Erasmus+ starfsnám eftir útskrift
Með Erasmus+ Menntaáætluninni gefst nemendum kostur á að fara í starfsnám eftir útskrift en
sækja þarf um fyrir brautskráningu.
Nýta þarf styrkinn innan 12 mánaða frá útskriftardegi. Sömu reglur gilda um þessa styrki eins og um þá sem veittir eru í starfsnámi á meðan á námi stendur, en ekki eru veittar einingar fyrir starfsnámið, heldur fá nemendur vottorð um starfsnám.