Verkefnalausnir

Lýsing
Í námskeiðinu þróa nemendur getu til að beita grunnhugtökum úr tölvunarfræði á hagnýt verkefni, þ.m.t. forritun, strjálli stærðfræði og rökrásum. Áhersla er lögð á skipulagðar aðferðir við verkefnavinnu, og nemendur þjálfa sig í ritun og kynningu ásamt því að leysa tæknileg verkefni. Kennslan fer fram í lotum þar sem nemendur leysa gefin viðfangsefni, með aðstoð leiðbeinanda.
Námsmarkmið
Þekking (Knowledge):
  •     Nemendur þekki undirstöðuhugtök í fræðilegri tölvunarfræði svo sem: leikjafræði, stöðuvélar, málfræði, reglulegar segðir, endurkvæmni, kvika bestun, þrepasannanir og samhliða ferla.
  • Nemendur kynnist hagnýtri notkun tölvunarfræðinnar t.d. á sviði erfðafræði og gagnaþjöppunar.      
Leikni (Skills): Stefnt er að því að nemendur þjálfist í:
  • Almennum þrautalausnum auk þrautalausna á sviði leikjafræði, rökfræði og fræðilegrar tölvunarfræði.
  • Ritun á tæknilegum texta.
  • Flutningi á fyrirlestrum og hópavinnu.
  • Notkun LaTeX umbrotsmálsins.
  •    Að skrifa forrit við úrlausn verkefna.
Hæfni (Competence):
  • Nemandinn geti leyst þrautir sjálfur eða í félagi við aðra og komið úrlausnum frá sér í rituðu og töluðu máli.


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Tómas Arnar heldur ræðu á útskrift HR

Tómas Arnar Guðmundsson: hugbúnaðarverkfræði

Ég byrjaði í öðru námi þar sem við þurftum að taka nokkra tölvunarfræðikúrsa og ég fann að ég vildi gera meira af því. Í hugbúnaðarverkfræðinni fannst mér allir kúrsarnir skemmtilegir. Ég hugsaði með mér að kannski ætti ég bara að læra það sem mér finnst skemmtilegast.