Upplýsingar fyrir nemendur

Stundatöflur

Stundaskrár fyrir haust 2020

ATH að nákvæmar stundaskrár verða í Canvas. Vegna aðstæðna er ekki hægt að birta stundatöflur að svo stöddu.


Dagatal

 • Almanak HR – helstu dagsetningar skólaársins

Bókalistar

Haust 2020

Course
T-111-PROG Forritun / Programming The Practice of Computing Using Python. Third Edition (Global Edition). William Punch & Richard Enbody. Pearson Education, 2017.
T-301-REIR Reiknirit / Algorithms Sedgewick and Wayne: Algorithms, 4th ed.
T-216-GHOH Greining og hönnun hugbúnaðar 1. Interaction Design.
Höfundar: Jenny Preece, Yvonne Rogers and Helen Sharp
Útgefandi: Wiley
Útgáfa: 5th edition
útgáfuár: 2019
ISBN númer: 978-1-119-54725-9

2. UML Distilled: A Brief Guide to the Standard Object Modeling Language
Höfundur: Martin Fowler
Útgefandi: Addison-Wesley
Útgáfa: 3rd Edition
Útgáfuár: 2003
ISBN:0-321-19368-7
T-107-TOLH Tölvuhögun / Computer Architecture Computer Systems: A Programmer´s Perspective, (aðalbók): Randal E. Bryant and David R. O´Hallaron, útgefandi Pearson, 3. ed. global ed. útgáfuár 2016
T-302-HONN Hönnun og smíði hugbúnaðar / Software Design and Implementation Software Architecture for Developers, Simon Brown
T-303-HUGB Hugbúnaðarfræði / Software Engineering Software Engineering, 9th Edition, Ian Sommerville, Pearson
T-316-UPPL Upplýsingaþjóðfélagið / The Information and Technology Society Reality Is Broken: Why Games Make Us Better and How They Can Change the World. Höfundur Jane McGonigal
T-117-STR1 Strjál Stærðfræði 1 / Discrete Math I Rosen: Discrete Mathematics and Its Applications, 8. útgáfa.
(Hægt að nota 7.útgáfu.)
T-317-CAST Stærðfræðigreining og Tölfræði / Calculus and Statistics Bluman: Elemenary Statistics: A Brief Version, 8. útgáfa
Hægt að nota eldri útgáfur (ein útgáfa aftur í tímann).
T-409-TSAM Tölvusamskipti / Computer Networks Computer Networks Andrew Tannenbaum Pearson ( New International Edition/5th)
T-511-TGRA Tölvugrafík / Computer Graphics No book (or electronic book)
T-513-CRNU Dulritun og Talnafræði / Cryptography and Number Theory An Introduction to Mathematical Cryptography, Second edition
T-514-VEFT Vefþjónustur / Web Services
T-519-STOR Stöðuvélar og Reiknanleiki / Theory of Computation Michael Sipser: Introcution to the theory of computation, 3rd edition. CENGAGE Learning
T-603-THYD Þýðendur / Compilers Introduction to Compiler Design, 2nd edition. Torben Ægidius Mogensen. Springer 2017. ISBN: 978-3-319-66965-6
T-488-MAPP Þróun Smáforrita / Mobile App Development
I-406-IERP Hagnýt Viðskiptakerfi (ERP) Introduction to ERP Systems
T-103-STST Strjál stærðfræði fyrir verkfræðinema / Discrete Math for Engineers Rosen: Discrete Mathematics and Its Applications, 8. útgáfa.
(Hægt að nota 7. útgáfu.)
T-504-ITML Vélrænt gagnanám/Machine learning No book.
T-624-CGDD Hönnun og þróun tölvuleikja/Computer games design and development No book.
T-740-SPMM Software Project Management No book.
T-723-VIEN Sýndarumhverfi No book.
T-725-MALV Málvinnsla Electronic version of the Third Edition of the same book, available at http://web.stanford.edu/~jurafsky/slp3/
Cyberphysical Systems Peter Marwedel. Embedded System Design: Embedded Systems Foundations of Cyber-Physical Systems, and the Internet of Things. 3rd ed. Springer, 2018.
Derek Molloy. Exploring Raspberry Pi: Interfacing to the Real World with Embedded Linux. Wiley, 2016.
T-201-GSKI Gagnaskipan Michael T. Goodrich
Roberto Tamassia
Michael H Goldwasser
Data Structures & Algorithms in Python
Wiley, 1st edition, 2013
(ódýrari í paperback: Reprint edition (October 19, 2016))
T-133-UIAD Greining og hönnun notendaviðmóta
T-738-VIRH Virtual Humans No book.
T-760-MDSE Model Driven Software Engineering
T-768-SMAI Informed Search Methods in AI No book.
T-785-IPIN Indoor Positioning and Indoor Navigation Nel Samama, Indoor Positioning, Wiley, 2019
Deep Learning (3. vikna önn) Deep Learning. Ian Goodfellow, Yoshua Bengio, and Aaron Courville (2016). MIT Press. Also available free online at: https://www.deeplearningbook.org/

