Forritun

Lýsing
Þetta er inngangsnámskeið í forritun þar sem forritunarmálið C++ er notað. Fjallað er um grunneiningar í forritun, t.d.  breytur, tög, stýriskipanir, föll og benda. Jafnframt er lögð áhersla á innbyggðar gagnagrindur eins og fylki, strengi og vektora.  Hugtakið klasi er kynnt og hvernig það styður við hjúpun og upplýsingarhuld í hlutbundinni forritun. 
Námsmarkmið
Þekking.
Nemandinn:
 • Geti lýst hvað felst í hugtökunum hjúpun, upplýsingahuld og hugrænt gagnatag. 
 • Geti lýst hvernig klasar styðja við ofangreind hugtök.
 • Skilji muninn á yfirlýsingu (skilum) og útfærslu.
Leikni .
Nemandinn geti:
 • Notað samþætt þróunarumhverfi (IDE)  til að þróa og þýða forrit. 
 • Útfært, prófað, aflúsað, breytt og útskýrt forrit sem notar eftirfarandi grunneiningar í forritun: breytur, tög, segðir og gildisveitingar, einfalt inntak/úttak, skilyrðissetningar, endurtekningar, fylki og föll.
 • Valið viðeigandi skilyrðissetningar og endurtekningar fyrir tiltekið verkefni.
 • Beitt ofansækinni hönnun til að brjóta forrit upp í smærri einingar.
 • Beitt mismunandi aðferðum við stikun færibreytna. 
 • Skrifað forrit sem nota benda og kvikleg fylki. 
 • Beitt fjölbindingu í tengslum við aðgerðir. 
 • Greint, útfært, prófað, aflúsað, breytt og útskýrt forrit sem notar klasa.
Hæfni
Nemandinn geti:
 • Hannað og þróað forrit fyrir vandamál sem lýst er á almennan hátt.

Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Ingibjörg heldur á fartölvu og hallar sér upp á skáp á ganginum í HR

Ingibjörg Edda Snorradóttir: tölvunarfræði

Stærðfræði hefur alltaf verið uppáhaldsfagið mitt og að leysa flókin verkefni er það sem mér finnst mest gefandi við þetta nám. Tölvunarfræði er skemmtilegt fag sem býður upp á miklu fleiri möguleika en ég hafði gert mér grein fyrir, bæði hvað varðar framhaldsnám og starfsmöguleika. Ég hef aðeins fengið að kynnast því hvernig það er að starfa sem tölvunarfræðingur þegar ég vann raunverulegt verkefni í samstarfi við fyrirtæki. Ég vann það í hóp sem fékk að starfa í algjörlega nýju umhverfi sem var mjög lærdómsríkt.