Stýrikerfi

Lýsing
Farið verður í öll helstu atriði stýrikerfa: Ferli, þræðir, ferlasamskipti, sjálfheldur, verkröðun, minnismeðhöndlun, sýndarminni, inntak/úttak, jaðartæki, skrár og uppbyggingu skráakerfa, öryggi og aðgangsstjórnun. Dæmi verða tekin úr Unix/Linux og Windows 2000 stýrikerfum.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • kynnist tilgangi, uppbyggingu, notkun og takmarkanir nútíma stýrikerfa
  • kynnist helstu vandamálum sem upp koma við hönnun og útfærslu á stýrikerfum. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna nemendum Unix umhverfið og forritun í því.


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Guðbjörn situr á borði sem er greinilega í herbergi sem er aðstaða nemenda

Guðbjörn Einarsson: meistaranám í tölvunarfræði

Þetta er mjög skemmtilegt nám og atvinnumöguleikarnir að því loknu frábærir. Tenging við atvinnulífið er sterk, sem gefur nemendum tækifæri til að kynnast raunverulegum verkefnum og gefur fyrirtækjum einnig tækifæri til að kynnast mögulegum framtíðarstarfsmönnum. Ég er til dæmis að vinna verkefni með fyrirtæki núna sem snýst um að taka helling af gögnum frá þeim og sjá hvort hægt sé að bæta tölfræðilegar spár þeirra með gervigreind.