Gagnasafnsfræði

Lýsing
Í námskeiðinu eru tekin fyrir hugtök og forsendur í töflugagnagrunna. Farið er ítarlega í SQL, sem og hönnun gagnagrunna. Þá eru kynnt helstu tæknileg atriði sem liggja að baki gagnagrunnskerfa, s.s. gerð vísa (indexa), úrvinnsla og bestun fyrirspurna, hreyfingar, læsingar og endurbygging gagnagrunna. Að lokum eru kynnt ný hugtök í tengslum við gagnasafnsfræði og vöruhús gagna og viðskiptagreind kynnt
Námsmarkmið
 Þekking
 • Þekkja hvernig gagnagrunnar framkvæma bestun fyrirspurna
 • Þekkja SQL fyrirspurnamálið nokkuð ítarlega
 • Þekkja þau tákn sem notuð eru við gerð einindavenslarita
 • Kunna skil á notkun vísa (indexa) í gagnagrunnum
 • Kunna skil á B+trjám og hvernig þau eru notuð til að útfæra vísa
 • Þekkja notkun læsinga og hvernig þær mynda mismunandi einangrunarstig
 • Þekkja hugtakið deadlock og skilja hvaða aðstæður geta skapað deadlock
 • Skilja hvernig endurbygging gagnagrunna er framkvæmd með notkun log skráa, læsinga og hreyfinga.
Leikni (þjálfun).
 • Þekkja og geta notað töflugagnagrunna
 • Hafi öðlast þjálfun í gerð einindavenslarita
 • Öðlast leikni í að notað SQL fyrirspurnamálið til að sækja upplýsingar úr gagnagrunni.
 • Geta notað hreyfingar (e. transactions), gikki (e. triggers) og sýnir (e. view) í SQL fyrirspurnum.
Hæfni (sköpun).
 • Geti notað einindavenslarit við hönnun gagnagrunna
 • Geta notað staðalformsgreiningu (normalisering) og fallákveður til að greina og hanna töflugagnagrunna.
Ég sem nemandi í þessu námskeiði …
 • Skilji grunnhugtök í gagnasafnsfræði
 • Nái tökum á að hanna hugtakalíkan fyrir gagnagrunnshögun (Conceptual Database Design)
 • Nái tökum á lykilþáttum fyrirspurnamálsins SQL
 • Skilji hvaða tól og tæki atvinnulífið er að nota í dag í tengslum við uppbyggingu gagnasafna
 • Geti hannað og þróað vefkerfi sem byggir á gagnasafni í SQL gagnagrunni
 • Gangi frá námskeiðinu og sé með skilning á því hvernig gagnasafnsfræði getur nýst mér í leik og starfi


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Þrír nemendur í Harry Potter gervi á árshátíð benda á myndavélina

Jóhanna María Svövudóttir: formaður Tvíundar

Við erum með vísindaferðir, sem eru skoðunarferðir um fyrirtæki í upplýsingatækni, og aðra viðburði á föstudögum. Svo má nefna Nýnemadjammið sem var haldið í byrjun skólaárs en þar var ísinn brotinn og við skemmtum okkur saman. Við höldum árshátíð þar sem við fórum í betri fötin og fögnum lífinu saman en þemað í ár var Harry Potter. Svo verður að minnast á keppni milli Tvíundar og Nörds, nemendafélags tölvunarfræðideildar HÍ um hinn stórglæsilega titil Ofurnörd síðasta vor.