Áherslusvið

Nemendur geta valið áherslusvið í lok fyrsta árs. Hægt er að velja 1-2 áherslusvið eða halda áfram í almennri tölvunarfræði. Nemendur þurfa að ljúka a.m.k. 30 ECTS einingum á áherslusviði til að geta útskrifast með viðkomandi áherslusvið. Nánari lýsingar á námskeiðum má finna í kennsluskrá. Áherslusviðin eru:


Nemendur tilkynna áherslusvið

Það er á ábyrgð nemanda að tilkynna til deildarinnar ef hann vill útskrifast af ákveðnu áherslusviði. Við lok þriðja námsárs senda nemendur tölvupóst á verkefnastjóra deildarinnar með upplýsingum um:

 • Nafn á áherslusviði sem nemandi vill útskrifast af
 • Lista yfir námskeið sem nemandi hefur lokið og uppfylla kröfur áherslusviðsins

Kennsluskrá, reglur og viðmið

 

Valnámskeið

Lýsingar á námskeiðum má finna í kennsluskrá 

Þegar námskeið eru tekin í vali utan tölvunarfræðideildar og tækni- og verkfræðideildar ber að gæta þess að undanfarareglum viðkomandi deildar sé fylgt og að námsefni skarist ekki við aðrar einingar teknar til prófgráðu.

Samþykki Námsmatsnefndar þarf vegna námskeiða í öðrum deildum á sviði tölvunarfræði, upplýsingatækni eða stærðfræði. Athugið sérstaklega að námskeiðin Hagnýt stærðfræði og Hagnýt tölfræði 1 (í viðskiptafræðideild) er ekki hægt að taka í vali vegna skörunar við skyldunámskeið í tölvunarfræði. Athugið að ekki er hægt að fá einingar fyrir samsvarandi áfanga t.d.

 • Gagnavinnsla og Gagnasafnsfræði 
 • Gagnagreining og Tölfræði 1 (eða Hagnýt tölfræði)
 • Stýrikerfi og Grunnatriði stýrikerfa

Skipt um braut

Nemendur geta sótt um að skipta um námsbraut innan tölvunarfræðideildar. Vinsamlegast sendið tölvupóst á td@ru.is  en umsóknin er svo lögð fyrir Námsmatsnefnd. 

Ef nemendur vilja skipta frá verkfræði yfir í tölvunarfræði eða útskrifast með báðar gráður geta farið eftir meðfylgjandi skjali, ATH alltaf þarf þó samþykki frá námsmatsnefnd fyrir brautarskiptum og uppsetningu námsins:    Verkfræðinemar sem vilja skipta um braut eða útskrifast með tvær gráður

Vísun í heimildir

Þegar heimildir eru notaðar þarf að vísa til þeirra samkvæmt viðurkenndum heimildastöðlum. Upplýsingar um heimildavinnu og staðlana er að finna á vef bókasafnsins http://www.ru.is/bokasafn/heimildavinna/ 

Þeir heimildastaðlar sem notaðir eru í tölvunarfræði eru IEEE og APA og eiga þeir við þegar notaðar eru heimildir sem eru annars eðlis en kóðun forrita, t. d. bækur, tímaritsgreinar og vefsíður. Ávallt skal nota þann staðal sem kennari óskar eftir að sé notaður. Hafi kennari ekki tekið fram staðal er það val hvers og eins hvort IEEE eða APA sé notaður.

Hér má sjá nokkur dæmi um hvernig vísa má í heimildir þegar um kóða á við. Þessi dæmi eru fengin frá Academic Integrity at Princeton http://www.princeton.edu/pr/pub/integrity/pages/plagiarism/

Við viljum minna á reglur um verkefnavinnu.

Hvernig á að koma í veg fyrir brot á höfundarrétti þegar kóði er skrifaður

Það er brot á höfundarrétti ef nemandi fær lánaða uppbyggingu á upprunalegu forriti og breytir eingöngu nokkrum smáatriðum sem hafa ekki áhrif á merkingu forritsins.

