Inngangur að tölvunarfræði

Lýsing
Í áfanganum verður fjallað um grunnstoðir tölvunarfræðinnar, hlutverk hennar og skyldur í samfélaginu. Fjallað verður um reiknirit, tekin dæmi um þekkt reiknirit og nemendur fá æfingu í að skrifa sín eigin. Grunnatriðin í greinaskrifum og heimildanotkun verða tekin fyrir. Þá verður fjallað um efni eins og höfundarrétt, hugverkarétt, vernd persónuupplýsinga og öryggismál, þar á meðal dulkóðun. Saga tölvunarfræðinnar verður rakin, ásamt því að reynt verður að skyggnast fram í tímann og skoða hvað er framundan. Að lokum munu nemendur fá æfingu í að vinna með ýmiskonar tól og aðferðir, eins og mismunandi forritunarmál, að vinna með gagnagrunna og fleira.
Námsmarkmið
Þekking (miðlun) Nemendur:
 • vita hvað tölvunarfræði er, helstu hugmyndir og kenningar, og hvernig þær hafa haft áhrif á samfélagið
 • þekkja sögu tölvunarfræðinnar, og helstu fræðigreinar innan hennar
 • þekkja grunnatriðin í því hvernig stýrikerfi virkar
 • þekkja helstu tegundir viðmótsforrita, og geta skrifað einföld slík forrit
 • þekkja grunnstoðir internetsins
 • þekkja helstu tegundir forritunarmála
 • þekkja helstu atriði sem þarf að hafa í huga við skýrslugerð
 • geta fjallað um höfundarrétt, hugverkarétt, vernd persónuupplýsinga og öryggi 
Leikni (þjálfun) Nemendur:
 • geta skrifað einföld reiknirit
 • kunna að gefa einfaldar skipanir í skipanaham (e. console)
 • kunna að skrifa heimildaritgerð
 • geta skrifað einföld forrit sem stjórna smátækjum eins og Arduino
 • geta sett upp litla gagnagrunna, sótt úr þeim gögn og sett inn með SQL
Hæfni (sköpun) Nemendur:
 • geta beitt "computational thinking" á vandamál úr daglega lífinu


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Tómas Arnar heldur ræðu á útskrift HR

Tómas Arnar Guðmundsson: hugbúnaðarverkfræði

Ég byrjaði í öðru námi þar sem við þurftum að taka nokkra tölvunarfræðikúrsa og ég fann að ég vildi gera meira af því. Í hugbúnaðarverkfræðinni fannst mér allir kúrsarnir skemmtilegir. Ég hugsaði með mér að kannski ætti ég bara að læra það sem mér finnst skemmtilegast.