SUMARNÁMSKEIÐ HR

Sumarnámskeið

Háskólinn í Reykjavík býður úrval námskeiða í sumar. Námskeiðin eru fyrir háskólanema, fyrir einstaklinga sem eru að hefja háskólanám í haust og einstaklinga sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Hluti námskeiðanna veitir ECTS einingar. 

Opni háskólinn býður jafnframt upp á úrval sumarnámskeiða

Fyrir hverja?

Alla: Mörg námskeiðanna henta þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á ákveðnum sviði og stuðla að náms- og starfsþróun. Flest námskeið krefjast ekki stúdentsprófs og eru alla jafna ekki einingabær.

Núverandi nemendur Háskólans í Reykjavík: Bæði í grunn- og framhaldsnámi. Góður kostur fyrir þau sem vilja flýta fyrir sér í náminu og/eða hyggjast taka námslán vegna sumarsins 2020.

Nemendur annarra háskóla: Í boði eru einstaka námskeið sem nemendur annarra háskóla geta nýtt sér. 

Verðandi nýnema, sem hyggjast hefja nám háskólaárið 2020-2021: Meðal annars verður boðið upp á undirbúningsnámskeið og grunnnámskeið fyrir þau sem vilja flýta fyrir sér í námi.

Hvað kostar?

Námskeiðsgjöld
Skráningargjald er 3.000 kr. per námskeið

Áhrif á námslán
Lágmarks framvindukrafa vegna náms á sumarönn 2020 er 1 ECTS eining eða sambærilegt nám vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna kórónuveirunnar. LÍN mun lána að hámarki til 20 ECTS eininga eða sambærilegs náms vegna sumarannar 2020.

Einingar, sem lokið verður sumarið 2020, dragast ekki frá einingarétti námsmanns í námsferli né heldur þarf sumarnámið að tilheyra námsferli námsmanns, en einingarnar munu dragast frá heildarrétti námsmanns til námslána hjá sjóðnum.

Hvernær byrja námskeiðin?

Fyrstu námskeiðin hefjast 2. júní - en kennslutímabil er breytilegt eftir námskeiðum.

Hvernig sæki ég um námskeið?

Núverandi nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@hr.is  

Önnur velja það námskeið sem þau hafa áhuga á og smella á "Skráning í námskeið" og fylgja leiðbeiningum í ferlinu.  

Fleiri námskeið
Opni háskólinn í HR býður upp á úrval sumarnámskeiða. Hér er hægt er að skoða námsframboð Opna háskólans

Get ég sagt mig úr námskeiði?

Nemendur hafi svigrúm til að segja sig úr námskeiðum fimm virkum dögum eftir að námskeið hefst. Til þess að segja sig úr námskeiði þarf að senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is 

Öll sumarnámskeið HR 

Undirbúningur fyrir háskólanám

Fyrir framhaldsskólanema, nýstúdenta og aðra sem hyggja á háskólanám. Þessi námskeið veita ekki einingar. 

Python

Í þessu námskeiði fá nemendur tækifæri til þess að kynnast forritun eða efla grunn hafi þau kynnst forritun áður. Nemendur munu setja upp forritunarumhverfi og sjá hvernig forrit eru keyrð. Tekin verða fyrir eitt til tvö efnisatriði á dag, t.d. breytur og breytugerðir, skilyrtar skipanir (if-skipanir), lykkjur, föll, og uppbygging forrita. Notast verður við forritunarmálið Python.

Lögð verða fyrir verkefni og þau rædd, en ekkert eiginlegt námsmat og engin heimavinna.

Þetta námskeið kemur ekki í stað áfanga til að uppfylla inntökuskilrði í verkfræðinám við HR.

 • Tímabil: 4. ágúst – 13. ágúst, kl. 16-19
 • Lengd: 2 vikur
 • Einingar: 0
 • Tilhögun náms: Blanda af fjarnámi og staðarnámi

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Stærðfræðiundirbúningur fyrir verkfræðideild

Í námskeiðinu verða rifjuð upp kynni við ýmis stærðfræðihugtök og kannað af meiri dýpt hvað liggur að baki þeim. Þannig fá nemendur sterkari tilfinningu fyrir hvernig nota megi þessi tæki sér til gagns í háskólanámi og til yndisauka. Eitt til tvö viðfangsefni verða tekin á dag, t.d. hornaföll, tvinntölur, diffrun, umraðanir o.sv.f.

