Markaðs- og samskiptasvið

Útgáfumál, viðburðir og kynningar

Markaðs- og samskiptasvið hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á öllum útgáfumálum m.a. útgáfu Tímarits HR, kynningarstarfsemi, auglýsingagerð og birtingum, fjölmiðlatengslum og ytri upplýsingavefjum háskólans.

Þá stýrir markaðs- og samskiptasvið fjölbreyttu kynningar- og fræðslustarfi fyrir grunn- og framhaldsskólanema, atvinnulíf og samfélag í samstarfi við allar deildir háskólans.

Í því samhengi má nefna viðburði á borð við Háskóladaginn, Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna og Framadaga auk móttöku hópa frá öllum landshlutum sem kynnast náms- og starfsmöguleikum.

Fyrirspurnir má senda á netfangið samskipti@ru.is 


Var efnið hjálplegt? Nei