Bjarki Ágúst Guðmundsson: tölvunarstærðfræði
Mér finnst spennandi að leysa stærðfræðileg vandamál með tölvum. Í dag er ég því ótrúlega ánægður með að hafa valið tölvunarstærðfræði; það er mikil eftirspurn eftir tölvunarfræðingum og það hjálpar bara að vera líka stærðfræðimenntaður. Það er mikið úrval af góðum og fjölbreyttum námskeiðum í HR og kennararnir eru mjög færir og áhugasamir um sín fög. Það sem mér finnst best við kennsluna er þessi áhugi og nálægð kennaranna við okkur nemendurna, þeir eru alltaf tilbúnir að spjalla meira um efnið.