Lögð verða fyrir verkefni og þau rædd, en ekkert eiginlegt námsmat og engin heimavinna.

Þetta námskeið kemur ekki í stað áfanga til að uppfylla inntökuskilyrði í verkfræðinám við HR.

 • Tímabil: 4. ágúst – 13. ágúst, kl. 16-19
 • Lengd: 2 vikur
 • Einingar: 0
 • Tilhögun náms: Blanda af fjarnámi og staðarnámi

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Inngangur að forritun

Þetta námskeið hentar þeim nýnemum sem eru að koma í nám við tölvunarfræðideild en er jafnframt opið öllum sem hafa áhuga á að kynna sér forritun. Námskeiðið verður kennt tvisvar, einu sinni sem fjarnámskeið í fjórar vikur og einu sinni í staðarnámi yfir eina viku í ágúst.

Kennd verða tvö námskeið

Fyrra námskeiðið 

 • Fer fram 22 júni til 27 júlí 
 • Kennt í fjarnámi
 • Undirbúningsnámskeið sem styrkir grunn en flýtir ekki fyrir háskólanámi.

Seinna námskeiðið 

 • Námskeiðið fer fram í ágúst

 • Kennt í staðarnámi
 • Undirbúningsnámskeið sem styrkir grunn en flýtir ekki fyrir háskólanámi.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is


Inngangur að stærðfræði fyrir tölvunarfræðideild

Opið öllum nemendum sem hafa áhuga á að kynna sér stærðfræði en sérstaklega fyrir nýnema sem eru að koma í tölvunarfræðideild.

 • Námskeiðið er kennt í staðarnámi í 1 viku í ágúst
 • Kennt í staðarnámi
 • Undirbúningsnámskeið sem styrkir grunn en flýtir ekki fyrir háskólanámi.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Eðlisfræðiundirbúningur fyrir tæknifræðinema

Námskeiðið er opið öllum nemendum sem vilja undirbúa sig undir nám í tæknifræði en sérstaklega fyrir fyrir þá sem hyggjast þreyta stöðupróf í eðlisfræði. Til að koma til móts við umsækjendur sem uppfylla ekki inntökuskilyrði í tæknifræði er boðið upp á stöðupróf í eðlisfræði. Stöðuprófið er ætlað fyrir:

 • Þau sem telja sig hafa nægilegan grunn án þess að hafa lokið tilskyldum framhaldsskólaeiningum
 • Þau sem uppfylla inngönguviðmið en vilja rifja upp námsefnið og sjá hvar þau standa áður en nám hefst

Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir hreyfi- og aflfræði og rafmagnsfræði (rásir, rafsvið og segulfræði). Einnig varmafræði, vökva og þrýsting, bylgjur og ljós. 

Deild: Iðn- og tæknifræðideild

Tímabil: 8. júní - 10. ágúst

Lengd: 10 vikur

Tilhögun náms: Fjarnám, nemendur fá aðgang að hljóðglærum og heimadæmum sem sett verða inn vikulega.

Námsmat: hlutapróf og stöðupróf í ágúst

Námskeiðið er undirbúningsnámskeið sem styrkir grunn en flýtir ekki fyrir háskólanámi.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Stærðfræðiundirbúningur fyrir tæknifræðinema

Námskeiðið er opið öllum nemendum sem vilja undirbúa sig undir nám í tæknifræði en sérstaklega fyrir fyrir þá sem hyggjast þreyta stöðupróf í stærðfræði. Til að koma til móts við umsækjendur sem uppfylla ekki inntökuskilyrði í tæknifræði er boðið upp á stöðupróf í stærðfræði. Stöðuprófið er ætlað fyrir:

 • Þau sem telja sig hafa nægilegan grunn án þess að hafa lokið tilskyldum framhaldsskólaeiningum
 • Þau sem uppfylla inngönguviðmið en vilja rifja upp námsefnið og sjá hvar þau standa áður en nám hefst

Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir:

 • Einfalda algebru og talningafræði
 • Talnamengi
 • Jöfnur og ójöfnur
 • Sætistalnakerfi og margliður
 • Runur og raðir
 • Hlutfallareikning
 • Föll og hornaföll
 • Vigra
 • Markgildi
 • Einfalda deildun/diffrun

Deild: Iðn- og tæknifræðideild

Tímabil: 10. júní - 3. júlí og 4. ágúst - 12. ágúst

Lengd: U.þ.b. 3 vikur

Tilhögun náms: Fjarnám í gegnum Microsoft Teams í rauntíma

Námsmat: stöðupróf í ágúst

Námskeiðið er undirbúningsnámskeið sem styrkir grunn en flýtir ekki fyrir háskólanámi.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is


Nám til ECTS-eininga

Fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík og annarra háskóla. 

