Inngangur að tölvunarfræði

Lýsing
Í áfanganum verður fjallað um grunnstoðir tölvunarfræðinnar, hlutverk hennar og skyldur í samfélaginu. Fjallað verður um reiknirit, tekin dæmi um þekkt reiknirit og nemendur fá æfingu í að skrifa sín eigin. Grunnatriðin í greinaskrifum og heimildanotkun verða tekin fyrir. Þá verður fjallað um efni eins og höfundarrétt, hugverkarétt, vernd persónuupplýsinga og öryggismál, þar á meðal dulkóðun. Saga tölvunarfræðinnar verður rakin, ásamt því að reynt verður að skyggnast fram í tímann og skoða hvað er framundan. Að lokum munu nemendur fá æfingu í að vinna með ýmiskonar tól og aðferðir, eins og mismunandi forritunarmál, að vinna með gagnagrunna og fleira.
Námsmarkmið
Þekking (miðlun) Nemendur:
 • vita hvað tölvunarfræði er, helstu hugmyndir og kenningar, og hvernig þær hafa haft áhrif á samfélagið
 • þekkja sögu tölvunarfræðinnar, og helstu fræðigreinar innan hennar
 • þekkja grunnatriðin í því hvernig stýrikerfi virkar
 • þekkja helstu tegundir viðmótsforrita, og geta skrifað einföld slík forrit
 • þekkja grunnstoðir internetsins
 • þekkja helstu tegundir forritunarmála
 • þekkja helstu atriði sem þarf að hafa í huga við skýrslugerð
 • geta fjallað um höfundarrétt, hugverkarétt, vernd persónuupplýsinga og öryggi 
Leikni (þjálfun) Nemendur:
 • geta skrifað einföld reiknirit
 • kunna að gefa einfaldar skipanir í skipanaham (e. console)
 • kunna að skrifa heimildaritgerð
 • geta skrifað einföld forrit sem stjórna smátækjum eins og Arduino
 • geta sett upp litla gagnagrunna, sótt úr þeim gögn og sett inn með SQL
Hæfni (sköpun) Nemendur:
 • geta beitt "computational thinking" á vandamál úr daglega lífinu


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Guðbjörn situr á borði sem er greinilega í herbergi sem er aðstaða nemenda

Guðbjörn Einarsson: meistaranám í tölvunarfræði

Þetta er mjög skemmtilegt nám og atvinnumöguleikarnir að því loknu frábærir. Tenging við atvinnulífið er sterk, sem gefur nemendum tækifæri til að kynnast raunverulegum verkefnum og gefur fyrirtækjum einnig tækifæri til að kynnast mögulegum framtíðarstarfsmönnum. Ég er til dæmis að vinna verkefni með fyrirtæki núna sem snýst um að taka helling af gögnum frá þeim og sjá hvort hægt sé að bæta tölfræðilegar spár þeirra með gervigreind.