Strjál stærðfræði I


Lýsing
Aðalviðfangsefni þessa námskeiðs er ýmiskonar stærðfræði sem er undirstaða skilnings á grundvallaratriðum í tölvunarfræði. Fjallað er um nokkra efnisflokka og efnið jafnóðum tengt við hagnýt verkefni. Meðal efnisflokka eru eftirfarandi: rökfræði, mengjafræði, föll, vensl, fylkjareikningur, þrepun, talningarfræði og netafræði.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu skulu nemendur:  

Þekking: ·       
 • Kunna skil á ýmsum efnisflokkum í strjálli stærðfræði sem eru nauðsynlegir til skilnings á tölvunarfræði.
 • Hafa kynnst grunnhugtökum í yrðingarökfræði og umsagnarökfræði.
 • Hafa kynnst formlegum röksemdafærslum.
 • Kunna skil á undirstöðuaðgerðum í mengjafræði.
 • Þekkja grunneiginleika fyrir föll og sér í lagi lograföll, vísisföll, gólffall og loftfall.
 • Hafa lært frumatriði í fylkjareikningi.
 • Hafa vald á frumatriðum í talningarfræði.
 • Hafa kynnst grunnatriðum um rakningarformúlur.
 • Þekkja undirstöðuhugtök um vensl.
 • Þekkja undirstöðuhugtök í netafræði, þar á meðal um Euler og Hamilton vegi, stystu leið í neti og litun neta.   
Leikni:
 • Geta sett upp sanntöflur, beitt grunnreglum í yrðingarökfræði og notað kvantara.
 • Geta búið til beinar og óbeinar sannanir.
 • Geta sannað reglur með þrepasönnun og búið til þrepunarskilgreiningar.
 • Geta búið til einfaldar mengjasannanir.
 • Geta leyst einföld dæmi um talningu staka í endanlegum mengjum.
 • Geta reiknað einföld dæmi um lograföll, vísisföll, gólffall og loftfall..
 • Geta beitt einföldum reikniaðgerðum, þar á meðal margföldun, fyrir talnafylki og rökfylki.
 • Geta reiknað einföld talningardæmi með umröðunum og samtektum.
 • Geta sett fram rakningarformúlur.
 • Geta beitt rakningarformúlum til að leysa ýmis konar orðadæmi.
 • Geta skorið úr um grunneiginleika vensla, þar á meðal fyrir jafngildisvensl.
 • Geta reiknað dæmi úr netafræði, þar á meðal um Euler og Hamilton vegi og talningu vega.
 • Geta beitt reikniriti Dijkstra til að finna stystu leið í neti.
 • Geta fundið litatölu fyrir ýmis net.
 • Geta beitt netafræði til að leysa ýmis konar viðfangsefni.  

Fara á umsóknarvefGott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Þrír nemendur í Harry Potter gervi á árshátíð benda á myndavélina

Jóhanna María Svövudóttir: formaður Tvíundar

Við erum með vísindaferðir, sem eru skoðunarferðir um fyrirtæki í upplýsingatækni, og aðra viðburði á föstudögum. Svo má nefna Nýnemadjammið sem var haldið í byrjun skólaárs en þar var ísinn brotinn og við skemmtum okkur saman. Við höldum árshátíð þar sem við fórum í betri fötin og fögnum lífinu saman en þemað í ár var Harry Potter. Svo verður að minnast á keppni milli Tvíundar og Nörds, nemendafélags tölvunarfræðideildar HÍ um hinn stórglæsilega titil Ofurnörd síðasta vor.