Tölvusamskipti

Lýsing
Í upphafi námskeiðs er farið yfir grunnuppbyggingu netkerfa og netþjónustu. Að inngangi loknum er farið í lagskiptingu netkerfa (OSI og IETF). Sérstök áhersla er lögð á eftirfarandi lög:
  • Application layer – WWW, HTTP, DNS, SMTP, FTP ofl.
  • Transport layer – UDP og TCP.
  • Network layer – Leiðarsmíði: Link State og Distance vector, IP, IP-vistföng.
  • Link layer – MAC, Ethernet, Hubbar og svissar. Í lok námskeiðs verður farið í sérefni á borð við eldveggi, þráðlaus og hreyfanleg netkerfi, jafningjanet o.fl. Nemendur munu einnig kynnast efninu með því að leysa forritunarverkefni og heimadæmi.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • skilji grunnatriði í uppbyggingu netkerfa og tölvusamskipta
  • skilji grunnatriði í lagskiptingu netkerfa og hönnun samskiptastaðla.
  • þekki og skilji hvernig Internetið starfar og er uppbyggt
  • skilji afkastaforsendur og skölun í tölvusamskiptum og netkerfum.

Fara á umsóknarvefGott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Ingibjörg situr á skrifborði og hallar sér upp að tölvuskjá

Ingibjörg Ósk Jónsdóttir: hugbúnaðarverkfræði

Ég slysaðist inn í hugbúnaðarverkfræði eftir að hafa kynnst forritun í skyldukúrsi í heilbrigðisverkfræði. Námið opnaði fyrir mér nýjan heim þar sem sköpunargleði og rökhugsun fær að njóta sín. Það skemmir ekki fyrir að hugbúnaðarverkfræðin gerir þig að eftirsóknarverðum starfskrafti fyrir ótal fjölbreytt og skemmtileg störf.