SUMARNÁMSKEIÐ HR

Sumarnámskeið

Háskólinn í Reykjavík býður úrval námskeiða í sumar. Námskeiðin eru fyrir háskólanema, fyrir einstaklinga sem eru að hefja háskólanám í haust og einstaklinga sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Hluti námskeiðanna veitir ECTS einingar. 

Opni háskólinn býður jafnframt upp á úrval sumarnámskeiða

Fyrir hverja?

Alla: Mörg námskeiðanna henta þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á ákveðnum sviði og stuðla að náms- og starfsþróun. Flest námskeið krefjast ekki stúdentsprófs og eru alla jafna ekki einingabær.

Núverandi nemendur Háskólans í Reykjavík: Bæði í grunn- og framhaldsnámi. Góður kostur fyrir þau sem vilja flýta fyrir sér í náminu og/eða hyggjast taka námslán vegna sumarsins 2020.

Nemendur annarra háskóla: Í boði eru einstaka námskeið sem nemendur annarra háskóla geta nýtt sér. 

Verðandi nýnema, sem hyggjast hefja nám háskólaárið 2021-2022: Meðal annars verður boðið upp á undirbúningsnámskeið og grunnnámskeið fyrir þau sem vilja flýta fyrir sér í námi.

Hvað kostar?

Námskeiðsgjöld
Skráningargjald er 3.000 kr. per námskeið

Áhrif á námslán
Lágmarks framvindukrafa vegna náms á sumarönn 2021 er 1 ECTS eining eða sambærilegt nám vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna kórónuveirunnar. LÍN mun lána að hámarki til 20 ECTS eininga eða sambærilegs náms vegna sumarannar 2021.

Einingar, sem lokið verður sumarið 2021, dragast ekki frá einingarétti námsmanns í námsferli né heldur þarf sumarnámið að tilheyra námsferli námsmanns, en einingarnar munu dragast frá heildarrétti námsmanns til námslána hjá sjóðnum.

Hvernær byrja námskeiðin?

Fyrstu námskeiðin hefjast 17. maí - en kennslutímabil er breytilegt eftir námskeiðum.

Hvernig sæki ég um námskeið?

Núverandi nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@hr.is  

Önnur velja það námskeið sem þau hafa áhuga á og smella á "Skráning í námskeið" og fylgja leiðbeiningum í ferlinu.  

Fleiri námskeið
Opni háskólinn í HR býður upp á úrval sumarnámskeiða. Hér er hægt er að skoða námsframboð Opna háskólans

Get ég sagt mig úr námskeiði?

Nemendur hafa svigrúm til að segja sig úr námskeiðum fimm virkum dögum eftir að námskeið hefst. Til þess að segja sig úr námskeiði þarf að senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is 

Öll sumarnámskeið HR 

Undirbúningur fyrir háskólanám

Fyrir framhaldsskólanema, nýstúdenta og aðra sem hyggja á háskólanám. Þessi námskeið veita ekki einingar. 

Python

Í þessu námskeiði fá nemendur tækifæri til þess að kynnast forritun eða efla grunn hafi þau kynnst forritun áður. Nemendur munu setja upp forritunarumhverfi og sjá hvernig forrit eru keyrð. Tekin verða fyrir eitt til tvö efnisatriði á dag, t.d. breytur og breytugerðir, skilyrtar skipanir (if-skipanir), lykkjur, föll, og uppbygging forrita. Notast verður við forritunarmálið Python. Þetta námskeið kemur ekki í stað áfanga til að uppfylla inntökuskilyrði í verkfræðinám við HR

 • Tímabil: 3. – 12. ágúst
 • Lengd: 2 vikur
 • Einingar: 0
 • Tilhögun náms: Blanda af fjarnámi og staðarnámi
 • Fyrir hverja: Nemendur sem hafa ekki hafið háskólanám og vilja öðlast góðan grunn í forritun.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is


Stærðfræðiundirbúningur fyrir verkfræðideild

Í námskeiðinu verða rifjuð upp kynni við ýmis stærðfræðihugtök og kannað hvað liggur að baki þeim. Þannig fá nemendur sterkari tilfinningu fyrir hvernig nota megi þessi tæki sér til gagns í háskólanámi og til yndisauka. Eitt til tvö viðfangsefni verða tekin á dag, t.d. hornaföll, tvinntölur, diffrun, umraðanir o.s.frv. 