Hér fyrir neðan má sjá forrit sem birt er á blaðsíðu 118 í kennslubókinni Algorithms in C (Addison Wesley, New York. 1990).

Source: quicksort (int a [ ], int l, int r)
   {
     int v, i, j, t;
     if (r > l)
      {
        v = a [ r ]; i = l-1; j = r;
        
        for ( ; ; )
          {
           while (a [++i ] < v) ;
           while (a [--j] > v);
           if (i >= j) break;
           t = a [i]; a [i] = a [j]; a [j] = t;
          }
        t = a [i]; a [i] = a [r]; a [r] = t;
        quicksort (a, l, i-1);
        quicksort (a, i+1, r);
      }
   }

Óásættanlegt dæmi 1

mysort (int data[], int x, int y){
(B)=(A);}
  int pivot;
  int i, j;
  int temp;
  
  if (y > x){
    pivot = data[y]; i = x-1; j = r;
    while (1){
      while (data [++i] < pivot);
      while (data [--j] > pivot);
      if (i >= j) break;
      temp = data [i]; data [i] = data [y]; data [y] = temp;
    }
    temp = data [i]; data [i] = data [y]; data [y] = temp;
    mysort (data, x, i-1);
    mysort (data, i + 1, y);
  }
}

Tekið frá: Examples of plagiarism. Academic Integrity at Princeton. Retrieved September 3, 2004 from http://www.princeton.edu/pr/pub/integrity/pages/plagiarism/

Þetta dæmi er brot á höfundarrétti því nemandinn hefur fengið að láni nákvæma uppbyggingu frá upphaflega forritinu, þar sem hann breytti eingöngu örfáum smáatriðum sem höfðu engin áhrif  á virkni forritsins. Þó svo að forritið líti út fyrir að vera öðruvísi við fyrstu sýn þá hefur þá nákvæmlega sömu merkingu eins og upphaflega forritið. Nemandinn gerði eftirtaldar breytingar:

 • Breytti nöfnum á breytunum: a, l, r, v og t er breytt í data, x, y, pivot og temp
 • Skipti út skipuninni “for (;;)” fyrir samsvarandi skipun “while (1)”
 • Breytti nafninu á fallinu frá “quicksort” yfir í “mysort”
 • Breytti inndrætti og línuskiptingu í forritinu.

Óásættanlegt dæmi 2

#define Swap(A,B) { temp=(A); (A)=(B); (B)=A;}

void mysort (const int* data, int x, int y){
  int temp;
  while (y > x){
   int pivot = data[y];
   int i = x-1;
   int j = r;
   while (1){
     while (data [++i] < pivot){/*do nothing*/}
     while (data --j] > pivot){/*do nothing*/}
     if (i >= j) break;
     swap (data [i], data [y];
     }
swap (data [i], data [j];
     mysort (data, x, i-1);
     x = i+1;
  }
}

Source: Examples of plagiarism. Academic Integrity at Princeton. Retrieved September 3, 2004 from http://www.princeton.edu/pr/pub/integrity/pages/plagiarism.html

Þetta dæmi er einnig brot á höfundarrétti. Nemandinn hefur gert fleiri breytingar á forritinu heldur en í fyrsta dæminu, og sumar breytingarnar eru jafnvel til bóta í forritinu. Þrátt fyrir það er forrit nemandans greinilega fengið frá forritinu í kennslubókinni. Aðgerðum nemandans má líkja við það að umorða texta í heimildarritgerð án þess að geta heimildanna..

Fleiri dæmi:

Computer Science and the Honor Code (Stanford)
http://csmajor.stanford.edu/HonorCode.shtml 

Academic Misconduct (University of Washington)
https://www.cs.washington.edu/students/policies/misconduct 

UTCS Rules to Live By (The University of Texas at Austin)
https://www.cs.utexas.edu/academics/conduct 

Sjá sérstaklega Academic Honesty

Scholastic Offences (Western Science) http://www.csd.uwo.ca/current_students/undergraduate_students/scholastic_offences.html 

Lokaverkefni

Lokaverkefni í BSc - námi

Lokaverkefni nemenda í tölvunarfræðideild eru tvenns konar, hefðbundin lokaverkefni og lokaverkefni með rannsóknaráherslu. Í lokaverkefnum fá nemendur úthlutað verkefniskennara, sem þeir hitta yfirleitt einu sinni í viku, og prófdómara, sem fylgist með framvindu verkefnisins nokkrum sinnum yfir verktímann (15 vikur). Mælt er með að nemendur taki lokaverkefni á 6. önn.

