Skapandi og skemmtilegt nám

Í heiminum búa meira en sjö milljarðar manna. Öllu þessu fólki viljum við tryggja fæði, klæði og húsnæði. Við viljum líka tryggja því heilbrigði, aðgang að orku, öryggi og afþreyingu. Verkfræðingar og tæknifræðingar byggja á vísindum og beita skipulögðum vinnubrögðum til þess að takast á við þessa áskorun og hjálpa þannig til við að móta framtíðina.

Tækninám í HR gefur ykkur tækifæri á að leggja ykkar af mörkum á skapandi og skemmtilegan hátt. HR útskrifar flesta nemendur í tæknigreinum á háskólastigi á Íslandi, og er með mestu rannsóknarvirkni á landinu í þeim greinum. Nemendur í verkfræði og tæknifræði eru þjálfaðir til að takast á við þau vandamál sem liggja fyrir í dag með raunhæfum aðferðum byggðum á traustum fræðilegum grunni.

Í tækninámi við deildina er lögð sérstök áhersla á verklega hluta námsins við kennslu undirstöðugreina og hagnýtra fag- og tæknigreina. Tækni- og verkfræðideild er aðili að alþjóðlegu samstarfsneti um þróun tæknináms sem kallast CDIO (e. Conceive, Design, Implement, Operate). Í netinu eru um 100 framsæknir háskólar og megináhersla er lögð á gæði náms í verkfræði og tæknifræði með því að setja undirstöðugreinar í samhengi við raunveruleg viðfangsefni. 


Grunnnám (BSc)

180 ECTS einingar

210 ECTS einingar

90 ECTS einingarDoktorsnám (PhD)

Fyrir nemendur sem vilja stunda fræðilegar rannsóknir á einu af sérsviðum deildarinnar.

Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að hafa samband við akademískt starfslið deildarinnar til að ræða um mögulegar rannsóknir til doktorsgráðu.

Umsagnir nemenda í tækni- og verkfræðideild

Anna Berglind Jónsdóttir - heilbrigðisverkfræði

Í náminu hingað til hef ég búið til straummæli, smíðað öxul, farið í heilalínurit og búið til þrívíddarmódel.


Viðburðir

30.5.2017 8:00 - 9:00 Reykjavik Harbor System Analysis: Shore Side Electricity Connections for Containerships in the Eimskip Terminal

Thesis defence from Iceland School of Energy

Alfonso Barrenchea will defend his thesis "Reykjavik Harbor System Analysis: Shore Side Electricity Connections for Containerships in the Eimskip Terminal" on Tuesday the 30th of May at 8:00 in room V102

 

30.5.2017 10:30 - 12:30 Exploring electric vehicle participation in the Icelandic balancing market as Virtual Power Plant

Thesis defence from Iceland School of Energy

Fritz Steingrube will defend his masters thesis "Exploring electric vehicle participation in the Icelandic balancing market as Virtual Power Plant"on tuesday the 30th of May at 10:30 in room M209

 

30.5.2017 15:00 - 16:00 Customer Segmentation in Electronics Retail Using Self-Organizing Maps - Markaðshlutun viðskiptavina raftækjaverslunar með notkun sjálfraðandi korta

Meistaravörn í rekstrarverkfræði við tækni- og verkfræðideild

Sigurður Jónsson ver meistararitgerðina sína "Markaðshlutun viðskiptavina raftækjaverslunar með notkun sjálfraðandi korta" þann 30. maí kl. 15 í stofu V102.

 

30.5.2017 16:00 - 18:00 The Bag's Journey in its Entirety Through Keflavik Airport; Analyzed with Simulation

Meistaravörn í rekstrarverkfræði við tækni- og verkfræðideild

Þriðjudaginn 30. maí nk. kl. 16:00 heldur Sylvía Rut Vilhjálmsdóttir fyrirlestur um 30 eininga verkefni sitt til meistaraprófs í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík.  Verkefnið heitir "The Bag's Journey in its Entirety Through Keflavik Airport; Analyzed with Simulation". Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu M103 og er öllum heimill aðgangur. 

 

30.5.2017 16:00 - 17:00 Mining For Products With High Cross-Selling Potential

Meistaravörn í rekstrarverkfræði við tækni- og verkfræðideild

Júlíus Pétur Guðjohnsen ver meistararitgerð sína "Mining For Products With High Cross-Selling Potential" þann 30. maí kl. 16 í stofu V102. 

 

Fleiri viðburðir


Fréttir

Volcano_Seafood

16.5.2017 : Keilusnakkið varð hlutskarpast

Á hverju vori að loknum prófum er nemendum á fyrsta ári í grunnnámi úr öllum deildum HR skipað í 3-4 manna hópa af handahófi. Hóparnir fá það verkefni að leggja fram viðskiptaáætlun og frumgerð fyrir nýja viðskiptahugmynd á aðeins þremur vikum.

Myndin sýnir framkvæmdastjóra Golfsambandsins og sviðsstjóra íþróttafræðisviðs HR takast í hendur

9.5.2017 : Golfsambandið og HR í samstarf um rannsóknir á afrekskylfingum

Golfsamband Íslands (GSÍ) og íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík munu kosta meistaraverkefni í íþróttavísindum og þjálfun við HR þar sem fylgst verður með líkamlegri getu, hreyfifærni og sálfræðilegum þáttum afrekskylfinga næstu tvö árin. Forsvarsmenn Golfsambandsins (GSÍ) og íþróttafræðisviðs HR skrifuðu nýlega undir samning þar að lútandi.

Fólk situr í kringum borð í Úganda og talar saman

3.5.2017 : Stofnaði samtök sem nýta þekkingu verkfræðinema í Úganda

Kyle Edmunds er doktorsnemi og stundakennari í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR. Á síðasta ári stofnaði hann samtökin EGD, eða Engineers for Global Development. Hann segir EGD vera frjáls félagasamtök sem ætli að nýta krafta og þekkingu nemenda í verkefni sem efla fátæk samfélög um allan heim, til dæmis með því að aðstoða þau við að tryggja aðgang að hreinu vatni.  

Stelpur og tækni í HR 2017. Hópmynd tekin í tröppunum í Sólinni.

28.4.2017 : Grunnskólastelpur kynntust fyrirmyndum í tæknigeiranum á Stelpum og tækni

Um 400 stelpur úr grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu komu í heimsókn í HR í gær til að kynna sér fjölbreytt tæknileg viðfangsefni og starfsmöguleika í tæknifyrirtækjum. Markmiðið er að vekja áhuga stelpna á fjölbreyttum möguleikum í tækninámi og störfum, kynna þær fyrir fyrirmyndum í tæknigeiranum og brjóta niður staðalímyndir.

Gestir Háskóladagsins spjalla við nemanda

6.3.2017 : Fjöldi gesta sótti HR heim á Háskóladaginn

Hinn árlegi Háskóladagur var haldinn síðasta laugardag hér í Reykjavík í húsnæði Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Fjöldi gesta sótti HR heim á Háskóladaginn og kynnti sér námsframboð og skoðaði ýmis verkefni nemenda. Nýjung í dagskrá Háskólans í Reykjavík þetta árið voru opnir tímar í grunnnámi, þar sem áhugasamir gátu prófað að sitja í kennslustund í því fagi sem mestan áhuga vekur.

Eldri fréttir