Þetta námskeið kemur ekki í stað áfanga til að uppfylla inntökuskilyrði í verkfræðinám við HR

 • Tímabil: 3. ágúst – 12. ágúst
 • Lengd: 2 vikur
 • Einingar: 0
 • Tilhögun náms: Blanda af fjarnámi og staðarnámi
 • Námsmat: Ekkert
 • Fyrir hverja: Nemendur sem hafa ekki hafið nám í verkfræði eða raunvísindum og vilja öðlast góðan grunn í stærðfræði

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Inngangur að forritun

Þetta námskeið hentar þeim nýnemum sem eru að koma í nám við tölvunarfræðideild en er jafnframt opið öllum sem hafa áhuga á að kynna sér forritun. Námskeiðið verður kennt tvisvar, einu sinni sem fjarnámskeið í 4 viku og einu sinni í staðarnámi frá 3.- 6. ágúst.

Kennd verða tvö námskeið

Fyrra námskeiðið 

 • Tímabil: 21. júní - 12. júlí
 • Lengd: 4 vikur
 • Einingar: 0
 • Tilhögun náms: Fjarnám
 • Námsmat: Ekkert
 • Fyrir hverja: Nýnemar við tölvunarfræðideild, þau sem ætla sér að taka námskeiðis T-111-Prog en opið fyrir öll.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Seinna námskeiðið 

 • Tímabil: 4. - 6. ágúst, frá kl. 16:00-20:00
 • Lengd: 1 vika
 • Einingar: 0
 • Tilhögun náms: Staðarnám
 • Námsmat: Ekkert
 • Fyrir hverja: Nýnemar við tölvunarfræðideild, þau sem ætla sér að taka námskeiðis T-111-Prog en opið fyrir öll.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is


Inngangur að stærðfræði fyrir tölvunarfræðideild

Opið öllum nemendum sem hafa áhuga á að kynna sér stærðfræði en sérstaklega fyrir nýnema sem eru að hefja nám í tölvunarfræðideild.

 • Tímabil: 9. – 11.ágúst frá kl. 16-20
 • Lengd: 1 vika
 • Einingar: 0
 • Tilhögun náms: Staðarnám
 • Námsmat: Ekkert
 • Fyrir hverja: Nýnemar við tölvunarfræðideild

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Nám til ECTS-eininga

Fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík og annarra háskóla. 

Iðn- og tæknifræðideild

Lokaverkefni - BSc í tæknifræði *

 • Deild: Iðn- og tæknifræðideild
 • Tímabil: Júní - byrjun sept
 • Einingar: 24
 • Fyrir hverja: Nemendur á leið í lokaverkefni í tæknifræði á haustönn.
  *Ath. Skráning í lokaverkefni á sumarönn er háð samþykki fagstjóra.
 • Tilhögun náms: Stafrænt
 • Námsmat: Vörn
 • Námskeiðslýsing: Hönnunar- eða rannsóknarverkefni, valið í samráði við umsjónarkennara. Verkefni eru valin úr byggingar- og framkvæmdasviði íslensks athafnalífs. Áhersla er lögð á skipuleg og tæknileg vinnubrögð við gagnasöfnun og skilgreiningu markmiða, skilgreiningu vandamála, lausnaleit, úrvinnslu, skýrslugerð og teikningu. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð. Nemandi hefur 15 vikur til að ljúka verkefninu. Verkefnið er kynnt og varið munnlega, að viðstöddum umsjónarkennara, leiðbeinendum og prófdómara utan skólans.

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Lokaverkefni - Diplóma í iðnfræði *

  Nemandi beitir þekkingu sem hann hefur öðlast í náminu til að leysa raunhæft verkefni. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, skipuleg vinnubrögð við gagnasöfnun, skilgreiningu vandamála, lausnaleit, úrvinnslu, skýrslugerð og teikningu. Lokaverkefni í iðnfræði er í flestum tilvikum einstaklingsverkefni. Nemandi þarf að hafa lokið 66 ECTS einingum í iðnfræðii til að geta skráð sig í lokaverkefni.

 • Deild: Iðn- og tæknifræðideild
 • Tímabil: Júní - byrjun sept.
 • Einingar: 12
 • Fyrir hverja: Nemendur á leið í lokaverkefni í iðnfræði á haustönn
  * Ath. Skráning í lokaverkefni á sumarönn er háð samþykki fagstjóra.
 • Tilhögun náms: Stafrænt 
 • Námsmat: Vörn

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Íþróttafræðideild

Verknám samfélag

Í námskeiðinu, E-410-PRAC Verknám samfélag, felst að nemendur vinna náið með sérfræðingum á vettvangi í ákveðinn tíma, t.d. með kennurum á heilsuræktarstöðvum, starfsfólki á endurhæfingarstöðvum, íþróttafræðingum á leikskólum, geðdeildum o.s.frv. Í námskeiðinu nýta nemendur þá þekkingu og færni sem þeir hafa þegar öðlast í náminu til þess að tileinka sér forsendur þess að stunda kennslu eða þjálfun í íþróttum eða heilsurækt, með því að skipuleggja, aðlaga, framkvæma og meta það starf sem unnið er á þessum
stöðum. 

 • Deild: Íþróttafræðideild
 • Tímabil: 1. júní – 16. júlí.
 • Einingar: 6
 • Fyrir hverja: BSc nemar í íþróttafræði
 • Tilhögun náms: Staðarnám
 • Námsmat: Mat verknámskennara og kynning.

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Lokaverkefni - BSc í íþróttafræði

Lokaverkefninu er ætlað að reyna á nemandann á fræðilegan hátt. Áhersla er á að hann tileinki
sér fagleg, vísindaleg og sjálfstæð vinnubrögð þar sem hann samþættir það sem hann hefur lært og að hann hafi náð tökum á í náminu. Lögð er sérstök áhersla á að vinna við B.Sc. verkefni byggi á og örvi frumkvæði nemenda, auki færni þeirra í að afla og vinna með gögn og þjálfi þá í notkun og öflun heimilda. Ekki er ætlast til að nemendur riti heimildaritgerðir.

 • Deild: Íþróttafræðideild
 • Tímabil: 17. maí – 13. ágúst
 • Einingar: 12 ECTS
 • Fyrir hverja: BSc nemar í íþróttafræði sem hafa lokið amk 150 ECTS og lokið E-313-MEST Aðferðafræði og tölfræði I og E-503-MEST Aðferðafræði og tölfræði II.
 • Tilhögun náms: Hefðbundin leiðbeining á lokaverkefni
 • Námsmat: Mat á ritgerð

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Sálfræðideild

E-316-VETT- Vettvangsnám

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum kost á að taka nám á vettvangi stofnana og fyrirtækja yfir sumartíma og fá einingar fyrir. Námskeiððið stendur í níu vikur sem raðast á mismunandi hátt milli nemenda á tímabilið eftir því hvað hentar nemanda og stofnun/fyrirtæki.

 • Deild: Sálfræðideild
 • Tímabil: 17. maí - 28. ágúst 
 • Einingar: 6 ECTS 
 • Fyrir hverja: Nemendur á 3. ári í BSc námi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík
 • Tilhögun náms: Blandað, við fyrirtæki og stofnanir, umræðuhópar verða á Canvas sem leiðbeint verður af leiðbeinanda við HR.
 • Námsmat: Tímaskráning á vinnustundum í vettvangsnámi (á vettvangi), vinnuskýrslur sem teknar eru saman í lokaskýrslu til leiðbeinanda við HR auk kynningar fyrir samnemendur og leiðbeinanda.

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

E-400-PHES, Kynhneigð í menningarlegu samhengi

Í þessu námskeiði er fjallað um kynhneigð fólks og náin sambönd. Meðal annars verður fjallað um leiðir til að skilja kynhneigð; kynferðislegt aðdráttarafl, tjáningu og breytileika; náin sambönd; og áhrif félagslegs samhengis og menningarlegra og lagalegra þátta á þessi málefni. Námskeiðið byggir á birtum vísindarannsóknum og er markmiðið að skoða viðfangsefnið frá lífeðlislegu, sálfræðilegu og félagslegu sjónarmiði.

 • Deild: Sálfræðideild
 • Tímabil: 7. júní – 28. júní (með fyrirvara um breytingar)
 • Einingar: 6 ECTS
 • Fyrir hverja: BSc nemendur við Háskólann í Reykjavík
 • Tilhögun náms: Fjarnám með Canvas
 • Námsmat: Verkefni, umræður og próf

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is


Tölvunarfræðideild

Upplýsingaþjóðfélagið

Námskeiðið Upplýsingaþjóðfélagið fjallar um félagsleg, lagaleg og siðfræðileg efni er tengjast upplýsinga- og samskiptatækni í nútíma þjóðfélagi. Það er opið öllum nemendum. Kennt á íslensku.

