Þjónusta

Aðstoð í námi og margt, margt fleira

Háskólinn í Reykjavík leggur áherslu á að þjónusta, aðstaða og tækniumhverfi skapi góð skilyrði til náms og starfs og séu samkeppnishæf í alþjóðlegu háskólaumhverfi. Í HR eru boðleiðir stuttar og þjónustan einkennist af fagmennsku, jákvæðni, skilvirkni og persónulegu viðmóti.

Námsráðgjöf

Þrír náms- og starfsráðgjafar starfa við skólann ásamt einum sálfræðingi. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl, sálfræðiþjónustu, hópráðgjöf og fjölbreytt þverfagleg námskeið.

Meira um náms- og starfsráðgjöf

Bókasafn

Upplýsingafræðingar aðstoða við heimildaleit og -skráningu með tímakennslu, bókanlegum einstaklings- og hópaviðtölum auk opinna tíma virka daga. Bókasafnið er að mestu rafrænt og þróast í samræmi við fræðasvið skólans.  


Skiptinám

Starfsmenn á alþjóðaskrifstofu aðstoða nemendur við að sækja um skiptinám við samstarfsskóla. Þeir veita einnig upplýsingar um styrki, framhaldsnám og allt annað sem lýtur að möguleikum á námi erlendis.


Nemendaskrá

Hjá nemendaskrá geta nemendur fengið upplýsingar sem tengjast náminu, s.s. afrit af námsferli, skráningar í og úr námskeiðum og ýmis vottorð og staðfestingar.


Tölvuþjónusta

Upplýsingatæknisvið sér um rekstur og viðhald á öllum tölvum og tölvutengdum búnaði skólans, ásamt því að veita nemendum og kennurum ráðgjöf og aðstoða þá við tölvutengd vandamál.