Stærðfræðigreining og tölfræði

Lýsing
Námskeiðið er tvískipt og er í fyrri hlutanum fjallað um stærðfræðigreiningu en í seinni hlutanum um tölfræði.

Stærðfræðigreining: Fjallað er um föll, markgildi, diffrun og heildun fyrir föll af einni breytistærð.
Tölfræði: Farið er yfir inngang að líkindareikningi og tölfræði. 

Meðal efnis er:         
 • Strjálar líkindadreifingar, svo sem tvíliðudreifing.         
 • Samfelldar líkindadreifingar, svo sem normaldreifing.         
 • Öryggisbil og tilgátuprófun         
 • Fylgni og línuleg aðhvarfsgreining.      
Námsmarkmið
Þekking (miðlun)
 • Skilja helstu grunnhugtök eins og fall, andhverfa falls og einhalla fall.
 • Þekkja helstu tegundir falla eins og hornaföll, lograföll, vísisföll og veldisföll.
 • Þekkja notkun á óeiginlegum og eiginlegum markgildum.
 • Skilja hugtakið samfelldni í punkti og á mengi.
 • Skilja hugtakið diffrun og hvernig nota má afleiðu til að rannsaka feril falla.
 • Skilja hugtakið heildun og stofnfall.
 • Skilja hugtakið snertill og þverill.
 • Kunna að rannsaka feril falls af einni breytistærð.
 • Átti sig á muninum á vaxtarhraða vísisfalla, lografalla og veldisfalla.
 • Þekkja notkun á sértækum föllum sem tengjast tölvunarfræði s.s. eins og log* fallinu.
 • Hafa kynnist notkun á formúlu Stirling.
 • Þekki vísisvöxt og hagnýtingu hans s.s. eins og við lögmál Moore.
 • Þekkja strjálar líkindadreifingar, svo sem tvíliðudreifinguna.
 • Þekkja samfelldar líkindadreifingar, sér í lagi Normaldreifinguna og t-dreifingar.
 • Þekkja öryggisbil og tilgátuprófun.
 • Þekkja fylgni og aðhvarfsgreiningu.
 • Kynnast notkun á föllum við lausnir á gagnagrindum í tölvunarfræði s.s. eins og hrúgum og tætitöflum.
Leikni (þjálfun)
 • Geta beitt grunnatriðum stærðfræðigreiningar við lausn verkefna sem lúta falli af einni breytistærð.
 • Geta reiknað öryggisbil og sett fram tilgátuprófanir.
 • Geta leyst fylgniverkefni í tölvu s.s eins og með Java.
  Hæfni (sköpun)
 • Geta hagnýtt sér stærðfræðigreiningu- og tölfræði í tölvunarfræði.


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Bjarki Ágúst stendur í miðju rannsóknarrými og horfir beint í myndavélina

Bjarki Ágúst Guðmundsson: tölvunarstærðfræði

Mér finnst spennandi að leysa stærðfræðileg vandamál með tölvum. Í dag er ég því ótrúlega ánægður með að hafa valið tölvunarstærðfræði; það er mikil eftirspurn eftir tölvunarfræðingum og það hjálpar bara að vera líka stærðfræðimenntaður. Það er mikið úrval af góðum og fjölbreyttum námskeiðum í HR og kennararnir eru mjög færir og áhugasamir um sín fög. Það sem mér finnst best við kennsluna er þessi áhugi og nálægð kennaranna við okkur nemendurna, þeir eru alltaf tilbúnir að spjalla meira um efnið.