Erasmus+ skiptinám og starfsnám

Stúdentar á öllum stigum háskólanáms geta sótt um að fara í skiptinám til samstarfsskóla í Evrópu á Erasmus styrk. Styrkinn er hægt að fá fyrir 2 – 12 mánaða tímabil í starfsþjálfun og 3 – 12 mánaða skiptinám við samstarfsskóla HR í Evrópu.

Upphæð styrksins fer eftir áfangastað og er 670€, 720€ eða 770€ á mánuði + ferðastyrkur.

Ferðastyrkur er á bilinu 275€ til 1.100€ eftir áfangastað.

Nánari upplýsingar hér

Hægt er að taka Erasmus skiptinám við einhvern af samstarfsskólum Háskólans í Reykjavík innan Evrópu. Þá eru tekin námskeið við gestaskólann. Gæta þarf að því að HR meti skiptinámið til eininga áður en skiptinám hefst.

Nemandi þarf að hafa lokið að minnsta kosti 60 ECTS-einingum í viðkomandi deild áður en farið er út sem Erasmus stúdent. Fyrsta árs nemar geta sótt um að því tilskildu að þeir ljúki 60 ECTS áður en farið er utan. Að öðru leyti er nám á öllum stigum háskólanáms styrkt, þ.m.t. doktorsnám, að því gefnu að deild nemandans samþykki skiptinámið.

Starfsþjálfun

Starfsþjálfun meðan á námi stendur er sífellt að verða mikilvægari þáttur í námsferli hvers einstaklings. Nemendur verða í flestum tilfellum að útvega sér starfsþjálfun sjálfir. Gott er að ráðfæra sig við kennara eða annan innan deildar varðandi val á starfsnámi.

Hægt er að sækja um Erasmus styrk í starfsþjálfun til Evrópu í 2-12 mánuði. Stúdentar á öllum námsstigum mega sækja um. Nemendur sem hafa áður farið í Erasmus skiptinám mega sækja um styrki til starfsþjálfunar. Skilyrði er að starfsþjálfunin tengist námi umsækjanda og verði metið sem hluti af námi hans við HR.

Þegar nemandi er kominn með hugmynd að eða vilyrði fyrir stöðu þá þarf að hafa samband við alþjóðaskrifstofu til þess að fá upplýsingar um framvindu styrkumsóknar.

Umsóknarferlið:

1. Sækja um styrk (gott að vera búin að finna starfsnám þá, en ekki nauðsynlegt) https://www.erasmusplus.is/menntun/verkefni-og-sjodir/nam-og-thjalfun-a-haskolastigi-studentar/hvernig-er-sott-um/

2. Finna starfsnám

3. Gera starfsnámssamning – Training agreement (undirritað af nemanda, HR og vinnuveitanda)

4. Skila starfsnámssamningi til skrifstofu alþjóðaskipta

5. Undirrita greiðslusamning sem nemandi fær sendan (70% styrks greiðist við brottför og 30% við heimkomu eftir að staðfesting hefur borist frá vinnuveitanda)

6. Senda inn milliskýrslu þegar starfsnám er hálfnað - undirritað af vinnuveitanda

7. Láta vinnuveitanda senda staðfestingu og mat á störfum starfsnema til alþjóðaskrifstofu við lok dvalar.

8. Skila rafrænni lokaskýrslu


Var efnið hjálplegt? Nei

Sækja um