TD Fréttir

Nýtt háskólaráð Háskólans í Reykjavík

10.12.2014

Í háskólaráði HR sitja 10 fulltrúar atvinnulífs, akademíu og stjórnsýslu. Háskólaráð er vettvangur umræðna um stefnumótun háskólans um nám, kennslu og rannsóknir, sem og um tengsl háskólans og atvinnulífsins.

Háskólaráð HRNýtt háskólaráð Háskólans í Reykjavík, ásamt rektor HR og fulltrúa nemenda.

Á myndinni eru frá vinstri; Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Hjörleifur Pálsson, formaður háskólaráðs, Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjöríss hf, Kristín Friðgeirsdóttir, lektor við London Business School og kennari í MBA námi HR, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Andri Sigurðsson, formaður Stúdentafélags HR, Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs og stjórnarformaður Veritas Capital, Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og forstjóri Icelandair Group, Guðfinna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LEAD Consulting, og Eyjólfur Árni Rafnsson, fyrrverandi forstjóri Mannvits.

Á myndina vantar Drífu Kristínu Sigurðardóttur, lögfræðing, sem er fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytisins.