynjum njóti sömu kjara fyrir sambærileg og jafn verðmæt störf.

Framkvæmdastjóri eða deildarforseti eftir því sem við á. Framkvæmdastjóri mannauðs.

 

Óháð úttekt á launum og kjörum starfs­manna. Ekki sjaldnar en á þriggja ára fresti. Síðasta úttekt var kynnt haustið 2016. Komi í ljós mismunur verði laun leiðrétt eftir því sem við á.
Jafnlaunavottun. Rektor. Vottun. Árslok 2018. Vottun verði við haldið í samræmi við ákvæði laga.

 

Starfsfólk og ráðningar

Háskólinn í Reykjavík fer með allar umsóknir um störf á faglegum forsendum óháð kyni, kynþætti, kynhneigð, hörundslit, aldri, barneignum, þjóðerni, félagslegum uppruna, fötlun, tungumáli, trú, stjórnmálaskoðunum eða öðrum lífsskoðunum, eignum, uppruna, efnahag, ætterni, fjölskyldu­aðstæðum eða skertri starfsgetu einstaklinga.

Í mannauðsstefnu HR kemur m.a. fram að:

Við leggjum áherslu á að ráða starfsfólk með framúrskarandi hæfni, menntun, reynslu og metnað fyrir hönd HR

og 

Við leggjum áherslu á að starfsmannahópurinn sem heild sé fjölbreyttur.

Markmið

Að störf og séu opin fyrir öllum óháð kyni og að starfsfólkið sé fjölbreyttur hópur bæði þegar litið er til kynjasamsetningar, þjóðernis, aldurs o.fl.

Til grundvallar liggur eftirfarandi lagagrein:

20. gr. Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun
Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum og körlum. [...]

Alltaf skal litið til jafnréttissjónarmiða við ráðningar auk þess sem stefnt er að því að hafa hlutföll kynja sem jöfnust í sambærilegum störfum innan starfsliðs skólans.

Þess skal jafnan gætt við úthlutun verkefna að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis og að öll kyn fái notið sömu tækifæra til að axla ábyrgð.

Mælikvarðar

Á hverju ári skal tekin saman og birt tölfræði yfir kynjasamsetningu, þjóðerni og aldursdreifingu starfsfólks. Niðurstöðurnar skulu birtar fyrir skólann í heild, hverja deild/einingu, akademískar stöður, stjórnunarstöður og nefndir og ráð. Nánari grein er gerð fyrir innihaldi skýrslunnar í Viðauka.

Aðgerðir

Auglýsingar um laus störf skulu þannig úr garði gerðar að þær höfði til einstaklinga af öllum kynjum og til breiðs aldurshóps.

Ef verulega hallar á eitthvert kyn og fleiri en einn jafnhæfir einstaklingar koma til greina í starfið skal leitast við að ráða aðila af því kyni sem er í minnihluta í viðkomandi starfi.

Markmið Ábyrgð Aðgerð Tímarammi Eftirfylgni
Samsetning starfsmanna sé fjölbreytt hvað varðar kyn, þjóðerni, aldur o.fl. Framkvæmdastjóri mannauðs. Skýrsla birt um tölfræði. Árlega. Halli á einn hóp umfram annan skal leitast við að taka tillit til þess við ráðningar.

Framgangur og stöðuhækkanir

Tækifæri til framgangs og stöðuhækkana eiga að vera opin fyrir starfsfólk af öllum kynjum og að starfsfólk standi jafnfætis óháð þjóðerni, aldri o.fl.

Í mannauðsstefnu skólans segir m.a. 

„Við leggjum áherslu á að frammistaða og hæfni séu höfð að leiðarljósi við stöðuhækkanir og aðra starfsþróun“ 

og jafnframt 

„Við leggjum áherslu á að framgangur í akademískar stöður sé veittur samkvæmt faglegu mati...

Við skipan í matsnefndir skal þess gætt að aðilar af a.m.k. tveimur kynjum eigi sæti.

Markmið Ábyrgð Aðgerð Tímarammi Eftirfylgni
Allar mats­nefndir verði kynjablandaðar. Deildarforsetar. Árleg samantekt á skipan mats­nefnda í jafn­réttis­skýrslu. Árlega. Framkvæmdstjóri mannauðs leiti eftir skýringum séu nefndir einsleitar hvað varðar kyn.
Við ráðningar í stjórnunar­stöður verði þess gætt að umsækjendur standi jöfnum fæti óháð kyni. Framkvæmdastjóri eða deildarforseti eftir því sem við á. Framkvæmdastjóri mannauðs. Árleg samantekt um ráðningar í stjórnunarstöður verði birt í jafnréttisskýrslu. Árlega. Framkvæmdastjóri mannauðs geti leitað rök-stuðnings ef einungis aðilar af einu kyni hafi komið til álita.

