Keppnisreglur

Keppninni er skipt í tvær deildir eftir erfiðleikastigi:

Í hverju liði mega vera þrír keppendur. Lið velja sér eina deild/erfiðleikastig. 


Rökhugsunardeildin (erfiðleikastig 2)

Keppendur leysa verkefni sem reyna á rökhugsun og útfærslu á lausnaraðferðum.

Byrjunardeildin (erfiðleikastig 1)

Er fyrir nemendur sem eru byrjendur en hafa áhuga á að kynna sér forritun. Aðstandendur keppninnar vilja fá sem flesta nemendur til að taka þátt í þessari deild, t.d. nemendur sem hófu nám í forritun nú í haust.

Forritunarmál 

Hvert lið velur hvaða forritunarmál það vill vinna í. Forritunarmál geta t.d. verið: Java, C++, C# eða Python. Lið getur valið sér annað þróunarumhverfi enda hafi það tilgreint við skráningu hvaða þróunarumhverfi það vill nota. Umsjónaraðilar keppninnar þurfa að samþykkja það.

Hvað má - og hvað má ekki?

Keppendum er heimilt að nota vefinn og hvers konar upplýsingarit. Sé notað aðfengið efni t.d. af vefnum skulu keppendur gera grein fyrir því. Það er hins vegar með öllu óheimilt að hafa samband við einstaklinga utan keppninnar um lausn verkefnanna.


Var efnið hjálplegt? Nei