Nemendabókhald

Upplýsingar um nemendur, vottorð og skráningar

Eftirfarandi vottorð er hægt að fá afgreidd:

  • Staðfestingu á skólavist
  • Námsferilsblað / einkunnablað
  • Námsferilsbók með námskeiðslýsingum
  • Vottorð vegna húsaleigubóta 
  • Vottorð fyrir fæðingarorlofssjóð 
  • Vottorð fyrir Vinnumálastofnun
  • Gögn vegna umsóknar um nám erlendis
  • Staðfesting á námskeiðum teknum á ensku (English Proficiency)
  • Staðfestingar til Lánasjóðs Íslenskra námsmanna (nemendur eru minntir á að haka við á innra neti undir persónuupplýsingar séu þeir LÍN-lánþegar).

Best er að senda beiðni í tölvupósti til nemendabókhalds og tilgreina nafn, kennitölu og tegund vottorðs/staðfestingar sem óskað er eftir. Þegar vottorð/staðfesting er sótt á þjónustuborð í Sólinni þarf að sýna persónuskilríki en einnig er hægt að fá sent á HR netfang nemenda. 

Verðskrá má sjá hér: https://www.ru.is/skolagjold/verdskra/

Hafa samband: nemendabokhald@ru.is