Nemendabókhald

Upplýsingar um nemendur, vottorð og skráningar

Nemendabókhald Háskólans í Reykjavík heldur skrá yfir nemendur skólans og vinnur meðal annars úr beiðnum um vottorð og ýmsum skráningum.

Eftirfarandi vottorð er hægt að fá afgreidd:

  • Staðfestingu á skólavist
  • Námsferilsblað / einkunnablað
  • Námsferilsbók með námskeiðslýsingum
  • Vottorð vegna húsaleigubóta
  • Vottorð fyrir fæðingarorlofssjóð
  • Vottorð fyrir Vinnumálastofnun
  • Gögn vegna umsóknar um nám erlendis
  • Staðfesting á námskeiðum teknum á ensku (English Proficiency)
  • Staðfestingar til Lánasjóðs Íslenskra námsmanna (nemendur eru minntir á að haka við á innra neti undir persónuupplýsingar séu þeir LÍN-lánþegar).

Best er að senda beiðni í tölvupósti til nemendabókhalds og tilgreina nafn, kennitölu og tegund vottorðs/staðfestingar sem óskað er eftir. Þegar vottorð/staðfesting er sótt á þjónustuborð í Sólinni þarf að sýna persónuskilríki en einnig er hægt að fá sent á HR netfang nemenda. Verðskrá má sjá hér: https://www.ru.is/skolagjold/verdskra/

Hafa samband: nemendabokhald@ru.is


Kennslusvið

Kennslusvið ber ábyrgð á innritun og útskrift nemenda ásamt prófahaldi og gæðamálum sem tengjast námi og kennslu. Kennslusvið hefur yfirumsjón með stundatöflugerð, stofuskipan og nýtingu kennslustofa, kennslumati námskeiða og almanaki skólans. Kennslusvið stendur fyrir námskeiðum fyrir kennara um kennslu og tengt efni.

Prófstjórn skipa forstöðumaður kennslusviðs og prófstjóri.

Hafa samband: kennslusvid@ru.isVar efnið hjálplegt? Nei