Reiknirit

Lýsing
Þetta námskeið kynnir mikilvægustu tegundir reiknirita og gagnagrinda í notkun í dag.  Sérstök áhersla er lögð á reiknirit fyrir röðun, leitun og net. Viðfangsefnið er að þróa útfærslur, greina eða mæla skilvirkni þeirra, og meta hversu vel þau gætu nýst í raunverulegum viðfangsefnum.
Námsmarkmið

Þekking (miðlun). Nemandinn geti:

·  Lýst skilvirkni helstu reiknirita fyrir röðun, leitun og tætingu. 

·  Útskýrt vandamálið við vísisvöxt jarðýtulausna, og afleiðinga þess

·  Gefið dæmi um hagnýtingar á netum, trjám og symboltöflum

·  Útskýrt helstu eiginleika helstu röðunaraðferða

·  Lýst helstu útfærslum á symboltöflum (symbol tables)

Leikni (þjálfun). Nemandinn geti:

·  Skilgreint reiknileg verkefni formlega út frá almennri lýsingu

·  Beitt mismunandi rakningaraðferðum á tré og net

·  Rakið framkvæmd aðgerða á klassískar gagnagrindur: hrúgur, tvíleitartré, rauð-svört tré, union-find.

·  Leyst verkefni með grundvallarreikniritum fyrir net, svo sem dýpt-fyrst og breidd-fyrst leitun, gagnvirk lokun (transitive closure), grannröðun (topological sort), og reikniritum fyrir stystu leiðir og minnstu spanntré.

·  Metið áhrif mismunandi útfærslna hugrænna gagnataga (ADT) á tímaflækju reiknirita.

·  Beitt „big-O“, omega og þeta rithætti til að gefa efri, neðri og þétt mörk á tíma- og plássflækjustig reiknirita í aðfellu.

·  Beitt vísindalegri aðferð við mælingar á reikniritum.

·  Útfært stofnrænar (generic) gagnagrindur og beitt þeim á mismunandi gögn.

Hæfni (sköpun).  Nemandinn geti:

·  Metið reiknirit, valið á milli mögulegra lausnaraðferða, rökstutt það val, og útfært í forritum.

Samanburður við alþjóðleg viðmið

Námsmarkmið námskeiðsins eiga að uppfylla kröfur um grunn í reikniritum samkvæmt nýlegum alþjóðlegum staðli (ACM-IEEE Computer Science Curriculum 2013). Nánar tiltekið öll atriði í skyldukjarna (Core-Tier1) í flokkunum AL/Basic Analysis, AL/Algorithmic Strategies og AL/Fundamental Data Structures) ásamt megninu af valkjarna (Core-Tier2). Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Tómas Arnar heldur ræðu á útskrift HR

Tómas Arnar Guðmundsson: hugbúnaðarverkfræði

Ég byrjaði í öðru námi þar sem við þurftum að taka nokkra tölvunarfræðikúrsa og ég fann að ég vildi gera meira af því. Í hugbúnaðarverkfræðinni fannst mér allir kúrsarnir skemmtilegir. Ég hugsaði með mér að kannski ætti ég bara að læra það sem mér finnst skemmtilegast.