Eðlisfræði I

 • Deild: Iðn- og tæknifræðideild
 • Tímabil: 8. júní – 10. ágúst
 • Lengd: 10 vikur
 • Lámarksfjöldi: 5+
 • Einingar: 6 ECTS
 • Fyrir hverja: Núverandi nemendur í tæknifræði sem hafa ekki lokið námskeiðinu. Námskeiðið er skyldunámskeið á fyrsta ári í tæknifræði.
 • Tilhögun náms: Fjarnám - Nemendur fá aðgang að hljóðglærum og heimadæmum sem sett verða inn vikulega.
 • Námsmat: Námsmat: hlutapróf og lokapróf í ágúst
 • Námskeiðslýsing: Eðlisfræði er grunnur að hefðbundum greinum tæknifræðinnar. Í áfanganum er nemandinn þjálfaður í að lýsa einfaldri hreyfingu hluta og grunnatriðum varmafræði. Lögð verður sérstök áhersla á skilning nemenda á hugtökum til að undirbúa þá undir frekara nám í tæknifræði. Eðlisfræðin eykur skilning á umhverfi okkar, náttúrunni og tækninni, og gefur innsýn sem hvetur og styður við skapandi hugsun við lausn verkefna.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Straumlínustjórnun 

V- 687-LEAN Straumlínustjórnun. Nemendur fá innsýn í og yfirsýn yfir aðferðir straumlínustjórnunar og helstu tæki aðferðafræðinnar eru kynnt.

 • Deild: Viðskiptadeild
 • Tímabil: 2. júní - 25. júní. 
 • Lengd: Alls fjórar vikur.
 • Einingar: 6
 • Tilhögun náms: 
 • Námsmat: Ekki verður hefðbundið lokapróf en nemendur svara spurningalista úr bókum sem fylgja námskeiðinu og skila einstaklings- og hópaverkefnum. Ef aðstæður leyfa þá vinna hópar stærra hópaverkefni.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Verktaka- og útboðsréttur

Þetta valnámskeið lagadeildar, L-731-VUTB Verktaka- og útboðsréttur, hentar meistaranemum og nemum á lokaári grunnnáms. Það getur flýtt fyrir nemendum sem eru í laganámi. Helstu efnisþættir námskeiðsins verða sem segir hér að neðan. Um hvert efni getur verið að ræða hvort heldur fyrirlestur, umræðutími eða verkefnaskil og verður nánar tilkynnt um það síðar. 1. Almennur inngangur. Kynning á greininni og helstu heimildum, þ.e. réttarheimildum, fræðiritum og verksamningastöðlum, svo sem ÍST-30. Hugtökin ‘verksamningur', ‘útboð' og skyld atriði. 2. Gerð verksamninga – útboð. Lög um útboð og opinber innkaup. Fjármögnun framkvæmda. 3. Túlkun verksamninga. ‘Aukaverk' og breytingar á verki. 4. Helstu skyldur verktaka og verkkaupa. Gagnkvæmar skyldur aðila. 5. Áhættuskipti milli samningsaðila. 6. Bótaábyrgð gagnvart þriðja manni. Umboð og ábyrgð tækniráðgjafa. 7. Almennt um vanefndir verksamninga og um réttaráhrif þeirra. 8. Skiladráttur á verki og afleiðingar hans. 9. Gallar á verki og réttaráhrif þeirra. 10. Brottfall vanefndaheimilda verkkaupa. Greiðsludráttur á verkkaupi. 11. Lausn ágreiningsmála í verktaka- og útboðsmálum. 

