Tölvusamskipti

Lýsing
Í upphafi námskeiðs er farið yfir grunnuppbyggingu netkerfa og netþjónustu. Að inngangi loknum er farið í lagskiptingu netkerfa (OSI og IETF). Sérstök áhersla er lögð á eftirfarandi lög:
  • Application layer – WWW, HTTP, DNS, SMTP, FTP ofl.
  • Transport layer – UDP og TCP.
  • Network layer – Leiðarsmíði: Link State og Distance vector, IP, IP-vistföng.
  • Link layer – MAC, Ethernet, Hubbar og svissar. Í lok námskeiðs verður farið í sérefni á borð við eldveggi, þráðlaus og hreyfanleg netkerfi, jafningjanet o.fl. Nemendur munu einnig kynnast efninu með því að leysa forritunarverkefni og heimadæmi.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • skilji grunnatriði í uppbyggingu netkerfa og tölvusamskipta
  • skilji grunnatriði í lagskiptingu netkerfa og hönnun samskiptastaðla.
  • þekki og skilji hvernig Internetið starfar og er uppbyggt
  • skilji afkastaforsendur og skölun í tölvusamskiptum og netkerfum.

Fara á umsóknarvef

Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Ingibjörg heldur á fartölvu og hallar sér upp á skáp á ganginum í HR

Ingibjörg Edda Snorradóttir: tölvunarfræði

Stærðfræði hefur alltaf verið uppáhaldsfagið mitt og að leysa flókin verkefni er það sem mér finnst mest gefandi við þetta nám. Tölvunarfræði er skemmtilegt fag sem býður upp á miklu fleiri möguleika en ég hafði gert mér grein fyrir, bæði hvað varðar framhaldsnám og starfsmöguleika. Ég hef aðeins fengið að kynnast því hvernig það er að starfa sem tölvunarfræðingur þegar ég vann raunverulegt verkefni í samstarfi við fyrirtæki. Ég vann það í hóp sem fékk að starfa í algjörlega nýju umhverfi sem var mjög lærdómsríkt.