Forritunarmál

Lýsing

Þetta námskeið fjallar um grundvallaratriði forritunarmála. Farið er í aðferðir til að lýsa forritunarmálum og helstu einingar þýðanda eru kynntar. Einkennandi þættir stefjuforritunarmála eru skoðaðir; sérstaklega m.t.t. nafna, gildissviðsreglna og stefjukvaðninga. Farið er yfir helstu eiginleika hlutbundinna forritunarmála. Fallaforritunarmálum eru gerð skil og áhersla lögð á Lambdareikning og tengsl hans við fallaforritun. Að lokum er rökforritun kynnt. Nemendur kynnast eiginleikum  ýmissa forritunarmála og vinna forritunarverkefni í hluta þeirra. 

Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
 • Geta útskýrt formlegar aðferðir sem notaðar eru við lýsingu á forritunarmálum.
 • Þekkja hlutverk einstakra eininga í þýðendum
 • Geta lýst kyrrlegum og kviklegum gildissviðsreglum
 • Geta útskýrt keyrslustafla og hlutverk og útfærslu kvaðningafærslna
 • Geta skilgreint ferla- og gagnaútdrátt
 • Þekkja helstu eiginleika hlutbundinna forritunarmála
 • Þekkja helstu eiginleika fallaforritunarmála
 • Þekkja helstu eiginleika rökmála
 • Geta lýst straumum og stefnum í gerð forritunarmála fyrr og nú
 • Geta notað og skilgreint samhengisfrjálsar mállýsingar fyrir einföld forritunarmál.
 • Geta forritað einfaldan þýðanda.
 • Geta forritað í fallaforritunarmáli.
 • Geta forritað í rökmáli

Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Tómas Arnar heldur ræðu á útskrift HR

Tómas Arnar Guðmundsson: hugbúnaðarverkfræði

Ég byrjaði í öðru námi þar sem við þurftum að taka nokkra tölvunarfræðikúrsa og ég fann að ég vildi gera meira af því. Í hugbúnaðarverkfræðinni fannst mér allir kúrsarnir skemmtilegir. Ég hugsaði með mér að kannski ætti ég bara að læra það sem mér finnst skemmtilegast.