 • Deild: Lagadeild
 • Tímabil: 9. júní - 9. júlí
 • Lengd: Alls 6-9 vikur.
 • Einingar: 7,5
 • Tilhögun náms: Blanda af staðarnámi og fjarnámi. 
 • Námsmat: Skriflegt verkefni 50%, munnlegt lokapróf 14. júlí 50%

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Stærðfræði II: Stærðfræðigreining falla af fleiri breytistærðum

Námskeiðið T-201-STA2 Stærðfræði II fjallar um stærðfræðigreiningu raungildra falla af mörgum breytistærðum og að auki um runur og raðir. Farið er í: Stikun ferla, ferð agnar í rúminu, bogalengd og ferilheildi. Helstu eiginleika falla af fleiri breytistærðum; markgildi, samleitni, diffranleika, afleiður, línulega nálgun og útgildi. Heildi í 2 og 3 víddum, pólhnit, kúluhnit, sívalningshnit. Varðveitin vektorsvið, mætti, flatarheildi vektorsviðs. Setningar Stokes, Green og Gauss. Í umfjöllun um runur og raðir er fjallað um: Samleitnipróf. Kvótaraðir, p-raðir, kíkisraðir, veldaraðir, Taylor-raðir.

 • Deild: Verkfræðideild
 • Tímabil: 2. júní – 3. júlí, kl. 9-16
 • Lengd: 5 vikur (frí 17. júní)
 • Einingar: 6
 • Tilhögun náms: Blandað staðar- og fjarnám, með möguleika á að taka eingöngu í fjarnámi.
 • Námsmat: Lokaeinkunn í námskeiðinu reiknast eins og hér segir: skilaverkefni 30%, hlutapróf 30% (bestu 3 af fjórum gilda. Ekki verða haldin sjúkrapróf fyrir hlutapróf), lokapróf 40%.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Eðlisfræði II: Inngangur að rafsegulfræði 

Hlutverk námskeiðsins T-202-EDL2 Eðlisfræði II er að veita undirstöðu í grunnatriðum rafsegulfræðinnar og undirbýr nemandann fyrir áframhaldandi nám og þjálfun þar sem gert er ráð fyrir þessari þekkingu og getu. Margar tæknilausnir nútímans byggja á eiginleikum rafhleðslna og hvernig þær víxlverka við rafsvið og segulsvið. Í þessu námskeiði er farið í grunneiginleika rafhleðslna, rafsviðs, rafstraums og segulsviðs. Fjallað verður um tengsl þessara hugtaka, almennt nefnt ragsegulfræði, og hvernig hægt er nota þau t.d. til að reikna ýmsa eiginleika rafrása, loftneta og taugaboða. Eðlisfræðin eykur skilning á umhverfi okkar, náttúrunni og tækninni, og gefur innsýn sem hvetur og styður við skapandi hugsun við lausn verkefna.

 • Deild: Verkfræðideild
 • Tímabil: 7. júlí – 7. ágúst, kl. 9-16
 • Lengd: 5 vikur (frí 3. ágúst)
 • Einingar: 6
 • Tilhögun náms: Staðarnám með möguleika á fjarnámi að hluta.
 • Námsmat: Gerðar verða fjórar verklegar æfingar sem þarf að klára til að mega taka lokapróf. Lokaeinkunn í námskeiðinu reiknast eins og hér segir: skilaverkefni 20%, hlutapróf 20% (bestu 3 af fjórum gilda. Ekki verða haldin sjúkrapróf fyrir hlutapróf), verklegt 20%, lokapróf 40%.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Verknám í íþróttafræði 

Fyrir nemendur í BSc-námi í íþróttafræði við HR. Markmið E-410-PRAC Verknám samfélag er að nemendur kynnist margvíslegum störfum og fái tækifæri til að þjálfa /starfa með stuðningi og leiðsögn íþróttafræðings/íþróttakennara eða aðila með sambærilega menntun. Gert er ráð fyrir að nemendur fylgist með og kenni að meðaltali 4 -6 tíma á dag eða samtals u.þ.b. 90 tíma.

 • Deild: Íþróttafræðideild
 • Tímabil: 22. júní - 14. júlí
 • Lengd: 3 vikur
 • Einingar: 6
 • Tilhögun náms: Verknám

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Vettvangsnám í sálfræði 

Fyrir BSc-nema á leið á 3. ár í sálfræði við HR. 

 • Deild: Sálfræðideild
 • Tímabil: 8. júní – 15. ágúst, eftir því hvað hentar viðkomandi nemenda og stofnun
 • Lengd: 8 vikur.
 • Einingar: 6.
 • Tilhögun náms: Námið fer að mestu fram staðbundið hjá stofnunum og fyrirtækjum en einnig fá nemendur leiðsögn frá kennara í HR, bæði staðbundna og í fjarnámi.
 • Námsmat: Tímaskráning á vinnustundum í vettvangsnámi (á vettvangi), vinnuskýrslur sem teknar eru saman í lokaskýrslu til leiðbeinanda við HR auk kynningar fyrir samnemendur og leiðbeinanda.

