Vottorð og skráningar
Nemendur geta sótt eftirfarandi vottorð og skjöl í gegnum Portal í Canvas.
- Staðfestingu á skólavist (vegna húsaleigubóta, Byggingarfélags námsmanna ofl.)
- Vottorð um stundað nám (fyrir Fæðingarorlofssjóð og Vinnumálastofnun)
- Námsferil með einingum og einkunnum
- Námskeiðslýsingar lokinna námskeiða
- Vottorð sem staðfestir útskrift
Á sömu síðu veita nemendur Háskólanum í Reykjavík heimild til að senda gögn varðandi námsframvindu til Menntasjóðs.
Fyrrum nemendur
Útskrifaðir og þeir sem hafa hætt námi geta nálgast gögn á slóðinni portal.ru.is/external. Rafræn skilríki þarf til innskráningar.
Vegna annarra gagna en ofangreindra má senda beiðni á nemendaskra@ru.is með nafni, kennitölu og tegund gagna sem óskað er eftir. Núverandi nemendur þurfa að senda beiðni úr HR netfangi sínu.
Dæmi um önnur gögn:
- Gögn vegna umsóknar um nám erlendis
- Staðfesting á námskeiðum teknum á ensku (English Proficiency)
- Afrit af útskriftargögnum
Þegar vottorð/staðfesting er sótt á þjónustuborð í Sólinni þarf að sýna persónuskilríki en einnig er hægt að fá sent á HR netfang nemenda.
Nemendur geta nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar, svo sem varðandi skráningar í námskeið í nemendahandbók HR.