 

Nefndir, ráð og stjórnir

Gæta skal sérstaklega að kynjahlutföllum við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum HR. Þegar beðið er um tilnefningar í nefndir, þá verði þar sem því verður við komið beðið um að aðilar af tveimur kynjum séu tilnefndir.

Skipan í nefnda- og hópastarf taki mið af þekkingu og áhuga starfsfólks og starfsfólki sé gert kleift með markvissum hætti að lýsa yfir áhuga á setu í tilteknum nefndum.

Markmið Ábyrgð Aðgerð Tímarammi Eftirfylgni
Allar nefndir, ráð og stjórnir verði kynjablandaðar. Deildarforsetar, framkvæmdastjórar, rektor og aðrir sem bera ábyrgð á skipun nefnda, ráða og stjórna. Árleg samantekt á skipan nefnda, ráða og stjórna í jafnréttisskýrslu. Árlega. Framkvæmdastjóri mannauðs leiti eftir skýringum séu nefndir einsleitar hvað varðar kyn.
Kynjahlutföll í Háskólaráði og stjórn Háskólans í Reykjavík séu a.m.k. 40% af hvoru kyni. Bakhjarlar skólans. Skipan Háskólaráðs og stjórnar birt á heimasíðu HR og gefin út fréttatilkynning þegar breytingar verða. Annað hvert ár. Jafnréttisnefnd leiti formlega eftir skýringum ef kynjahlutföll eru ójöfn.

Starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun

Starfsfólk HR skuli njóta sömu tækifæra hvað varðar aðgang að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun.

Í mannauðsstefnu HR stendur m.a. 

Við leggjum áherslu á að veita gott aðgengi að þjálfun, handleiðslu eða námskeiðum sem auka hæfni og afköst í starfi.

Til grundvallar liggur eftirfarandi lagagrein:

20. gr. Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun

[...] Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.

 

Markmið Ábyrgð Aðgerð Tímarammi Eftirfylgni
Tryggja að allt starfsfólk, óháð kyni og starfs­skyldum, njóti sömu möguleika til endur­menntunar og starfsþjálfunar. Næsti yfirmaður. Stjórnendur skulu hvetja allt starfsfólk til að sækja sér viðeigandi starfs­þjálfun, endur- og símenntun. Í árlegu starfsmannasamtali er rætt um hvort starfsfólk hafi sótt starfsþjálfun, endur- eða sí­menntun og hvort það hafi áform um slíkt. Árlega. Framkvæmdastjóri mannauðs gæti að því að starfs­mannasamtöl fari fram og þar sé starfsþjálfun og -þróun rædd. Vinnustaðagreining.

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Í mannauðsstefnu HR segir m.a. 

Við leggjum áherslu á að starfsmenn upplifi jafnvægi og geti samræmt starfsskyldur og fjölskylduábyrgð

og 

Við leggjum áherslu á möguleika á sveigjanlegum vinnutíma.

Til grundvallar liggur eftirfarandi lagagrein:

21. gr. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa atvinnulífs, þar með talið að starfsmönnum sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.

 

Markmið Ábyrgð Aðgerð Tímarammi Eftirfylgni

Að allt starfsfólk geti samræmt starfsskyldur og skyldur gagnvart fjölskyldu.

Rektor, framkvæmdastjóri mannauðs, næsti yfirmaður.

Skipulag skóla­dagatals og álags taki tillit til þarfa fjöl­­skyldu­­fólks. Könnun á við­horfum starfsmanna til vinnustaðarins.

  Niðurstöður könnunar kynntar.

Að allir nemendur geti samræmt námsskyldur og skyldur gagnvart fjölskyldu.

Deildarforsetar, stjórnendur námsbrauta og kennarar. Skipulag skóladagatals og álags taki tillit til þarfa fjöl­skyldu­fólks.  

Réttur nemenda sé skýr í skólareglum og handbókum.

 

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni

Mikilvægur liður í að vera góður vinnustaður er að koma í veg fyrir einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi. Í því sambandi þarf að fræða starfsfólk og nemendur um hvað telst til eineltis, kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og ofbeldis.

Í siðareglum HR kemur m.a. fram að „Við komum í veg fyrir að í HR viðgangist hvers konar óréttlæti, svo sem einelti, kynferðisleg áreitni eða mismunun byggð á óviðkomandi þáttum svo sem kynferði, aldri, trú, þjóðerni, kynþætti, fötlun eða kynhneigð.“

Til grundvallar liggur eftirfarandi lagagrein:

22. gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni
Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.

