Rannsóknir
Helstu rannsóknarsvið innan deildarinnar eru gervigreind, gagnasöfn, hugbúnaðarfræði, máltækni, notendaviðmót og fræðileg tölvunarfræði. Rannsóknir fara að verulegu leyti fram innan sérstakra rannsóknarsetra og þar gefst nemendum kostur á að vinna að spennandi verkefnum undir handleiðslu sérfróðra vísindamanna.
Rannsóknarsetrin vinna jafnframt að rannsóknum í samvinnu við innlenda og erlenda háskóla, fyrirtæki í atvinnulífinu og aðra samstarfsaðila. Rannsóknir eru verulegur þáttur í starfi flestra fastráðinna kennara við deildina og hefur framlag þeirra til rannsókna aukist ár frá ári. Tölvunarfræðideild hefur sett sér sérstaka stefnu í rannsóknum og birtir nú árlega skýrslu um rannsóknarvirkni deildarinnar í heild sinni. Á styrkjasíðunni má finna lista yfir verkefni starfsmanna tölvunarfræðideildar sem hlotið hafa styrk hjá Rannís eða öðrum aðilum á undanförnum árum.