Stöðuvélar og reiknanleiki

Lýsing
Aðalviðfangsefni þessa námskeiðs er fræðileg undirstaða tölvunarfræðinnar. Fjallað er um mismunandi gerðir stöðuvéla og tengsl þeirra við formlegar skilgreiningar á forritunarmálum. Ennfremur er fjallað um Turing vélar sem fræðilegt likan fyrir tölvu. Þá er fjallað um reiknanleika og þar með leysanleg og óleysanleg verkefni. Loks er farið dýpra í flækjustigsflokka reiknirita en gert hefur verið í fyrri námskeiðum og þar með auðleysanleg og torleysanleg verkefni.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • kynnist ýmsum helstu fræðilegum undirstöðuatriðum í tölvunarfræði.
  • kunni skil á ýmsum gerðum endanlegra stöðuvéla.
  • læri um formlegar skilgreiningar á forritunarmálum og tengsl þeirra við stöðuvélar.
  • læri um Turing vélar og reiknanleika.
  • öðlist dýpri fræðilegan skilning á flækjustigsflokkum fyrir reiknirit.


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei