Um tölvunarfræðideild
Innan tölvunarfræðideildar er fengist við kennslu og rannsóknir í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði og tölvunarstærðfræði. Boðið er upp á nám á BSc-, MSc- og PhD-stigi. Deildin er af erlendum matsaðilum talin sterkasta tölvunarfræðideild á landinu og í fremstu röð þegar kemur að rannsóknum. Um 850 nemendur stunda nám við deildina og eru fastir starfsmenn tæplega 30 talsins.
Mat á fyrra námi
- Hafi nemandi lokið námskeiðum á háskólastigi við viðurkenndan háskóla sem eru fyllilega sambærileg við þau námskeið sem í boði eru við HR gefst þeim kostur á að óska eftir því að fá þessi námskeið metin.
- Til að nám fáist metið þarf inntak og umfang þess að standast fyllilega samanburð við það námskeið sem óskað er mats á. Eingöngu nám á háskólastigi kemur til álita í þessum efnum.
- Umsækjendur geta almennt ekki átt von því að námskeið þar sem umsækjandi fékk lægri einkunn en 6 fáist metin. Sama gildir ef liðin eru meira en 6 ár frá lokum þess náms sem óskað er mats á.
- Ákvörðun um hvort fyrra nám skuli metið er í höndum Námsmatsnefndar.
Gögn sem þurfa að fylgja með umsókn:
- Umsóknin sjálf (prentuð út af netinu, eða send sem viðhengi til Námsmatsnefndar ef námið er innan Háskólans í Reykjavík )
- Staðfest afrit af einkunnum frá viðkomandi háskóla
- Námskeiðslýsingar frá viðkomandi háskóla (þær þurfa að vera frá því ári sem námskeiðin eru tekin).
Þessum gögnum er skilað til verkefnastjóra grunnnáms sem mun leggja umsóknina fyrir Námsmatsnefnd. Fyrirspurnir sendist til Námsmatsnefndar
Eyðublað fyrir umsókn um mat á fyrra námi.
Nefndir og ráð
Starfsfólk
Deildarforseti tölvunarfræðideildar er Luca Aceto
Skrifstofustjóri er Sigurbjörg Ásta Hreinsdóttir. Upplýsingar um starfsfólk skrifstofu.
Allar nánari upplýsingar um nám við tölvunarfræðideild við HR er hægt að fá hjá starfsfólki deildarinnar eða með því að senda póst á skrifstofu deildarinnar td@ru.is .

Prófessor
Phd frá University of Sussex. Anna er forstöðumaður vísinda við ICE-TCS þekkingarsetur og leiðir rannsóknarhóp um samsíða ferli.
Rannsóknir hennar eru á sviði fræðilegrar tölvunarfræði, reiknilíkana og rökfræði í tölvunarfræði.

Lektor
PhD frá University West í Svíþjóð. Anna
Sigríður vinnur að rannsóknum sem snúa að hönnun, þróun og notkun hugbúnaðar og
hefur síðastliðin ár einnig unnið að rannsóknum sem snúa að áhrifum aukins
flæði gagna á samfélagið.

Dósent
PhD frá University of Maryland, College Park. Rannsóknir snúast um margmiðlunargagnagrunna og áhrif nýrrar tækni á afköst gagnasafnskerfa.

Lektor
PhD frá University of Alberta. Rannsóknir á sviði gervigreindar og tölvuleikja, m.a. innan rannsóknarsetursins CADIA."

Gísli Hjálmtýsson
prófessor

Lektor
Grischa is currently an Assistant Professor at Reykjavík
University, Iceland. He holds a PhD degree in Software Engineering from
Chalmers University of Technology, Gothenburg, Sweden. His interests are in
empirical software engineering, typically in close collaboration with industry
– analyzing and tackling actual problems together with practitioners. His
expertise is in requirements engineering, model-based engineering, agile
methods, and software engineering education.

Gylfi Þór Guðmundsson
Aðjúnkt
Ph.D
frá Rennes1 Háskólanum í Rennes, Frakklandi. Starfaði hjá INRIA,
The French Institute for Research in Computer Science and Automation, í
doktorsnáminu þar sem hann rannsakið myndleit í dreifðum kerfum og á mjög
stórum skala.
Er meðlimur í CRESS þar sem hann leiðir rannsóknir á gagnamiðuðum
kerfum.
Áhugsvið eru geymsla og úrvinsla alskonar gagna, svo sem myndvinnslu, myndgreiningu, dreifðum kerfum til gagna vinnslu svo
og flygildum almennt.

Lektor og forstöðumaður grunnnáms
Situr í upplýsingatækniráði HR, grunnnámsráði og námsmatsnefnd. Kennir ýmis forritunarfög svo sem forritun, gagnaskipan og gagnasafnsfræði.

Prófessor
PhD frá Massachusetts Institute of Technology þar sem hann stundaði þverfaglegar rannsóknir við MIT Media Lab. Stýrir rannsóknarhópi á sviði félagslegrar hermunar og sýndarumhverfa hjá Gervigreindarsetri HR (CADIA). Formaður rannsóknaráðs HR. Meðstofnandi tveggja fyrirtækja á sviði þjálfunarleikja.

Henning Arnór Úlfarsson
Lektor
PhD í stærðfræði frá Brown University. Gegndi starfi formanns íslenska stærðfræðafélagsins til nokkurra ára. Rannsóknir á sviði fléttufræði, nánar tiltekið á mynstrum í umröðunum og reikniritum sem uppgötva og sanna tilgátur á því sviði.

Dósent
PhD frá University of Sheffield. Situr í stjórn Máltækniseturs. Rannsóknarsvið er máltækni, t.d. orðflokksmörkun, þáttun og tölvustutt tungumálanám.

Jacqueline Clare Mallett
Lektor
Stundar þverfaglegar rannsóknir,
notar djúpnám (e.deep learning) fyrir tímaraðagreiningu í læknisfræði og öðrum
greinum. Hún vinnur einnig við hermun og líkanagerð í dreifðum kerfum. Hún
hannaði og bjó til fyrsta hermilíkanið af nútíma bankakerfi sem byggt er á
tveggja færslu bókhaldi. Hún var tilnefnd sem meðlimur ráðgjafahóps
Seðlabankans 2018 af Pírötum.

Aðjúnkt
Kári hefur um árabil kennt tölvugrafík, fengist við tölvuleikjagerð og stundað rannsóknir í gervigreind. Einnig hefur hann leiðbeint hópum í verklegum námskeiðum og lokaverkefnum, bæði almennum og rannsóknartengdum.

Prófessor
PhD frá Massachusetts Institute of Technology. Hefur stundað gervigreindarrannsóknir og -þróun í rúma tvo áratugi, með sérstaka áherslu á samþættingu hugsanaferla, greind vélmenni, aðferðafræði gervigreindarrannsókna, náttúruleg samskipti, einingabyggða hermun og almennar vitvélar.

Deildarforseti og prófessor
PhD frá University of Sussex. Forstöðumaður vísinda við ICE-TCS þekkingarsetur og formaður alþjóðlegra samtaka tölvunarfræðinga (EACTS). Rannsóknir á samsíða ferlum og merkingarfræði ásamt rökfræði í tölvunarfræði.

Prófessor og forstöðumaður framhaldsnáms
PhD frá Rutgers University. Forstöðumaður ICE-TCS þekkingarseturs um fræðilega tölvunarfræði. Rannsóknir snúast almennt að hönnun reiknirita og greiningu þeirra og þráðlausum netum með áherslu á dreifðar aðferðir á endurbætt líkön af truflun.

Marcel Kyas
Lektor
Rannsakar tölvukerfi, sér í lagi ívafs- og dreifð kerfi. Meðal þeirra viðfangsefna sem Marcel fæst við er þróun og mat á tækni til að staðsetja hreyfanlega hluti með nákvæmni innanhúss.

María Óskarsdóttir
Lektor
PhD from KU Leuven in Belgium. María's research interests
include data science and analytics, network science, mobility, and machine
learning with applications in industry.

Marta Kristín Lárusdóttir
Dósent
PhD frá konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi (KTH) á sviði samskipta manns og tölvu (HCI). Forstöðumaður CRESS rannsóknasetursins. Rannsóknir á sviði notendaupplifunar (UX) og nytsemi (usability) hugbúnaðar, þar sem agile verkefnastjórnun er beitt, s.s. Scrum og Kanban.

Lektor
Cloud Computing and IoT, Cloud DevOps, Software Engineering, Model Driven Engineering, Social Network Analytics

Aðjúnkt
MSc í tölvunarfræði frá Oregon University. Sérsvið: Hönnun hugbúnaðarkerfa og notkun hönnunarmynstra, tækniþróun og áhrif tækni á fyrirtæki og einstaklinga. Meðlimur í IT Advisory Board og fulltrúi Íslands í Nordic Game samstarfinu.

Tarmo Uustalu
Prófessor
PhD from
KTH Royal Institute of Technology in Stockholm. My research interests include structural proof theory and type theory, algebraic and categorical logic, semantics of programming languages, type systems and program logics, functional programming, constructive mathematics.

Prófessor
PhD frá University of Alberta, er framkvæmdastjóri Gervigreindarseturs HR - CADIA. Áherslur í rannsóknum eru á sviði gervigreindar, sér í lagi upplýstra leitaraðferða og vélræns gagnanáms, svo og hagnýting slíkra aðferða, t.d. í tölvuleikjum.
