Alþjóðaskrifstofa

Margvísleg tækifæri í skiptinámi og starfsnámi um allan heim

Alþjóðleg reynsla eykur virði námsins

Nemendur HR eru hvattir til þess að nýta sér þau alþjóðlegu tækifæri sem bjóðast á meðan þeir eru í háskólanámi. Það að hafa farið í skipti- eða starfsnám erlendis eykur virði háskólagráðunnar og getur aukið möguleika á vinnumarkaði. Nemendur sem fara í skiptinám til erlendra samstarfsskóla HR greiða skólagjöld í HR en ekki í gestaskólanum. Annan kostnað sem til fellur í skiptinámi eins og bókakaup, greiðslur í nemendafélög og þess háttar ber nemandi sjálfur. 

Bóka viðtalstíma hjá alþjóðaskrifstofu



Valgerður Þórsdóttir verkefnastjóri hjá alþjóðaskrifstofu HR segir frá skiptinámi og þeim tækifærum sem felst í því að fara í skiptinám við ein af 190 samstarfsskólum HR.



Í hjarta Barcelona njóta Heiðrún Arna Þóroddsdóttir og Birta María Birnisdóttir alls sem þessi fjölskrúðuga borg hefur upp á að bjóða meðan þær stunda skiptinám.

Kemur reynslunni ríkari heim

 

Benedikt Bjarnason blómstrar í Barcelona þar sem hann stundar nú skiptinám. Hann segir slík vistaskipti áskorun sem öll ættu að takast á við. 

Þú munt aldrei nokkurn tímann sjá eftir því að hafa stigið skrefið og farið út.

Núna er rétti tíminn.

 

Iðunn Hafsteinsdóttir fór í skiptinám í háskólann í Glasgow í Skotlandi. Hún skorar á öll sem eru að pæla í skiptinámi og líka hin sem eru ekki að pæla í því - að láta ekki þessa reynslu framhjá sér fara.

Ef þú ert ekki að pæla að fara í skiptinám, þá myndi ég byrja að pæla í því að fara í skiptinám!

Styrkir

Nemendur sem fara í skiptinám til samstarfsskóla HR eða starfsnám innan Evrópu geta sótt um Erasmus+ og Nordplus-styrki. Styrkjunum er ætlað að mæta ferða- og viðbótarkostaði. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að nemendur haldi venjulegum láns- eða styrktarmöguleikum heima fyrir óbreyttum.

Þjónusta alþjóðaskrifstofu

Hvert-viltu-fara

Alþjóðaskrifstofa sér um ráðgjöf og þjónustu við þá nemendur sem kjósa að fara erlendis í skipti- eða starfsnám  meðan á háskólanámi stendur. Hún sér einnig um móttöku erlendra skiptinema til HR. Hjá skrifstofunni er hægt að fá ráðgjöf varðandi styrki til skipti- og starfsnáms. Hér fyrir neðan eru hlekkir á ýmsan fróðleik um skiptnám og starfsnám erlendis.

Hafðu samband




Var efnið hjálplegt? Nei