Strjál stærðfræði I


Lýsing
Aðalviðfangsefni þessa námskeiðs er ýmiskonar stærðfræði sem er undirstaða skilnings á grundvallaratriðum í tölvunarfræði. Fjallað er um nokkra efnisflokka og efnið jafnóðum tengt við hagnýt verkefni. Meðal efnisflokka eru eftirfarandi: rökfræði, mengjafræði, föll, vensl, fylkjareikningur, þrepun, talningarfræði og netafræði.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu skulu nemendur:  

Þekking: ·       
 • Kunna skil á ýmsum efnisflokkum í strjálli stærðfræði sem eru nauðsynlegir til skilnings á tölvunarfræði.
 • Hafa kynnst grunnhugtökum í yrðingarökfræði og umsagnarökfræði.
 • Hafa kynnst formlegum röksemdafærslum.
 • Kunna skil á undirstöðuaðgerðum í mengjafræði.
 • Þekkja grunneiginleika fyrir föll og sér í lagi lograföll, vísisföll, gólffall og loftfall.
 • Hafa lært frumatriði í fylkjareikningi.
 • Hafa vald á frumatriðum í talningarfræði.
 • Hafa kynnst grunnatriðum um rakningarformúlur.
 • Þekkja undirstöðuhugtök um vensl.
 • Þekkja undirstöðuhugtök í netafræði, þar á meðal um Euler og Hamilton vegi, stystu leið í neti og litun neta.   
Leikni:
 • Geta sett upp sanntöflur, beitt grunnreglum í yrðingarökfræði og notað kvantara.
 • Geta búið til beinar og óbeinar sannanir.
 • Geta sannað reglur með þrepasönnun og búið til þrepunarskilgreiningar.
 • Geta búið til einfaldar mengjasannanir.
 • Geta leyst einföld dæmi um talningu staka í endanlegum mengjum.
 • Geta reiknað einföld dæmi um lograföll, vísisföll, gólffall og loftfall..
 • Geta beitt einföldum reikniaðgerðum, þar á meðal margföldun, fyrir talnafylki og rökfylki.
 • Geta reiknað einföld talningardæmi með umröðunum og samtektum.
 • Geta sett fram rakningarformúlur.
 • Geta beitt rakningarformúlum til að leysa ýmis konar orðadæmi.
 • Geta skorið úr um grunneiginleika vensla, þar á meðal fyrir jafngildisvensl.
 • Geta reiknað dæmi úr netafræði, þar á meðal um Euler og Hamilton vegi og talningu vega.
 • Geta beitt reikniriti Dijkstra til að finna stystu leið í neti.
 • Geta fundið litatölu fyrir ýmis net.
 • Geta beitt netafræði til að leysa ýmis konar viðfangsefni.  


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Bjarki Ágúst stendur í miðju rannsóknarrými og horfir beint í myndavélina

Bjarki Ágúst Guðmundsson: tölvunarstærðfræði

Mér finnst spennandi að leysa stærðfræðileg vandamál með tölvum. Í dag er ég því ótrúlega ánægður með að hafa valið tölvunarstærðfræði; það er mikil eftirspurn eftir tölvunarfræðingum og það hjálpar bara að vera líka stærðfræðimenntaður. Það er mikið úrval af góðum og fjölbreyttum námskeiðum í HR og kennararnir eru mjög færir og áhugasamir um sín fög. Það sem mér finnst best við kennsluna er þessi áhugi og nálægð kennaranna við okkur nemendurna, þeir eru alltaf tilbúnir að spjalla meira um efnið.