Fréttir

Fyrirsagnalisti

24.11.2021 : Háðu harða baráttu í forritun

Alþjóðlega háskólakeppnin NWERC í forritun

Alþjóðlega háskólakeppnin NWERC í forritun fór fram um helgina. Keppnin átti að fara fram í Háskólanum í Reykjavík í ár en vegna aðstæðna út af Covid-19 fór hún fram á netinu. NWERC er svæðiskeppni Norður-Evrópu fyrir ICPC heimskeppnina þar sem nemendur frá öllum heimshlutum keppa sín á milli í forritun.

15.11.2021 : Svefn er grunnur góðrar heilsu

Svefn er grunnur góðrar heilsu

Dr. Erna Sif Arnardóttir leiðir Svefnbyltinguna sem er þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni þar sem leiðum til þess að mæla og skrá svefn og svefnraskanir er umbylt.

23.6.2021 : Nýr símaleikur til að safna spurningum og svörum fyrir íslenska máltækni

Spurningar er glænýr símaleikur þar sem þátttakendur setja fram, fara yfir og svara fjölbreyttum spurningum.

Spurningar er glænýr símaleikur þar sem þátttakendur setja fram, fara yfir og svara fjölbreyttum spurningum. Tilgangur leiksins er að styðja við þróun máltæknilausna fyrir íslensku.

20.5.2021 : Stelpur um allt land kynntu sér forritun og tækni

Kona kennir í gegnum fjarfundabúnað

Stelpur og tækni fór fram í Háskólanum í Reykjavík 19. maí. Um 800 stelpur í 9. bekk úr 40 skólum víðsvegar um landið tóku þátt. Markmiðið með deginum, sem var nú haldinn í 8. skipti, er að hvetja stelpur til náms í tæknigreinum. 

14.5.2021 : Kynningar á lokaverkefnum tölvunarfræðinema

Nemendur sem eru að ljúka grunngráðu í tölvunarfræði kynna verkefni sín

4.2.2021 : Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum

kennari skrifar stærðfræði jöfnu á töflu

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr. 

30.1.2021 : 204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum

Gabríela Jóna Ólafsdóttir, BSc í tölvunarfræði, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.

20.5.2020 : Sigruðu í lestrarkeppni Almannaróms og Mál- og raddtæknistofu HR

Hraunvallaskóli bar sigur úr býtum og Salaskóli varð í öðru sæti í flokki skóla með yfir 450 nemendur í Lestrarkeppni grunnskólanna sem Almannarómur og Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík stóðu fyrir nýverið. Í flokki skóla með færri en 450 nemendur varð Smáraskóli í fyrsta sæti og Grunnskólinn á Þórshöfn í öðru sæti.

1.4.2020 : Magnús Már einn af heiðursmeðlimum Evrópusamtaka um fræðilega tölvunarfræði

Magnús Már Halldórsson

Dr. Magnús M. Halldórsson, tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, hefur verið valinn heiðursmeðlimur Evrópusamtaka um fræðilega tölvunarfræði (EATCS Fellows), einn af þremur sem voru valdir árið 2020.

 

24.3.2020 : Framhaldsskólanemar háðu keppni í forritun að heiman

Tölva og aukaskjár

Hátt í 100 keppendur í 36 liðum tóku þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem var haldin í tuttugasta skiptið núna um helgina. Keppnin var háð á netinu sökum óviðráðanlegra ástæðna, eins og gefur að skilja. Keppnin tókst afar vel þrátt fyrir öðruvísi fyrirkomulag og að sögn þeirra sem skipulögðu keppnina voru allir keppendur tilbúnir til að láta þetta ganga upp. 

21.2.2020 : Auðtré sigraði í Reboot Hack 2020

Hugmyndin Auðtré, sem snýst um að hvetja fólk til að spara fé og um leið leggja sitt af mörkum til umhverfismála með gróðursetningu trjáa, varð hlutskörpust í nýsköpunarkeppninni Reboot Hack sem fram fór í Háskóla Íslands 14.-16. febrúar. 24 teymi unnu að lausnum sínum og kynntu fyrir dómnefnd. 

