Forritunarmál

Lýsing

Þetta námskeið fjallar um grundvallaratriði forritunarmála. Farið er í aðferðir til að lýsa forritunarmálum og helstu einingar þýðanda eru kynntar. Einkennandi þættir stefjuforritunarmála eru skoðaðir; sérstaklega m.t.t. nafna, gildissviðsreglna og stefjukvaðninga. Farið er yfir helstu eiginleika hlutbundinna forritunarmála. Fallaforritunarmálum eru gerð skil og áhersla lögð á Lambdareikning og tengsl hans við fallaforritun. Að lokum er rökforritun kynnt. Nemendur kynnast eiginleikum  ýmissa forritunarmála og vinna forritunarverkefni í hluta þeirra. 

Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
 • Geta útskýrt formlegar aðferðir sem notaðar eru við lýsingu á forritunarmálum.
 • Þekkja hlutverk einstakra eininga í þýðendum
 • Geta lýst kyrrlegum og kviklegum gildissviðsreglum
 • Geta útskýrt keyrslustafla og hlutverk og útfærslu kvaðningafærslna
 • Geta skilgreint ferla- og gagnaútdrátt
 • Þekkja helstu eiginleika hlutbundinna forritunarmála
 • Þekkja helstu eiginleika fallaforritunarmála
 • Þekkja helstu eiginleika rökmála
 • Geta lýst straumum og stefnum í gerð forritunarmála fyrr og nú
 • Geta notað og skilgreint samhengisfrjálsar mállýsingar fyrir einföld forritunarmál.
 • Geta forritað einfaldan þýðanda.
 • Geta forritað í fallaforritunarmáli.
 • Geta forritað í rökmáli


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Ingibjörg heldur á fartölvu og hallar sér upp á skáp á ganginum í HR

Ingibjörg Edda Snorradóttir: tölvunarfræði

Stærðfræði hefur alltaf verið uppáhaldsfagið mitt og að leysa flókin verkefni er það sem mér finnst mest gefandi við þetta nám. Tölvunarfræði er skemmtilegt fag sem býður upp á miklu fleiri möguleika en ég hafði gert mér grein fyrir, bæði hvað varðar framhaldsnám og starfsmöguleika. Ég hef aðeins fengið að kynnast því hvernig það er að starfa sem tölvunarfræðingur þegar ég vann raunverulegt verkefni í samstarfi við fyrirtæki. Ég vann það í hóp sem fékk að starfa í algjörlega nýju umhverfi sem var mjög lærdómsríkt.