Keppnisreglur

Keppnin er ekki eingöngu ætluð þeim sem hafa reynslu af forritun fyrir heldur er hún fyrir alla framhaldsskólanema, jafnt þá sem hafa lært forritun sem og aðra. Við hvetjum því alla til að koma og prófa.

Keppninni er skipt í þrjár deildir eftir erfiðleikastigi:

Í hverju liði mega vera þrír keppendur. Lið velja sér eina deild/erfiðleikastig. 

Erfiðleikastig: 

  • Delta: Ætlað byrjendum eða þeim sem eru rétt farnir að kynnast forritun. Æskileg kunnátta er einföld strengjavinnsla, inntak, úttak, if setningar og einfaldar lykkjur. 
  • Beta: Millistig sem er ætlað til að brúa bilið á milli Delta og Alpha. Hér má búast við dæmum sem þarfnast flóknari útfærslu en í Delta, t.d. faldaðar lykkjur (e. nested loops),  flóknari strengjavinnsla og einföld reiknirit.
  • Alpha: Ætlað þeim sem hafa mikinn áhuga á forritun og skara fram úr.  Bestu þátttakendum úr þessari deild verður boðið að taka þátt í æfingabúðum með því markmiði að velja í ólympíulið Íslands í forritun. 

Forritunarmál 

Hvert lið velur hvaða forritunarmál það vill vinna í. Forritunarmál geta t.d. verið: Java, C++, C# eða Python en hægt er að sjá öll forritunarmál sem eru í boði á þessum hlekk

Hvað má - og hvað má ekki?

Keppendum er heimilt að nota vefinn og hvers konar upplýsingarit. Sé notað aðfengið efni t.d. af vefnum skulu keppendur gera grein fyrir því. Það er hins vegar með öllu óheimilt að hafa samband við einstaklinga utan keppninnar um lausn verkefnanna.



Var efnið hjálplegt? Nei