3.2.2020 : Hvað eiga veganútgáfan af Omega 3 fitusýrum og hugbúnaður fyrir tónlistarfólk sameiginlegt?

Nyskopunarverdlaun-forseta-Islands-2020-allir

Tvö verkefni sem unnin voru í samstarfi nemenda Háskólans í Reykjavík og ungra íslenskra nýsköpunarfyrirtækja voru tilnefnd til Nýksöpunarverðlauna forseta Íslands árið 2020.

18.11.2019 : HR afhendir Alþingi nýjan talgreini til eignar og afnota

Afhending-talgreinis-1-

Ræður alþingismanna á Alþingi Íslendinga eru nú skráðar sjálfkrafa af gervigreindum talgreini. Talgreinirinn skráir um tíu mínútur af ræðum á einungis þremur og hálfri mínútu, hann hefur allt að 90% rétt eftir og auðveldar til muna skráningu og birtingu á ræðum alþingismanna.

11.11.2019 : Getur símanotkun þín ákveðið greiðslugetu vegna íbúðakaupa?

María Óskarsdóttir

Þegar fólk vill ráðast í kaup á fasteign og sækja um lán fyrir henni er venjulega leiðin til að meta greiðsluhæfni þess að sjá yfirlit yfir reikninga og laun. Það eru þó um tveir milljarðar manna í heiminum sem hafa ekki bankareikninga og hafa því ekki aðgang að fjármagni.

1.10.2019 : Fjártækni og áhrifin á fjármálaumhverfið

Fjártækni

Fjármálaheimurinn er að breytast ört ekki síst vegna fjártæknilausna (FinTech) sem brjóta upp hefðbundið fjármálaumhverfi. Fjártækni miðar m.a. að því að veita notendum betri þjónustu, einfalda greiðslukerfi og auka gagnsæi.

4.9.2019 : Samningur um fyrsta áfanga máltækniáætlunar

Maltaekni-sept-2019

Í dag undirrituðu Almannarómur – Miðstöð um máltækni og rannsóknarhópurinn SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) samning um smíði innviða í máltækni fyrir íslensku og fór undirritun fram í Vigdísarstofu í Veröld, húsi Vigdísar. Í SÍM eru níu fyrirtæki og stofnanir með sérþekkingu á sviði málvísinda og máltækni.

13.8.2019 : Stærsta LAN-mót landsins var haldið í HR um síðustu helgi

HR-ingurinn, stærsta LAN-mót landsins var haldið í HR um síðustu helgi

HR-ingurinn, stærsta LAN-mót landsins var haldið í HR um síðustu helgi. Það er nemendafélag tölvunarfræðideildar, Tvíund, sem stendur fyrir keppninni

18.6.2019 : Stafrænt vinnuumhverfi bætt með rannsóknum

Marta Kristín Lárusdóttir stendur við handrið í Sólinni

Marta Kristín Lárusdóttir, dósent við tölvunarfræðideild, mun næstu þrjú árin vinna að rannsókn sem miðar að því að bæta stafrænt vinnuumhverfi. Hún vinnur að rannsókninni ásamt Åsa Cajander sem er prófessor við Háskólann í Uppsala í Svíþjóð. Þær eru báðar meðlimir rannsóknarhópsins Health,Technology and Organisation, við Uppsala háskóla.

29.5.2019 : Settu saman tölvur, hönnuðu vefsíður og forrituðu með Sonic Pi

Dagurinn Stelpur og tækni var haldinn í Háskólanum í Reykjavík þann 22. maí síðastliðinn. Þar er Stelpum úr 9. bekk grunnskóla boðið í HR, þar sem þær taka þátt í fjölbreyttum vinnustofum, og tæknifyrirtæki. Hjá fyrirtækjunum taka konur sem þar starfa á móti hópunum og gefa innsýn í starfsemina og þau tækifæri sem stelpum bjóðast á vinnumarkaði að loknu tækninámi.