Ef yfirmaður er kærður vegna ætlaðs kynbundins ofbeldis, ætlaðrar kynbundinnar áreitni eða ætlaðrar kynferðislegrar áreitni verður hann vanhæfur til að taka ákvarðanir í tengslum við starfsskilyrði kæranda á meðan meðferð málsins stendur yfir og skal þá næsti yfirmaður taka slíkar ákvarðanir.

Skilgreiningar:

Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Ofbeldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.

 

Markmið Ábyrgð Aðgerð Tímarammi Eftirfylgni
Að skýrar verk­lagsreglur liggi fyrir ef upp koma mál er varða ofangreint og þær birtar á vef HR. Framkvæmdastjóri mannauðs. Verklagsreglur endurskoðaðar reglulega. Árlega.

Framkvæmdastjóri mannauðs fylgist með fjölda mála sem tilkynnt eru.

Vinnustaðagreining.

Að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. Rektor, Framkvæmdastjóri mannauðs og deildarforsetar bera megin­ábyrgð, en allt starfsfólk og allir nemendur bera ábyrgð.

Markviss fræðsla fyrir starfsfólk.

 

Markviss fræðsla fyrir nemendur.

 

Árlega.

Boðið verði upp á námskeið/fræðslu fyrir allt starfsfólk og nemendur á hverju skólaári.

Í starfsmanna­samtali verður spurt hvort viðkomandi hafi sótt námskeið á árinu.

Að koma í veg fyrir kynbundna áreitni. Rektor, Fram­kvæmdastjóri mannauðs og deildarforsetar bera megin­ábyrgð, en allt starfsfólk og allir nemendur bera ábyrgð.

Markviss fræðsla fyrir starfsfólk.

 

Markviss fræðsla fyrir nemendur.

Árlega.

Boðið verði upp á námskeið/fræðslu fyrir allt starfsfólk og nemendur á hverju skólaári.

Í starfsmanna­samtali verður spurt hvort viðkomandi hafi sótt námskeið á árinu.

Að koma í veg fyrir kynferðis­lega áreitni. Rektor, Fram­kvæmdastjóri mannauðs og deildarforsetar bera megin­ábyrgð, en allt starfsfólk og allir nemendur bera ábyrgð.

Markviss fræðsla fyrir starfsfólk.

 

Markviss fræðsla fyrir nemendur.

Árlega.

Boðið verði upp á námskeið/fræðslu fyrir allt starfsfólk og nemendur á hverju skólaári.

Í starfsmanna­samtali verður spurt hvort viðkomandi hafi sótt námskeið á árinu.

Aðstoð við þolendur meðal starfsmanna. Framkvæmdastjóri mannauðs. Þolendum verði boðin viðeigandi aðstoð, t.d. sálfræðiaðstoð. Eftir þörfum. Þolanda boðið eftirfylgniviðtal að sex mánuðum liðnum.
Aðstoð við þolendur meðal nemenda. Námsráðgjafa verði falið að aðstoða viðkomandi. Þolendum verði kynnt sú aðstoð sem stendur til boða. Eftir þörfum. Þolanda boðið eftirfylgniviðtal að sex mánuðum liðnum.
Gerendur meðal starfsfólks. Framkvæmdastjóri mannauðs. Settar verði upp verklagsreglur sem taka mið af alvar­leika brots og fjölda. Könnuð verður þátttaka í sam­eiginlegu viðbragðs­teymi háskólanna sem tæki við þessum málum. Eftir þörfum. Gripið til viðeigandi ráðstafana með vísun í verklags­reglur.
Gerendur meðal nemenda. Siðanefnd afgreiðir mál. Unnið verði samkvæmt verklagsreglum siðanefndar. Eftir þörfum. Gripið til viðeigandi ráðstafana með vísun í verklags­reglur.

Jafnrétti í innra starfi HR

Kennslugögnum skal þannig hagað að þau henti öllum óháð kyni og sýni á engan hátt mismunun gegn nemendum eða starfsfólki.

Kyn þeirra kennara sem kenna nemendum í skyldunámskeiðum sé í eins jöfnum hlutföllum og unnt er.

23. gr. Menntun og skólastarf
Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi [...].
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi.
Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað.

 

Markmið Ábyrgð Aðgerð Tímarammi Eftirfylgni
Jafna kynja­hlutföll nemenda í deildum. Stjórnendur námsbrauta og deildarforsetar. Við inntöku nemenda verði þess gætt eftir megni að taka inn fleiri einstaklinga af því kyni sem er í minnihluta. Á hverju vori. Yfirlit yfir kynjaskiptingu í umsóknum og inntöku sem og kynjaskiptingu í deildum skal birt í jafnréttisskýrslu.
Jafna hlutföll kynja í kennslu­efni. Stjórnendur námsbrauta, deildarforsetar og kennarar.