 • Deild: Tölvunarfræðideild
 • Tímabil: 1. júní - 3. ágúst
 • Einingar: 6
 • Fyrir hverja: Allir nemendur HR
 • Tilhögun náms: Fjarnám
 • Námsmat: Vikuleg skil og lokaskýrsla.

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Viðskiptadeild

Alþjóðaviðskipti

Í námskeiðinu er annars vegar fjallað um umhverfi og þróun heimsviðskipta, hnattvæðingu viðskipta, fræðilegar kenningar um alþjóðleg viðskipti, pólitíska mótun viðskiptastefnu og viðskiptaumhverfis, viðskiptahindranir, svæðisbundin viðskiptabandalög eins og ESB og NAFTA, áhrif menningar á alþjóðleg viðskipti, erlenda fjárfestingu, staðsetningu framleiðslu, GATT og WTO, alþjóðlega peningakerfið og IMF. Þessi málefni og stofnanir eru settar í samhengi við stöðu Íslands og málefni sem eru ofarlega á baugi í heimsfréttum. Hins vegar eru málin skoðuð frá sjónarhóli fyrirtækjanna sjálfra. Meðal annars verður eftirfarandi tekið fyrir: ávinningur og áhætta erlendrar starfsemi, mögulegar leiðir við alþjóðavæðingu fyrirtækja, útrás íslenskra fyrirtækja: saga og lærdómur, skipulag alþjóðlegs rekstrar, alþjóðleg markaðssetning og þróunarstarf, alþjóðlegt samstarf, inn/útflutningur og fjölþjóðleg stjórnun.
//
The course focuses on one hand on the international environment: The global system of trade, international trade theory, political economy of trade, barriers to international trade, regional trading arrangments, EU and NAFTA, the impact of culture on international business, foreign investment, location of production, GATT, WTO, the international monetary system and IMF. On the other hand, it deals with the international interests of individual companies. This includes, e.g., gain and risk of foreign operations, analysis of different ways to internationalization; Icelandic companies: history and insights gained from foreign activity, organization of international business; foreign marketing and development, alliances, im/exporting, management, financial control and accounting.

 • Deild: Viðskiptadeild
 • Tímabil: 1. júní – 30. júní
 • Einingar: 6 ECTS
 • Fyrir hverja: Skyldunámskeið – undanfari er þjóðhagfræði og markaðsfræði I
 • Tilhögun náms: Fyrirlestrar verða rafrænir með mögulega tveimur staðarlotum
 • Námsmat: Hópverkefni 30% - Einstaklingsverkefni 20% - Lokapróf 60%

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Marketing During Turbulent Times

Námskeiðið tekur á mikilvægu málefni – hvernig fyrirtæki og geirar geta varið sig í COVID krísunni og kreppunni. Hvaða fyrirtæki/geirar/lausnir hafa sérstök tækifæri? Námskeiðið er mjög viðeigandi þessa stundina og kennir nemum (sérstaklega á öðru og þriðja ári) hvernig hægt er að takast á við markaðslegar áskoranir í krísu og örva einkaneyslu á ábyrgan hátt. Hvernig geta fyrirtæki staðið sig betur í markaðssetningu og hjálpað hagkerfinu. 

 • Deild: Viðskiptadeild
 • Tímabil: 1. júní – 30. júní
 • Einingar: 6 ECTS
 • Fyrir hverja: Valnámskeið – undanfari er markaðsfræði I
 • Tilhögun náms: Fjarkennsla/stafrænt nám. (Allt námsefni á netinu (kaflar, greinar, myndbönd), fyrirlestrar á netinu (bæði í beinni (Zoom) – þar sem nemar geta spurt og tekið þátt með því að annað hvort tala (microphone) eða nota umræðu (chat), einnig fyrirlestrar í myndböndum, kynningar nemenda á verkefnum á netinu (Zoom), Raundæmi tekin fyrir á netinu einnig.
  Námskeiðið er kennt á ensku í anda 3 árs kúrsa við viðskiptadeild. Það er því einnig opið fyrir erlenda nema.
 • Námsmat: 15% og 35% einstaklingsverkefni, 50% markaðsplan (hópverkefni)

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Straumlínustjórnun - Lean management

A course that gives insight into lean thinking and the fundamental principles of the TPS (Toyota Production System). The philosophy behind continuous improvement is in focus and students will get a theoretical and practical experience of working with changes and continuous improvement. A part of the course will focus on the system element of the TPS and lean will be contrasted against traditional management methods. As system thinking is crucial and students will try some of the lean tools and specifically VSM (Value Stream Mapping) to get insights into cross departmental organizational processes to understand the holistic element of value streams and customer experience.

The course also covers newer management methods and therefore some of those like agile, beyond budgeting, holocracy etc. will be mentioned and specifically how these different methods try to focus on the human element and happiness of the employees and the customer. Students will have to work on one group project as well as up to four individual projects, all of which are linked to lean thinking.

 • Deild: Viðskiptadeild
 • Tímabil: 7. júní – 25. júní
 • Einingar: 6 ECTS
 • Fyrir hverja: Valnámskeið
 • Tilhögun náms: Fyrirlestrar verða rafrænir og í staðarnámi. Mikilvægt að nemendur gangi frá bókakaupum fyrir fyrsta tímann.
 • Námsmat: Verður tilkynnt síðar

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Hagnýt stærðfræði I

Notkun logra og veldisvísisfalla við vaxtaútreikning, t.d. samfellda vexti. Undirstöðuatriði í runum og röðum. Núvirðing og framtíðarvirðing endanlegs og óendanlegs tekjustreymis í ósamfelldum og samfelldum tíma. Undirstöðuatriði í fylkjareikningi. Línuleg bestun. Lausn hagrænna vandamála með aðstoð stærðfræðigreiningar. Hámörkun og lágmörkun með og án hliðarskilyrða. Hvelfd og kúpt föll. Margvíð stærðfræðigreining. Heildun. Hlutafleiður. Lagrange-aðferðir. 

 • Deild: Viðskiptadeild
 • Tímabil: 1. júní - 30. júní 
 • Einingar: 6 ECTS
 • Fyrir hverja: Skyldunámskeið - Einungis fyrir nemendur sem hafa setið námskeiðið áður.
 • Tilhögun náms: Fyrirlestrar verða rafrænir (upptökur) og einnig dæmatímar
 • Námsmat: 30% verkefni, 30% miðannarpróf, 40% lokapróf

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Rekstrarstjórnun

The activities of operations management and the role of the operations function in achieving strategic success. The development of operations management and process management. The volume - variety effect on process design, layout, process technology, and job design. Configuring the supply network. The activities of supply chain management. Types of relationships in supply chains. Supply chain behavior. The location of capacity. Forecasting demand. Planning and control activities. Measuring demand and capacity. The alternative capacity plans. The use of OEE in capacity calculations. Inventory management. The volume decision - how much to order. The timing decision - when to place an order. JIT planning and control. The maser production schedule and MRP. Enterprise resource planning (ERP). Project management. Performance measurements, benchmarking and the balanced scorecard. Quality control and how quality problems can be diagnosed. Business improvement and improvement methods. Improvement priorities. Breakthrough vs. continuous improvement. Business process reengineering (BPR). Strategy and operations strategy. Organizations and the importance of an end-to-end process focus when it comes to strategic planning and organizational design. The process concept and the process focused organization. Management systems: The Lean management system. TQM and Six Sigma.

Eftir námskeiðið eiga nemendur að geta:

 • Útskýrt merkingu hugtaka sem notuð eru í rekstrarstjórnun 
 • Gert grein fyrir samhengi hugtaka sem notuð eru í rekstrarstjórnun 
 • Geta beitt aðferðum sem kenndar eru í námskeiðinu til að leysa rekstrarstjórnunarleg viðfangsefni 
 • Geta tekið þátt í umræðum um stjórnun 
 • Útskýrt þau mismunandi stjórnunarkerfi sem kennd eru í námskeiðinu og mismun þeirra
 • Deild: Viðskiptadeild
 • Tímabil: 3. júní – 25. júní
 • Lokapróf: 29. júní
 • Sjúkra- og endurtektarpróf: 2. júlí
 • Einingar: 6 ECTS
 • Fyrir hverja: Skyldunámskeið – undanfari er stjórnun
 • Tilhögun náms: Fyrirlestrar og æfingar verða í kennslustofu og eru nemendur hvattir til að mæta í alla tímana sem eru á milli 9:20 og 11:55 alla virka daga á meðan á námskeiðinu stendur. Nemendur sem ekki geta mætt í tíma geta fengið hljóðglærur með fyrirlestrunum. Námskeiðið er kennt á ensku. 2-3 verkefni verða lögð fyrir í hverri viku.
 • Námsmat: Verkefnavinna og lokapróf

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Opin námskeið 

Opni háskólinn býður upp á fjölbreytt úrval sumarnámskeiða


Var efnið hjálplegt? Nei