Hefðbundin lokaverkefni

Hefðbundin lokaverkefni gefa nemendum tækifæri á að vinna að raunverulegu hugbúnaðarverkefni í nánum tengslum við atvinnulífið. Nemendur vinna í 2-4 manna hópum, undir leiðsögn verkefniskennara, og fá aðstöðu hjá tilteknu fyrirtæki. Frumkvæði að verkefnum hefur á undanförnum árum bæði komið frá fyrirtækjum og nemendum. Nemendur verða að hafa lokið a.m.k. 78 ECTS einingum og verklegu námskeiði, Greiningu og hönnun hugbúnaðar og Hugbúnaðarfræði. Mælt er með að nemendur taki lokaverkefni á 6. önn.

Nemendur skrifa greinargóða verkefnisskýrslu sem þeir leggja fram með hugbúnaðinum. Lokaverkefni er metið af verkefniskennara og tveimur prófdómurum frá HR. Verkefnisvinnunni lýkur formlega með opinni kynningu í skólanum.  

Skýrari reglur eru nú um mat á einkunn fyrir lokaverkefnin, þar sem frumkvæði nemenda og nýbreytni í lokaverkefnunum er hluti af heildarmati. Til að styðja nemendur við að velja verkefni sem taka á nýbreytni, verða tillögur frá fyrirtækjunum flokkaðar  í 3 flokka af sérskipaðri lokaverkefnanefnd áður en nemendur velja, en þeir eru: mikil, miðlungs eða lítil nýbreytni. 

Umsjónaraðili lokaverkefna er Hallgrímur Arnalds

Skrifstofa deildarinnar veitir frekari upplýsingar og tekur á móti verkefnishugmyndum á td@ru.is

Nánari upplýsingar fyrir fyrirtæki sem vilja koma með verkefni 

Fyrirtæki þurfa að senda inn verkefnishugmynd til skrifstofu deildarinnar á  td@ru.is. Fyrirtæki sem hafa áhuga á að senda inn hugmyndir af verkefnum geta sent þau inn núna og er þeim þá komið á framfæri við nemendur.  

Mögulegt er að senda hugmyndir af lokaverkefnum síðar, en slík verkefni fá síðri kynningu heldur en önnur. Verkefnistillögur eru sendar inn á meðfylgjandi eyðublaði. Einnig má sjá sýnishorn af útfylltu eyðublaði. 

Þegar tillögur berast fer lokaverkefnisnefnd yfir verkefnin til samþykktar. 

Nemendur hafa aðgang að þessum tillögum og hafa samband við viðkomandi fyrirtæki. 

Sé verkefnistillagan valin fær fyrirtækið hóp nemenda til að vinna fyrir sig og þróa hugbúnaðarlausn sem oft nýtist sem frumgerð eða hugsanlega tilbúið verkefni. Þau fyrirtæki sem taka þátt í lokaverkefnum taka á sig ákveðnar skyldur svo sem:

 • Fyrirtækið útvegar vinnuaðstöðu fyrir nemendur þ.e.a.s. húsnæði og tölvuaðstöðu.
 • Fyrirtækið tilnefnir samstarfsaðila sem vinnur með nemendum á verkefnistímanum. Reikna þarf með nokkurra klukkutíma vinnu á viku meðan á verkefninu stendur. 
 • Tryggja þarf að aðföng og upplýsingar fyrir verkefnið liggi fyrir á verkefnistíma.
 • Skólinn útvegar leiðbeinanda sem tryggir að verklag og framþróun verkefnisins sé í samræmi við kröfur skólans til lokaverkefna.

Uppsetning lokaverkefnis

Hér eru leiðbeiningar um það hvernig á að setja upp kápu á lokaritgerð eða verkefni sem unnið er í námi við HR. Athugið að ekki þarf að prenta út lokaverkefni fyrir diplóma, BSc eða MSc. Ef áhugi er fyrir því að prenta út lokaverkefni þá þarf að prenta kápurnar í prentsmiðju eða prentþjónustu. 

Mælt er með því að hala skjölunum niður og nota Acrobat til að setja inn texta. 

Ef þú ert ekki með Acrobat er einnig hægt að skrifa textann inn í vafranum og prenta/vista svo skjalið sem pdf. Ekki er mælt með að nota Firefox eða Safari ef sú leið er farin.

Ef einhverjar spurningar vakna er best að leita til skrifstofu deildar.

