Lokaverkefni

Lýsing
Lokaverkefni er þróun á raunhæfu hugbúnaðarverkefni í samvinnu við samstarfsaðila utan skólans og væntanlega notendur. Lokaverkefni skal vinna í 2-4 nemenda hópum undir leiðsögn verkefniskennara. Nemendur skrifa greinargóða verkefnisskýrslu og notendahandbók sem þeir leggja fram með hugbúnaðinum. Lokaverkefni er metið af verkefniskennara og tveimur prófdómurum frá HR. Matið er byggt á ofangreindum þáttum og er framkvæmt í nokkrum þrepum meðan nemendur vinna að verkefninu. Verkefnisvinnunni lýkur formlega með opinni kynningu í skólanum. Athugið: Til að geta skráð sig í lokaverkefni verða nemendur að vera búnir með að lágmarki 78 ECTS einingar.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • Vinni sjálfstætt að því að greina, hanna og útfæra nothæfan hugbúnað
  • Beiti viðurkenndum aðferðum við hugbúnaðargerð
  • Öðlist hagnýta þjálfun í verkefnisstjórn og samvinnu við notendur


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Ingibjörg heldur á fartölvu og hallar sér upp á skáp á ganginum í HR

Ingibjörg Edda Snorradóttir: tölvunarfræði

Stærðfræði hefur alltaf verið uppáhaldsfagið mitt og að leysa flókin verkefni er það sem mér finnst mest gefandi við þetta nám. Tölvunarfræði er skemmtilegt fag sem býður upp á miklu fleiri möguleika en ég hafði gert mér grein fyrir, bæði hvað varðar framhaldsnám og starfsmöguleika. Ég hef aðeins fengið að kynnast því hvernig það er að starfa sem tölvunarfræðingur þegar ég vann raunverulegt verkefni í samstarfi við fyrirtæki. Ég vann það í hóp sem fékk að starfa í algjörlega nýju umhverfi sem var mjög lærdómsríkt.