Forritun

Lýsing
Þetta er inngangsnámskeið í forritun þar sem forritunarmálið C++ er notað. Fjallað er um grunneiningar í forritun, t.d.  breytur, tög, stýriskipanir, föll og benda. Jafnframt er lögð áhersla á innbyggðar gagnagrindur eins og fylki, strengi og vektora.  Hugtakið klasi er kynnt og hvernig það styður við hjúpun og upplýsingarhuld í hlutbundinni forritun. 
Námsmarkmið
Þekking.
Nemandinn:
 • Geti lýst hvað felst í hugtökunum hjúpun, upplýsingahuld og hugrænt gagnatag. 
 • Geti lýst hvernig klasar styðja við ofangreind hugtök.
 • Skilji muninn á yfirlýsingu (skilum) og útfærslu.
Leikni .
Nemandinn geti:
 • Notað samþætt þróunarumhverfi (IDE)  til að þróa og þýða forrit. 
 • Útfært, prófað, aflúsað, breytt og útskýrt forrit sem notar eftirfarandi grunneiningar í forritun: breytur, tög, segðir og gildisveitingar, einfalt inntak/úttak, skilyrðissetningar, endurtekningar, fylki og föll.
 • Valið viðeigandi skilyrðissetningar og endurtekningar fyrir tiltekið verkefni.
 • Beitt ofansækinni hönnun til að brjóta forrit upp í smærri einingar.
 • Beitt mismunandi aðferðum við stikun færibreytna. 
 • Skrifað forrit sem nota benda og kvikleg fylki. 
 • Beitt fjölbindingu í tengslum við aðgerðir. 
 • Greint, útfært, prófað, aflúsað, breytt og útskýrt forrit sem notar klasa.
Hæfni
Nemandinn geti:
 • Hannað og þróað forrit fyrir vandamál sem lýst er á almennan hátt.


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Þrír nemendur í Harry Potter gervi á árshátíð benda á myndavélina

Jóhanna María Svövudóttir: formaður Tvíundar

Við erum með vísindaferðir, sem eru skoðunarferðir um fyrirtæki í upplýsingatækni, og aðra viðburði á föstudögum. Svo má nefna Nýnemadjammið sem var haldið í byrjun skólaárs en þar var ísinn brotinn og við skemmtum okkur saman. Við höldum árshátíð þar sem við fórum í betri fötin og fögnum lífinu saman en þemað í ár var Harry Potter. Svo verður að minnast á keppni milli Tvíundar og Nörds, nemendafélags tölvunarfræðideildar HÍ um hinn stórglæsilega titil Ofurnörd síðasta vor.