25.3.2019 : Gamithra og Bjarni Thor unnu Forritunarkeppnina 2019

Forritunarkeppni framhaldsskólanna var haldin síðastliðin laugardag í Háskólanum í Reykjavík en það er tölvunarfræðideild sem stendur fyrir henni. Fjöldi ungmenna hvaðanæva að á landinu mættu til keppni og létu hvassviðrið ekki aftra sér. Liðin sem taka þátt geta verið skipuð 1-3 framhaldsskólanemum.

12.12.2018 : Nýtt fjártæknisetur - gott umhverfi fyrir tilraunastarfsemi

Þrír einstaklingar standa í tröppunum í Sólinni

Háskólinn í Reykjavík hefur stofnað nýtt rannsóknarsetur á sviði fjártækni, eða FinTech á ensku, en tækni- og starfsumhverfi fjármálaþjónustu er að gerbreytast. Setrið er innan tölvunarfræðideildar en starfsemi þess mun verða þverfagleg milli deilda HR og mun jafnframt vera í góðum tengslum og samstarfi við atvinnulífið.

7.6.2018 : HR einn af hundrað bestu ungu háskólum heims

Myndin sýnir lógó THE

Háskólinn í Reykjavík er einn af hundrað bestu ungu háskólum í heiminum í dag, samkvæmt  lista Times Higher Education sem birtur var í dag. Á listanum eru háskólar 50 ára og yngri og er Háskólinn í Reykjavík í 89. sæti á listanum.

28.5.2018 : Nemendur fá tækifæri til að þróa bankakerfi framtíðarinnar

Hr-islandsbanki

„Gervigreind, stórtæk gagnavinnsla, Blockchain og önnur upplýsingatækni, munu á næstu árum hafa gríðarleg áhrif á bankastarfsemi, líkt og fjölmarga aðra geira. Við erum mjög ánægð með þennan samning við Íslandsbanka sem gerir okkur enn betur í stakk búin til að taka virkan þátt í í þessum breytingum með því að þróa tækni og færni nemenda á sviði fjártækni.“

16.5.2018 : 230 stelpur af öllu Norðurlandi kynntu sér tækninám og tæknistörf

Stúlka stendur með sýndarveruleikagleraugu

230 stelpur úr 9. bekkjum tuttugu grunnskóla á Norðurlandi, allt frá Hvammstanga austur á Húsavík, sóttu vinnustofur í HA og heimsóttu tæknifyrirtæki á Akureyri í gær. Viðburðurinn Stelpur og tækni var haldinn í annað sinn á Akureyri af Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Samtök iðnaðarins, SKÝ og LS Retail.

14.5.2018 : Tölvunarfræðinemar við HR og Travelade þróa gervigreind fyrir ferðamannageirann

Tveir menn standa hlið við hlið í Sólinni í HR

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og sprotafyrirtækið Travelade hafa skrifað undir samstarfssamning sem meðal annars felur í sér að nemendur í tölvunarfræði við HR muni vinna meistaraverkefni í samvinnu við fyrirtækið.

3.5.2018 : 750 stelpur kynntu sér tækninám og tæknistörf

Tvær stelpur vinna í opinni tölvu

Um 750 stelpur úr 9. bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu heimsóttu Háskólann í Reykjavík og fjölmörg tæknifyrirtæki í dag, fimmtudaginn 3. maí. Viðburðurinn Stelpur og tækni var nú haldinn í fimmta sinn. Hann hefur farið stækkandi ár frá ári og var nú fjölmennari en nokkru sinni fyrr.

27.4.2018 : Talað við tölvur á íslensku með nýjum talgreini

Talgreinir2

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var fyrsti notandi nýrrar vefgáttar fyrir talgreini á íslensku en sú tækni snýr talmáli yfir í ritmál. Kynningarfundur um máltækni og opnun vefgáttarinnar var haldinn í Háskólanum í Reykjavík í dag en að fundinum stóðu Háskólinn í Reykjavík, Almannarómur - félag um máltækni og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.