CDIO

Við menntun verk- og tæknifræðinga takast gjarnan á tvö sjónarmið sem bæði eiga rétt á sér. Nemendur þurfa sannarlega að innbyrða sívaxandi magn vísindalegrar þekkingar til að verða góðir sérfræðingar. Hins vegar þurfa þeir að ná yfirsýn yfir uppbyggingu flókinna kerfa, tengja fræðin við praktíkina og hafa samskiptafærni til að ná árangri í hópavinnu með öðrum sérfræðingum.

Vinnuveitendur hafa þær væntingar að verkfræðingar og tæknifræðingar séu góðir í samskiptum og ráði við að greina flókin verkefni, bera kennsl á aðalatriði og skorður, hanna hagnýtar lausnir og koma þeim í framkvæmd og rekstur. Þessa hæfni er æskilegt að nemendur öðlist á meðan á skólagöngu stendur.

EldflaugEldflaugin Mjölnir er gott dæmi um nemendaverkefni sem er unnið í anda CDIO aðferðafræðinnar.

Á tíunda áratug síðustu aldar fengu kennarar við verkfræðideildir tveggja virtra háskóla, MIT og Chalmers, skýr skilaboð frá samstarfsfyrirtækjum, m.a. Boeing flugvélaverksmiðjunum og Volvo bílaverksmiðjunum, um að ungir verkfræðingar sem skólarnir útskrifuðu réðu ekki við einföld verkfræðileg viðfangsefni. Þótt þeir kynnu fræðin þá réðu þeir ekki við raunhæfar lausnir, hagnýta hönnun né hópvinnu.

Nemendur við tölvuskjá

Fyrirtækin kvörtuðu undan því að það tæki óásættanlega langan tíma að kenna nýútskrifuðum nemendum að vinna. Prófessorar við skólana ræddu þetta sín á milli og hófu samstarf um hvernig bæta mætti tæcdioknimenntun. Samstarfsnetið hlaut nafnið „The CDIO initiative“ þar sem CDIO er skammstöfun fyrir „Conceive, Design, Implement and Operate“, sem útleggst á íslensku sem Hugmynd, hönnun, framkvæmd og rekstur, sjá www.cdio.org.

Stofnun CDIO árið 2000 var svar við áhyggjuröddum atvinnulífsins, en meðal þess sem þátttaka í CDIO felur í sér er árangursmiðað samráð háskóla og hagsmunaaðila á borð við atvinnulíf og fagfélög. Mótun námsbrauta í anda CDIO á að tryggja að nemendur fái þessa lausnamiðuðu verkfræðilegu færni sem vinnuveitendur sækjast eftir, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum. Lesa meira.

Svæðisfundur CDIO var haldinn í Háskólanum í Reykjavík 5.-6. febrúar 2015.

Kennarar geta alltaf lært

Kristín Edström„Ég nota aðferðir sem eru í anda góðrar verkfræðimenntunar og nota dæmi sem sýna kennurum nýjan sannleika. Jafnvel þó þú sért góður kennari sem nemendurnir elska geturðu samt lært nýja hluti.“

Svona lýsti Kristina Edström í stuttu máli aðferðum sínum á námskeiði sem haldið var fyrir stuttu fyrir kennara í tækni- og verkfræðideild HR. Kristina er dósent við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi eða Kungliga Tekniska högskolan. Þar sinnir hún kennslu og rannsóknum á menntun og samskiptum í verkfræði. Hún er þar að auki forstöðumaður kennsluþróunar hjá Skolkovo tækni- og vísindastofnunarinnar í Moskvu. Lesa meira.Var efnið hjálplegt? Nei