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Stýrikerfi 

Námskeiðið T-215-STY1 Stýrikerfi fer yfir öll helstu atriði stýrikerfa og er skyldunámskeið fyrir BSc-nemendur í tölvunarfræðideild sem hafa lokið nauðsynlegum undanförum. Námskeiðið er kennt á ensku. 

 • Deild: Tölvunarfræðideild
 • Tímabil: Frá 2 júní til 4 ágúst
 • Lengd: 8-9 vikur
 • Einingar: 6
 • Tilhögun náms: Kennt í fjarnámi með vikulegum skilum og lokaprófi.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Lokaverkefni í iðn- og tæknifræðideild

Námskeiðið gerir nemendum í iðn- og tæknifræðideild kleift að nýta sumarið í lokaverkefni sín. Verkefnið er hönnunar- eða rannsóknarverkefni, valið í samráði við umsjónarkennara. Áhersla er lögð á skipuleg og tæknileg vinnubrögð við gagnasöfnun og skilgreiningu markmiða, skilgreiningu vandamála, lausnaleit, úrvinnslu og skýrslugerð. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.

 • Deild: Iðn- og tæknifræðideild
 • Tímabil: ákveðið í samráði við kennara
 • Lengd: 12 vikur í iðnfræði/15 vikur í tæknifræði
 • Einingar: 12 ECTS í iðnfræði/24 ECTS í tæknifræði
 • Áætlaður fjöldi: 1 per verkefni
 • Tilhögun náms: Blandað
 • Námsmat: Lokaverkefni, verkefnið er kynnt og varið munnlega, að viðstöddum umsjónarkennara, leiðbeinendum og prófdómara utan skólans.

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Ný tækni 

Markmiðið með námskeiðinu T-611-NYTI Ný tækni er að nemendur geti kynnt sér og kveikt áhugann á nýrri tækni og hvað framtíðin felur í sér. Kennt á ensku. Námskeiðið er opið öllum

 • Deild: Tölvunarfræðideild
 • Tímabil: 2. júní til 4. ágúst
 • Lengd: 8-9 vikur
 • Einingar: 6
 • Tilhögun náms: Fjarnám
 • Námsmat: Vikuleg skil og lokaskýrsla.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Marketing in Turbulent Times 

Hvernig geta fyrirtæki staðið sig betur í markaðssetningu og hjálpað hagkerfinu? Hvaða fyrirtæki/geirar/lausnir hafa sérstök tækifæri? Kennt á ensku.

 • Deild: Viðskiptadeild
 • Tímabil: 2. júní - 30. júní
 • Lengd: 4 vikur
 • Einingar: 6
 • Tilhögun náms: Fjarkennsla/stafrænt nám. 
 • Námsmat: Námsmat fer fram með þremur verkefnum. 

 1. Hver og einn nemandi finnur greinar í fjölmiðlum þar sem ástandi fyrirtækja er lýst. Þ.e.a.s. fyrirtækjum sem að eru í vanda stödd eða þau sem að hafa fengið augljós tækifæri vegna Covid 19. Mælt er með því að nemarnir finni bæði. Hver nemandi skilar inn tveimur kynningum yfir námstímann þar sem að hann greinir markaðslegar áskoranir viðkomandi fyrirtækja. Sumir nemar verða beðnir um að kynna og fjalla um sínar greiningar (oft þeir sem að skila inn bestu verkefnunum). Gildir 15%.
 2. Nemendur, fjórir til fimm, finna fyrirtæki sem að þeir vilja greinar betur. Þeir leita eftir fyrirliggjandi gögnum og framkvæma eigin rannsóknir með því til dæmis að skoða ýmsa snertifleti svo sem eins og að skoða fyrirtækið í starfsemi, t.d. með því að skoða verslunina, vefsvæði, samskiptamiðla. Einnig eru nemendur beðnir um að gera viðtöl og nota spurningalista þar sem að þeir reyna að skila áskoranir neytenda, stjórnenda og ýmissa annarra hagsmunaaðila. Hver og einn nemi skilar inn skýrslu og sumir nemarnir verða beðnir um að kynna niðurstöður sínar. Gildir 35%.
 3. Sami hópur og í verkefninu hér að ofan gerir markaðsplan fyrir fyrirtækið þar sem því er svarað hvernig fyrirtækið geti brugðist við krísunni. Gildir 50%.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is


Rekstrarstjórnun

V-311-OPMA Rekstrarstjórnun. Kynning á rekstrarstjórnun og tengslum hennar við aðra þætti í rekstri fyrirtækja. Þróun rekstrar- og ferlastjórnunar. Markmið og viðfangsefni rekstrarstjórnunar. Áhrif magns og úrvals (vöru- eða þjónustuúrvals) á: ferlahönnun; skipulag vinnusvæðis (layout); val á tækjum og búnaði; og starfahönnun. Eiginleikar aðfangakeðjunnar og stjórnun hennar. Val á stað-setningu. Spár og spálíkön til að spá fyrir um eftirspurn. Áætlanir og stjórnun afkastagetu. Mismunandi leiðir til að bregðast við sveiflum í eftirspurn. Notkun á OEE til að meta afkastagetu. Hagkvæmasta pöntunar- og framleiðslumagn. Kerfi til að stýra birgðum. JIT aðferðir við stjórnun birgða. Framleiðsluáætlanir og MRP. Samhæfður viðskiptahugbúnaður (ERP). Verkefnastjórnun. Mælingar í rekstri fyrirtækja, viðmið (benchmarking) og stefnumiðað árangursmat (balanced scorecard). Gæðaeftirlit og greining gæðavandamála. Umbætur og umbótaaðferðir. Forgangsröðun umbótaverkefna. Róttækar breytingar á viðskiptaferlum (business process reengineering) borið saman við stöðugar (og oft litlar) breytingar (continous improvement). Mótun rekstrarstefnu og tengsl hennar við viðskiptastefnu. Skipulag fyrirtækja og mikilvægi heildarferla í skipulagi fyrirtækja og stefnumótun. Ferlahugtakið og ferlamiðuð fyritæki. Lean stjórnunarkerfið (straumlínustjórnun). Altæk gæðastjórnun (TQM) og Six Sigma.

 • Deild: Viðskiptadeild
 • Fyrir hverja: Skyldunámskeið – opið fyrir nemendur í HR og úr öðrum skólum.
 • Tímabil: 2. júní – 30. júní 
 • Lengd: 4 vikur
 • Einingar: 6
 • Tilhögun náms: Fyrirlestrar verða rafrænir (upptökur), námskeiðið er kennt á ensku. Einu sinni í viku hittast nemendur á Microsoft Teams. 2-3 verkefni verða lögð fyrir í hverri viku.
 • Námsmat: Verkefnavinna og lokapróf.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Hagnýt upplýsingatækni 

Í námskeiðinu V-206-UPLT Hagnýt upplýsingatækni er farið yfir alla helstu þætti upplýsingatækninnar sem snúa að stjórnendum og sérfræðingum fyrirtækja. Lögð er rík áhersla á að skoða upplýsingatæknina sem verkfæri sem nýtist bæði til að skapa ný viðskiptatækifæri og til að hagræða í rekstri. Nemendur kynnast vel þeim hugbúnaðarlausnum sem best henta viðskiptalífinu á hverjum tíma og kynnast þeim aðferðum sem notaðar eru við val á slíkum lausnum. Nemendur kynnast helstu þáttum hugbúnaðarþróunar með áherslu á þarfagreiningu og prófanir. Farið er yfir grundvallaratriðin í uppbyggingu venslaðra gagnagrunna og læra nemendur að sækja gögn úr slíkum gagnagrunnum til að vinna með í rekstrarlegum tilgangi. Nemendur kynnast þannig meðal annars vöruhúsi gagna og gagnateningum.

 • Deild: Viðskiptadeild
 • Fyrir hverja: Skyldunámskeið – opið fyrir nemendur í HR og úr öðrum skólum.
 • Tímabil: 8. júní – 7. ágúst
 • Lengd: 9 vikur
 • Einingar: 6
 • Tilhögun náms: Fyrirlestrar verða rafrænir (upptökur).
 • Námsmat: 
  30% - 8 stöðupróf (netpróf) úr völdum köflum.
  20% - Einstaklingsverkefni sem tengist greiningu á þekktu fyrirtæki.
  20% - Hópverkefni sem tengist því að vinna með gögn og viðskiptagreindarlausn (BI.)
  20% - Einstaklingsverkefni sem tengist því að vinna með viðskiptaferlakerfi (ERP.)
  10% - Lokapróf (netpróf) úr öllum köflum.
  Nemandi má sleppa einu stöðuprófi yfir önnina og 7 bestu af 8 stöðuprófum gilda til lokaeinkunnar. Nemandi verður að ná „staðið“ að lágmarki (50%) í stöðuprófum sjö og í lokaprófinu.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Fullnusturéttarfar 

