Stýrikerfi

Lýsing
Farið verður í öll helstu atriði stýrikerfa: Ferli, þræðir, ferlasamskipti, sjálfheldur, verkröðun, minnismeðhöndlun, sýndarminni, inntak/úttak, jaðartæki, skrár og uppbyggingu skráakerfa, öryggi og aðgangsstjórnun. Dæmi verða tekin úr Unix/Linux og Windows 2000 stýrikerfum.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • kynnist tilgangi, uppbyggingu, notkun og takmarkanir nútíma stýrikerfa
  • kynnist helstu vandamálum sem upp koma við hönnun og útfærslu á stýrikerfum. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna nemendum Unix umhverfið og forritun í því.

Fara á umsóknarvefGott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Ingibjörg situr á skrifborði og hallar sér upp að tölvuskjá

Ingibjörg Ósk Jónsdóttir: hugbúnaðarverkfræði

Ég slysaðist inn í hugbúnaðarverkfræði eftir að hafa kynnst forritun í skyldukúrsi í heilbrigðisverkfræði. Námið opnaði fyrir mér nýjan heim þar sem sköpunargleði og rökhugsun fær að njóta sín. Það skemmir ekki fyrir að hugbúnaðarverkfræðin gerir þig að eftirsóknarverðum starfskrafti fyrir ótal fjölbreytt og skemmtileg störf.