Sniðmát fyrir meistararitgerðir

Hér má finna upplýsingar um sniðmát sem hægt er nota fyrir meistaraverkefni, meistararitgerðir og doktorsritgerðir. Vinsamlegast sendið allar athugasemdir til latex@list.ru.is

Aðferð


Lokaverkefni í meistaranámi

Dæmatímakennsla

Þeir sem hafa áhuga á að annast dæmatímakennslu eru beðnir um að senda póst á td@ru.is.

Styrkir

Forsetalisti

Þeir nemendur sem ná framúrskarandi námsárangri á sérhverri önn fá sérstaka viðurkenningu. Viðurkenningin felst í því að í lok tiltekinnar annar kemst nafn nemandans (að gefnu samþykkis hans) inn á sérstakan lista, Forsetalista eða „Deans list“, sem verður aðgengilegur öllum öðrum nemendum. Erlendis er það talinn mikill heiður að komast inn á lista sem þennan enda hefur listinn mikið vægi ef/þegar nemandi sækir seinna um framhaldsnám.

Til þess að vera gjaldgengir á forsetalista þurfa nemendur í dagskóla að ljúka einingum sem svara til fullu námi á viðkomandi námsbraut. Eingöngu námskeið sem nemendur ljúka á hefðbundnu próftímabili, eða fyrir þann tíma, eru gjaldgeng á forsetalista.

Í útreikningi á meðaleinkunn gilda eingöngu próf sem tekin eru í fyrsta sinn í tilteknu námskeiði, m.ö.o. endurtektarpróf gilda ekki en sjúkrapróf gilda. Nemendur sem stunda nám samhliða öðrum störfum s.s. í diplómanámi HMV eru einungis gjaldgengir á forsetalista ef þeir ljúka a.m.k. 30 einingum á önninni.

Miðað er við að um 2-2,5% nemenda í tiltekinni grein komist á forsetalista hverju sinni.

Starfsnám: H-O-T, Google, CCP og Fraunhofer

Nemendur geta sótt um starfsnám hér á landi hjá CCP Games og erlendis hjá Fraunhofer-rannsóknarstofnuninni í Bandaríkjunum. Í Þýskalandi er starfsnám í boði við fyrirtækið H-O-T.  

Starfsnám við H-O-T (Härte- und Oberflächentechnik GmbH & Co)

Starfsnámið hjá fyrirtækinu Härte- und Oberflächentechnik GmbH & Co (H-O-T) er sex mánuðir í senn og nemendur fá borguð laun og íbúð á meðan.

Lógó CCP

Starfsnám við CCP

Nemendur tölvunarfræðideildar geta lokið starfsnámi hjá CCP Games. Nemendur sem skráðir eru í BSc, MSc eða doktorsnám við tölvunarfræðideildina geta sótt um. Athugið að einungis er hægt að nota þessar einingar ef nemandi hefur ekki unnið við  rannsóknarverkefni við deildina þ.e. UROP verkefni upp á einingar, HR-starfsnám eða tekið Lokaverkefni.

Umsóknareyðublaðið

Lógó Maryland University Fraunhofer

Starfsnám við Fraunhofer USA

Nemendur í tölvunarfræðideild hafa möguleika á að sækja um að fara til Bandaríkjanna í starfsnám við Háskólann í Maryland og fengið vinnuna metna til eininga. Við Fraunhofer eru stundaðar öflugar rannsóknir í nánu samstarfi við stofnanir á borð við NASA og FDA og fá nemendur að taka þátt í þeirri vinnu. Nemendur fá borguð laun meðan á starfsnáminu stendur og algengast er að nemendur fari í sex mánuði í senn.

Samstarf við UNICAM

Tölvunarfræðideild HR og tækni- og vísindadeild Háskólans í Camerino (UNICAM) bjóða upp á meistaragráðu í tölvunarfræði (120 ECTS) með útskrift úr báðum skólum.

Í lok námsins fá nemendur eftirfarandi titla:

 • Master in Computer Science (MSc) frá Háskólanum í Reykjavík og
 • Laurea Specialistica/Magistrale in Informatica (Master in Computer Science) frá The Faculty of Science and Technology of UNICAM.

Opið fyrir umsóknir til 30. apríl. 

Styrkir

Hægt er að sækja um Erasmus styrki í gegnum alþjóðaskrifstofuna þar sem ferðastyrkur væri um 530 EURO og 720 EURO á mánuði í uppihald


Var efnið hjálplegt? Nei