Línuleg algebra

Lýsing
Fjallað er um fylkjareikning og beitingu hans, m.a. við lausn línulegra jöfnuhneppa.  Einnig eru teknir fyrir vektorar og beiting þeirra í rúmfræði. Ennfremur er fjallað um ákveður, eigingildi og eiginvektora. Farið er yfir rúmfræðilegar varpanir með tilvísun í tölvugrafík. Nánar um línulega algebru í kennsluskrá.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu skulu nemendur:  
Þekking:
·       
 • Kunna skil á undirstöðuatriðum í fylkjareikningi. 
 • Hafa kynnst grundvallaratriðum við lausn á línulegum jöfnuhneppum.
 • Hafa kynnst vektorreikningi og beitingu hans í rúmfræði.
 • Kunna skil á aðferðum við að reikna ákveður, eigingildi og eiginvektora. 
 • Hafa kynnst aðferðum til að hornalínugera fylki.
 • Þekkja grunnatriði varðandi línulegar varpanir.
 • Hafa kynnst notkun fylkja til að framkvæma varpanir í tölvugrafík.   
 • Hafa kynnst formlegum röksemdafærslum til að sanna reglur í námsefninu.   
Leikni (hæfni):
 • Geta leyst línuleg jöfnuhneppi með Gauss-eyðingu og fundið tilheyrandi einföld fylki.
 • Geta reiknað innfeldi og krossfeldi og ritað jöfnur fyrir beinar línur og plön.
 • Geta beitt vektorreikningi til að sanna rúmfræðireglur.
 • Geta reiknað ákveður og andhverf fylki.
 • ,Geta fundið eigingildi og eiginvektora fyrir fylki.    
 • Geta úrskurðað hvort hægt er að hornalínugera fylki og fundið í því tilviki viðeigandi fylki.
 • Geta beitt ójöfnu Cauchy-Schwarz til að sanna talnareglur.
 • Geta fundið vídd hlutrúms og grunn fyrir það, sér í lagi hornréttan grunn.
 • Geta fundið fylki fyrir línulegar varpanir í tvívíðu og þrívíðu rúmi.
 • Geta notað “homogeneous coordinates” til að framkvæma varpanir eins og gert er í tölvugrafík.      
 • Geta búið til sannanir fyrir ýmsar ólesnar reglur úr námsefninu.  


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei