Verkefnalausnir

Lýsing
Í námskeiðinu þróa nemendur getu til að beita grunnhugtökum úr tölvunarfræði á hagnýt verkefni, þ.m.t. forritun, strjálli stærðfræði og rökrásum. Áhersla er lögð á skipulagðar aðferðir við verkefnavinnu, og nemendur þjálfa sig í ritun og kynningu ásamt því að leysa tæknileg verkefni. Kennslan fer fram í lotum þar sem nemendur leysa gefin viðfangsefni, með aðstoð leiðbeinanda.
Námsmarkmið
Þekking (Knowledge):
  •     Nemendur þekki undirstöðuhugtök í fræðilegri tölvunarfræði svo sem: leikjafræði, stöðuvélar, málfræði, reglulegar segðir, endurkvæmni, kvika bestun, þrepasannanir og samhliða ferla.
  • Nemendur kynnist hagnýtri notkun tölvunarfræðinnar t.d. á sviði erfðafræði og gagnaþjöppunar.      
Leikni (Skills): Stefnt er að því að nemendur þjálfist í:
  • Almennum þrautalausnum auk þrautalausna á sviði leikjafræði, rökfræði og fræðilegrar tölvunarfræði.
  • Ritun á tæknilegum texta.
  • Flutningi á fyrirlestrum og hópavinnu.
  • Notkun LaTeX umbrotsmálsins.
  •    Að skrifa forrit við úrlausn verkefna.
Hæfni (Competence):
  • Nemandinn geti leyst þrautir sjálfur eða í félagi við aðra og komið úrlausnum frá sér í rituðu og töluðu máli.

Fara á umsóknarvefGott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Bjarki Ágúst stendur í miðju rannsóknarrými og horfir beint í myndavélina

Bjarki Ágúst Guðmundsson: tölvunarstærðfræði

Mér finnst spennandi að leysa stærðfræðileg vandamál með tölvum. Í dag er ég því ótrúlega ánægður með að hafa valið tölvunarstærðfræði; það er mikil eftirspurn eftir tölvunarfræðingum og það hjálpar bara að vera líka stærðfræðimenntaður. Það er mikið úrval af góðum og fjölbreyttum námskeiðum í HR og kennararnir eru mjög færir og áhugasamir um sín fög. Það sem mér finnst best við kennsluna er þessi áhugi og nálægð kennaranna við okkur nemendurna, þeir eru alltaf tilbúnir að spjalla meira um efnið.