Kennarar endur­skoði efni

sitt út frá jafn­réttis­stefnu. Þeir leitist við að vísa ekki einungis í verk karlkyns höfunda á leslista námskeiða.

   
Jafna kynja­hlutföll kennara í skyldunámi. Stjórnendur námsbrauta og deildarforsetar. Við ákvörðun hver á að kenna skyldunám í einstökum námsgreinum verði gætt að kynjaskiptingu. Fyrir hverja önn. Yfirlit yfir kennara í skyldu­námi verði birt í jafnréttis­skýrslu.
Kynhlutlaus námskeið. Kennslusvið og einstakar deildir. Gæta þess að nöfn námskeiða og orðalag námskeiðslýsinga höfði til allra kynja. Árlega. Deildir skila yfirliti til kennslusviðs um hvaða námskeið hafi tekið breytingum.
Gæta þess að kynjahlutföll dæmatíma­kennara og aðstoðarfólks í rannsóknum séu sem jöfnust. Deildarforsetar, stjórnendur námsbrauta og akademískt starfsfólk. Við ráðningar skal þess gætt að hvetja nemendur til að sækja um störf, óháð kyni. Árlega. Yfirlit í jafnréttis­skýrslu.

Kynjahlutleysis verði gætt í allri stefnumótun innan HR

 

Rektor, deildarforsetar, eftir því sem við á.

 

Í allri stefnu­mótun innan HR verði sérstaklega hugað að kynja­hlutleysi.

Eftir því sem við á.

 

Jafnréttisnefnd fái stefnumótun til umsagnar og bendi á kosti og galla.

 

Jafnréttisfræðsla

 

Framkvæmdastjóri mannauðs / Yfirmaður kennslusviðs

 

Á nýnemadögum verði sérstök umfjöllun um jafnréttismál. Boðið verði upp á jafnréttisfræðslu á Jafnréttis­dögum.

 

Árlega.

 

Í könnunum sem gerðar eru meðal nemenda verði spurt um viðhorf til jafnréttismála og niðurstöður lagðar til grundvallar frekari fræðslu.

Viðauki

Innihald Jafnréttisskýrslu

Á hverju ári skal tekin saman og birt tölfræði yfir m.a. kynjasamsetningu, þjóðerni og aldursdreifingu starfsmanna. Niðurstöðurnar skulu birtar fyrir skólann í heild, hverja deild/einingu, akademískar stöður, stjórnunarstöður og helstu nefndir og ráð.

Eftirfarandi er yfirlit yfir þær grunntöflur sem birtar skulu í árlegri Jafnréttisskýrslu HR og endurspegla áherslur þessarar Jafnréttisáætlunar.

I.      Starfsfólk

Kynjaskipting starfsfólks

 • eftir deildum/einingum
 • eftir stjórnunarstöðum
 • eftir akademískum stöðum, þ.m.t. stundakennarar.
 • nefndum og ráðum og stjórnum

Skipting starfsfólks eftir þjóðernum

 • eftir deildum/einingum
 • eftir stjórnunarstöðum
 • eftir akademískum stöðum, þ.m.t. stundakennarar.
 • nefndum og ráðum og stjórnum

Aldursdreifing starfsfólks

 • eftir deildum/einingum
 • eftir stjórnunarstöðum
 • eftir akademískum stöðum, þ.m.t. stundakennarar.
 • nefndum og ráðum og stjórnum

Kynjaskipting kennara í skyldunámskeiðum

 • eftir deildum
 • eftir námslínum

Yfirlit yfir ráðningar og starfslok eftir kynjum og sviðum, þ.m.t. hversu margar stöður voru auglýstar. 

II.     Nemendur

Kynjaskipting nemenda

 • eftir deildum
 • eftir námslínum

Kynjaskipting umsækjanda og samþykktra nemenda

 • eftir deildum
 • eftir námslínum

Skipting nemenda eftir þjóðernum

 • eftir deildum
 • eftir námslínum eftir því sem við á

Skipting nemenda eftir aldri

 • eftir deildum
 • eftir námslínum

Yfirlit yfir útskrifaða nemendur

 • eftir deildum
 • eftir kyni
 • eftir þjóðerni

Kynjaskipting dæmatímakennara og aðstoðarmanna í rannsóknum meðal nemenda

 • eftir deildum
 • eftir námslínum eftir því sem við á.

III.       Annað

Skipan nefnda, ráða og stjórna eftir kynjum

 • þ.m.t. matsnefndir.

Jafnréttisáætlun samþykkt af Jafnréttisnefnd, 26. september 2018 og af framkvæmdastjórn HR 28. september 2018.


Var efnið hjálplegt? Nei