Kennslusvið

Upplýsingar um nemendur, vottorð og prófstjórn

Kennslusvið heldur utan um allar upplýsingar nemenda, s.s. námsferil, skráningar í og úr námskeiðum og einkunnaskráningu. Innritun og útskrift er á ábyrgð kennslusviðs ásamt prófamálum. 

Kennslusvið hefur yfirumsjón með stundatöflugerð, niðurröðun í hópa, öllum skráningum, innritun og útskrift, stofuskipan námskeiða og kennslumati námskeiða.

Prófstjórn skipa prófstjórar og forstöðumaður kennslusviðs. 

Á skrifstofu kennslusviðs/nemendaskrár geta nemendur fengið afgreidd ýmis vottorð. Best er að senda vefpóst á nemendabokhald@ru.is og tilgreina nafn, kennitölu og tegund vottorðs sem beðið er um. Þegar vottorð er sótt þarf að sýna persónuskilríki. Hvert eintak kostar 350 krónur.

Eftirfarandi vottorð er hægt að fá afgreidd:

  • Staðfestingu  á skólavist
  • Námsferilsblað / Einkunnablað
  • Námsferilsbók með námskeiðslýsingum
  • Vottorð vegna húsaleigubóta
  • Vottorð fyrir fæðingarorlofssjóð
  • Vottorð fyrir Vinnumálastofnun
  • Gögn vegna umsóknar um nám erlendis
  • Staðfesting á námskeiðum teknum á Ensku (English Proficiency)
  • Staðfestingar til Lánasjóðs Íslenskra námsmanna (nemendur eru minntir á að haka við á innra neti undir persónuupplýsingar séu þeir LÍN-lánþegar).

Hafa samband

Kennslusvið er staðsett á 3. hæð í Mars.

Netfang: nemendabokhald@ru.is


Var efnið hjálplegt? Nei