Tölvusamskipti

Lýsing
Í upphafi námskeiðs er farið yfir grunnuppbyggingu netkerfa og netþjónustu. Að inngangi loknum er farið í lagskiptingu netkerfa (OSI og IETF). Sérstök áhersla er lögð á eftirfarandi lög:
  • Application layer – WWW, HTTP, DNS, SMTP, FTP ofl.
  • Transport layer – UDP og TCP.
  • Network layer – Leiðarsmíði: Link State og Distance vector, IP, IP-vistföng.
  • Link layer – MAC, Ethernet, Hubbar og svissar. Í lok námskeiðs verður farið í sérefni á borð við eldveggi, þráðlaus og hreyfanleg netkerfi, jafningjanet o.fl. Nemendur munu einnig kynnast efninu með því að leysa forritunarverkefni og heimadæmi.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • skilji grunnatriði í uppbyggingu netkerfa og tölvusamskipta
  • skilji grunnatriði í lagskiptingu netkerfa og hönnun samskiptastaðla.
  • þekki og skilji hvernig Internetið starfar og er uppbyggt
  • skilji afkastaforsendur og skölun í tölvusamskiptum og netkerfum.


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Bjarki Ágúst stendur í miðju rannsóknarrými og horfir beint í myndavélina

Bjarki Ágúst Guðmundsson: tölvunarstærðfræði

Mér finnst spennandi að leysa stærðfræðileg vandamál með tölvum. Í dag er ég því ótrúlega ánægður með að hafa valið tölvunarstærðfræði; það er mikil eftirspurn eftir tölvunarfræðingum og það hjálpar bara að vera líka stærðfræðimenntaður. Það er mikið úrval af góðum og fjölbreyttum námskeiðum í HR og kennararnir eru mjög færir og áhugasamir um sín fög. Það sem mér finnst best við kennsluna er þessi áhugi og nálægð kennaranna við okkur nemendurna, þeir eru alltaf tilbúnir að spjalla meira um efnið.