Þetta námskeið, L-604-FURE Fullnusturéttarfar, er opið nemendum í lögfræði við HR (á lokaári grunnnáms eða í meistaranámi) og nemendum í lögfræði við aðra háskóla. Gerð verður grein fyrir aðfarargerðum en þær eru framkvæmdar til að knýja fram efndir á skuldbindingum manna samkvæmt fullgildri aðfararheimild. Sérstaklega verður fjallað um fjárnám, innsetningargerðir og útburðargerðir. Farið verður yfir aðfaraheimildir, almennar málsmeðferðarreglur aðfarar og þau atriði sem hagnýta þýðingu hafa í þeim efnum. Fjallað verður um aðkomu dómstóla að aðfarargerðum á fyrstu stigum og um ágreiningsmál vegna aðfarargerða. Þá verður gerð grein fyrir lagareglum um bráðabirgðagerðir en þær eru kyrrsetning, löggeymsla og lögbann. Fjallað verður um skilyrði þessara gerða og réttarfar í málum er tengjast þeim.

 • Deild: Lagadeild
 • Tímabil: 8. júní - 29. júní
 • Lengd: 5-8 vikur
 • Einingar: 7,5
 • Tilhögun náms: Blandað
 • Námsmat: Símat og lokapróf (50/50)

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Skuldaskilaréttur 

Þetta námskeið, L-830-BALA Skuldaskilaréttur, er opið nemendum í lögfræði við HR (á lokaári grunnnáms eða í meistaranámi) og nemendum í lögfræði við aðra háskóla. Fjallað verður um skuldaskilaréttinn almennt, þ.e. greiðslustöðvun, nauðasamninga og gjaldþrotaskipti. Rætt verður meðal annars um skilyrði og tilgang greiðslustöðvunar. Þá verður farið yfir meðferð greiðslustöðvunarbeiðni fyrir dómi og um réttaráhrif og lok greiðslustöðvunar. Farið verður yfir helstu reglur um nauðasamningsumleitun svo og framkvæmd og staðfestingu nauðasamnings. Einnig um réttaráhrif nauðasamninga. Þá verður fjallað um gjaldþrotaskipti, um aðdraganda þeirra og skilyrði þess að kröfuhafar og skuldari sjálfur geti krafist gjaldþrotaskipta. Þá verður fjallað um gjaldþrotaúrskurði og réttaráhrif þeirra. Farið verður yfir reglur um skipun skiptastjóra, hæfiskröfur sem til hans eru gerðar og störf hans almennt. Fjallað verður um skiptastjórn, þ.m.t. innköllun krafna, lýsingu þeirra og rétthæð, gerð kröfuskrár, skiptafundi, skýrslutökur af skuldara, rekstur ágreiningsmála vegna gjaldþrotaskipta og um lok gjaldþrotaskipta. Jafnframt verður farið rækilega yfir endurheimt verðmæta við gjaldþrotaskipti, þ.m.t. riftunarreglur og rekstur riftunarmála. Skoðuð verða raunhæf dæmi um framkvæmd greiðslustöðvunar, gerð nauðasamninga og skiptastjórn við gjaldþrotaskipti. Lögð verður áhersla á að tengja á að tengja námsefnið raunhæfum álitaefnum og viðfangsefnum.

 • Deild: Lagadeild
 • Tímabil: 10. júní - 10. júlí
 • Lengd: 5-8 vikur
 • Einingar: 7,5
 • Tilhögun náms: Blandað
 • Námsmat: Símat með lokaprófi (50/50)

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Kynhneigð í menningarlegu samhengi

Námskeið fyrir BSc-nema á leið á 2. og 3. ár í sálfræði við HR.

 • Deild: Sálfræðideild
 • Tímabil: 8. - 28. júní.
 • Lengd: 3 vikur.
 • Einingar: 6.
 • Tilhögun náms: Námskeiðið er kennt í fjarnámi og fer fram á ensku. 
 • Námsmat: Verkefni, umræður og próf.

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Upplýsingaþjóðfélagið 

Námskeiðið T-316-UPPL Upplýsingaþjóðfélagið fjallar um félagsleg, lagaleg og siðfræðileg efni er tengjast upplýsinga- og samskiptatækni í nútíma þjóðfélagi. Það er opið öllum nemendum. Kennt á íslensku.

 • Deild: Tölvunarfræðideild
 • Tímabil: 2 júní til 4 ágúst
 • Lengd: 8-9 vikur
 • Einingar: 6
 • Tilhögun náms: Fjarnám
 • Námsmat: Vikuleg skil og lokaskýrsla.

SKRÁNING

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Alþjóðlegur einkamálaréttur 

Þetta námskeið, L-761-PILA Alþjóðlegur einkamálaréttur, er opið nemendum í lögfræði við HR (á lokaári grunnnáms eða í meistaranámi) og nemendum í lögfræði við aðra háskóla. Alþjóðlegur einkamálaréttur kemur til skoðunar í þremur tilvikum. Í fyrsta lagi þegar fjallað er um lögsögu dómstóla, í öðru lagi þegar reynir á viðurkenningu og aðfararhæfi erlendra dóma og í þriðja lagi þegar ákvarða þarf lög hvers lands gildi í lögskiptum aðila. Í námskeiðinu verður gefið stutt yfirlit yfir alla þessa þrjá þætti. Námskeiðið er þannig uppbyggt að það sé hagnýtt fyrir nemendur þannig að þeir geti beitt reglum, sem fjallað er um, í framkvæmd t.d. með úrlausn lögfræðilegra álitamála. Fjallað verður um lagaskil á ýmsum réttarsviðum þar á meðal um Lúganósamninginn um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum sem lögfestur var hér á landi með lögum nr. 68/1995 sem og lagaskil á sviði samningaréttar, sbr. lög nr. 43/2000, þ.á m. hvaða samningar falli undir gildissvið laganna, samninga um lagaval, hvaða reglur gildi þegar ekki hefur verið samið um lagaval, hvaða ófrávíkjanlegar reglur gildi samkvæmt lögunum, reglur um efnislegt og formlegt gildi samnings og fjölmörg önnur atriði er þýðingu hafa þegar reynt er að komast að niðurstöðu um það hvers lands lögum skuli beita við úrlausn álitaefna sem rísa kunna um samningaskuldbindingar sem tengjast fleiri en einu landi.

 • Deild: Lagadeild
 • Tímabil:  9. júní - 30. júní
 • Lengd: 3-5 vikur
 • Einingar: 3,75
 • Tilhögun náms: Blandað
 • Námsmat: Símat

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Hagnýt stærðfræði I

Námskeiðið V-104-STÆR. Stærðfræði er mikilvæg undirstaða náms og starfa innan viðskiptafræði og hefur tengingu við flest sérsvið fræðigreinarinnar. Þessu námskeiði er ætlað að búa nemendur undir að takast á við verkefni á þessum sviðum. Þetta námskeið er ætlað þeim nemendum HR sem ekki luku námskeiðinu á haustönn 2019.

Umfjöllunarefni: Notkun logra og veldisvísisfalla við vaxtaútreikning, t.d. samfellda vexti. Undirstöðuatriði í runum og röðum. Núvirðing og framtíðarvirðing endanlegs og óendanlegs tekjustreymis í ósamfelldum og sammfelldum tíma. Undirstöðuatriði í fylkjareikningi. Línuleg bestun. Lausn hagrænna vandamála með aðstoð stærðfræðigreiningar. Hámörkun og lágmörkun með og án hliðarskilyrða. Hvelfd og kúpt föll. Margvíð stærðfræðigreining. Heildun. Hlutafleiður. Lagrange-aðferðir.

 • Deild: Viðskiptadeild
 • Fyrir hverja: Einungis fyrir nemendur sem sátu námskeiðið á haustönn 2019
 • Tímabil: 8. júní - 10. júní 
 • Lengd: 4 vikur
 • Einingar: 6
 • Tilhögun náms: Fyrirlestrar verða rafrænir (upptökur) og einnig dæmatímar. Fyrirspurnar/kennslutímar fara fram í HR einu sinni í viku, tvo tíma í senn. Í þessa tíma er skyldumæting!
 • Námsmat: 30% verkefni, 30% miðannarpróf, 40% lokapróf.

Nemendur HR senda tölvupóst á nemendaskra@ru.is

Opni háskólinn býður einnig upp á fjölbreytt úrval sumarnámskeiða


Var efnið hjálplegt? Nei