Skólagjöld

Skólagjöld

Reglur

Innheimta

Skólagjöld eru innheimt fyrir hverja önn. Þau miðast við staðgreiðslu og skulu greidd á gjalddaga/eindaga í upphafi hverrar annar samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni.

Innheimta skólagjalda miðast við skráningu nemanda eins og hún stendur við upphafsdag annar, samanber verðskrá skólans hverju sinni. Greiði nemandi skólagjöld eftir eindaga leggst á þau innheimtukostnaður og hæstu lögleyfðu dráttarvextir frá gjalddaga reiknings.

Skólagjöld eru innheimt með greiðsluseðli sem sendur er nemendum í rafrænu formi á tölvupóstfang viðkomandi. Ef ekkert tölvupóstfang er skráð hjá nemanda þá berst greiðsluseðill á pappírsformi í pósti á skráð heimilisfang viðkomandi.

Hægt er fyrir eindaga skólagjalda að semja um að greiða þau með afborgunum á raðgreiðslusamning kreditkorta. Einnig er hægt að greiða í gegnum Pei og Netgíró.

Mikilvægi greiðslu skólagjaldanna 

Nemandi sem ekki greiðir skólagjöld sín á gjalddaga/eindaga getur vænst þess að hafa fyrirgert rétti sínum til að hefja nám eða stunda áframhaldandi nám við skólann. Hafi nemandi ekki greitt skólagjöld sín innan 30 daga frá eindaga skólagjalda verður hann skráður úr námi og öllum aðgangi í próf og á net- og kennslukerfi skólans verður lokað.

Skuldi nemandi skólagjöld frá fyrri önn/önnum getur hann ekki innritast í nám aftur fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu á eldri gjöldum.

Nemandi getur ekki útskrifast frá HR nema skólagjöld hafi verið að fullu greidd minnst 7 dögum fyrir útskrift.

Greiðsla staðfestingargjalda

Nýnemar eru ekki innritaðir í nám fyrr en staðfestingar- og skólagjöld hafa verið greidd. Ákveði deild að samþykkja nemanda eftir að formlegri innritun er lokið, fær nemandinn aðgang að kennslukerfi um leið og staðfestingar- og skólagjöld hafa verið greidd.

Skólagjöld nýnema í grunnnámi miðast alltaf við fullt nám, nema þegar skilgreint námsskipulag gerir ráð fyrir færri en 17 ECTS einingum á fyrstu önn.

Allir nýnemar sem eru samþykktir inn til náms greiða staðfestingargjald skv. gildandi verðskrá sem er hluti af heildar skólagjöldum.

Eftistöðvar skólagjalda nýnema eru svo á eindaga á sama tíma og annarra nemenda skv. gildandi verðskrá.

Ef nemandi greiðir ekki staðfestingargjaldið fellur umsókn viðkomandi niður.

Nýnemar sem eru teknir inn eftir eindaga staðfestingargjalds, skv. gildandi verðskrá, þurfa að greiða staðfestingargjald innan þriggja daga frá því að viðkomandi fær staðfestingu á inntöku og greiðsluseðill hefur verið sendur út.

Nýnemar sem eru teknir inn eftir 10. ágúst þurfa að greiða skólagjöld að fullu, skv. gildandi verðskrá innan 5 daga frá því að viðkomandi fær staðfestingu á inntöku og greiðsluseðill hefur verið sendur út.

Staðfestingargjald er ekki endurgreitt eftir eindaga skv. gildandi verðskrá.  Staðfestingargjald sem er innheimt eftir eindaga staðfestingargjalda skv. gildandi verðskrá er ekki endurgreitt.

Breyting á skráningu í námskeið eftir upphafsdag annar

Skráning úr námskeiðum eftir upphafsdag annar, sem kemur fram í  gildandi verðskrá, hefur ekki áhrif á upphæð skólagjalda. Bæti nemandi hins vegar við sig námskeiðum getur komið til hækkunar hafi nemandi ekki verið að greiða full skólagjöld fyrir.

Heimild til lækkunar og endurgreiðslu skólagjalda

Skólagjöld eru ekki endurgreidd. Við sérstakar kringumstæður getur nemandi þó sótt um lækkun eða endurgreiðslu skólagjalda, en það á aðeins við í algerum undantekningartilvikum svo sem vegna alvarlegra veikinda og er hvert mál metið sérstaklega. Sæki nemandi um endurgreiðslu þarf hann að leggja inn skriflegt erindi til fjármálasviðs skólans þar sem ástæður beiðninnar eru útskýrðar og viðeigandi vottorðum og gögnum skilað inn.  Umsóknina skal senda á póstfangið innheimta@hr.is og nauðsynleg fylgigögn skulu fylgja með sem viðhengi svo sem læknisvottorð eða annað sem styður umsóknina.

Upphæð skólagjalda og trygging fyrir föstu verðlagi

Skólagjöld eru ákvörðuð í tengslum við fjárhagsáætlun skólans á hverju ári.

Skólagjöld hjá nemendum sem hafa hafið nám við skólann hækka að öllu jöfnu ekki umfram almennar verðlagshækkanir þar til prófgráðu er lokið í samfelldu námi. Þessi trygging gildir í allt að þrjú ár eftir að nemandi innritast í viðkomandi gráðu (getur gilt lengur ef ekki er boðið upp á að taka gráðuna á þremur árum). Sjá nánar verðskrá skólagjalda í töflu með upphæð skólagjalda og hlutfalli m.v. skráðar einingar.

Getum við aðstoðað?

  • Fyrirspurnir og umsóknir vegna ofangreindra reglna berist til: innheimta@hr.is.
  • Beiðnir um breytingar á skráningu nemenda í námskeið berist til: nemendaskra@ru.is


Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei