Greining og hönnun hugbúnaðar

Lýsing
Í áfanganum verða skoðaðar aðferðir við framsetningu og skipulag á kröfum til hugbúnaðar og hönnunar hans. Þarfir notandans og högun kerfa eru teiknuð upp og samvinna við notandann æfð. Nemendur læra mismunandi hönnunaraðferðir við hugbúnaðarþróun og hönnun notendaviðmóts. Aðal áherslan er á iðkun mismunandi aðferða við kröfugerð, greiningu, hönnun og prófanir á fyrstu stigum hugbúnaðarþróunar.
Námsmarkmið
Meginmarkmið námskeiðsins eru:
 • Geta greint og hannað meðalstór tölvukerfi 
 • Geta greint tölvukerfi með tilliti til þarfa notenda 
 • Geta hannað innviði tölvukerfa sem styðja við þarfir notenda 
 • Geta framkvæmt prófanir, bæði á greiningu, hönnun sem og aðrar gerðir prófana 

Eftir að hafa lokið þessu námskeiði ættu nemendur að geta:
 • Beitt algengum aðferðum við greiningu á meðalstórum hugbúnaðarkerfum, og geta með þeim skilgreint lykilkröfur ásamt því að greina þarfir notenda. 
 • Lýst kröfum til virkni og öðrum kröfum. 
 • Stýrt athugun á kröfugreiningu, og notað bestu aðferðir við að meta gæði hennar. 
 • Notað almenna, óformlega aðferð við að skilgreina kröfur til meðalstórra hugbúnaðarkerfa. 
 • Hannað notendaviðmót kerfis, bæði með pappírs- og stafrænum frumgerðum. 
 • Þekkt nokkrar grundvallarreglur við hönnun notendaviðmóts, og nefnt helstu staðla og leiðbeiningar við hönnun notendaviðmóts. 
 • Metið frumgerðir með notendum til að geta aðlagað kröfur til kerfis. 
 • Fjallað um hvað einkenni góða hönnun hugbúnaðar. 
 • Fjallað um á hvaða hátt hönnun tölvukerfis eða forrits gæti heppnast eða misheppnast vegna fjölbreytileika mannfólksins. 
 • Borið hlutbundna högun saman við aðrar aðferðir. 
 • Metið gæði á hönnun hugbúnaðar út frá lykil hönnunarhugtökum og grundvallaratriðum. 
 • Valið og beitt viðeigandi hönnunarmynstri við smíði á hugbúnaði. 
 • Skilgreint hönnun hugbúnaðar á meðalstóru hugbúnaðarverkefni, með kröfugreiningu, viðtekinni aðferðafræði við hönnun og viðeigandi framsetningu. 
 • Skipulagt endurmat á hönnun hugbúnaðar með viðeigandi leiðbeiningum. 
 • Metið hönnun hugbúnaðar á einstökum hlutum hans. 
 • Metið hönnun hugbúnaðar með tilliti til endurnýtanleika.

Fara á umsóknarvefGott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Ingibjörg heldur á fartölvu og hallar sér upp á skáp á ganginum í HR

Ingibjörg Edda Snorradóttir: tölvunarfræði

Stærðfræði hefur alltaf verið uppáhaldsfagið mitt og að leysa flókin verkefni er það sem mér finnst mest gefandi við þetta nám. Tölvunarfræði er skemmtilegt fag sem býður upp á miklu fleiri möguleika en ég hafði gert mér grein fyrir, bæði hvað varðar framhaldsnám og starfsmöguleika. Ég hef aðeins fengið að kynnast því hvernig það er að starfa sem tölvunarfræðingur þegar ég vann raunverulegt verkefni í samstarfi við fyrirtæki. Ég vann það í hóp sem fékk að starfa í algjörlega nýju umhverfi sem var mjög lærdómsríkt.