Stýrikerfi

Lýsing
Farið verður í öll helstu atriði stýrikerfa: Ferli, þræðir, ferlasamskipti, sjálfheldur, verkröðun, minnismeðhöndlun, sýndarminni, inntak/úttak, jaðartæki, skrár og uppbyggingu skráakerfa, öryggi og aðgangsstjórnun. Dæmi verða tekin úr Unix/Linux og Windows 2000 stýrikerfum.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • kynnist tilgangi, uppbyggingu, notkun og takmarkanir nútíma stýrikerfa
  • kynnist helstu vandamálum sem upp koma við hönnun og útfærslu á stýrikerfum. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna nemendum Unix umhverfið og forritun í því.

Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Bjarki Ágúst stendur í miðju rannsóknarrými og horfir beint í myndavélina

Bjarki Ágúst Guðmundsson: tölvunarstærðfræði

Mér finnst spennandi að leysa stærðfræðileg vandamál með tölvum. Í dag er ég því ótrúlega ánægður með að hafa valið tölvunarstærðfræði; það er mikil eftirspurn eftir tölvunarfræðingum og það hjálpar bara að vera líka stærðfræðimenntaður. Það er mikið úrval af góðum og fjölbreyttum námskeiðum í HR og kennararnir eru mjög færir og áhugasamir um sín fög. Það sem mér finnst best við kennsluna er þessi áhugi og nálægð kennaranna við okkur nemendurna, þeir eru alltaf tilbúnir að spjalla meira um efnið.