Fréttir

Fyrirsagnalisti

19.6.2017 : 648 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Nemandi tekur við útskrifarskírteini á sviðinu Hörpu

648 nemendur brautskráðust frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær, þjóðhátíðardaginn 17. júní. 417 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 229 úr meistaranámi og tveir nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu.

8.6.2017 : Dósent í heilbrigðisverkfræði á bak við Sprota ársins 2017

Tveir stofnendur Platome standa við handrið í HR og horfa í myndavélina

Fyrirtækið Platome líftækni hlaut nýlega verðlaunin Sproti ársins hjá Viðskiptablaðinu árið 2017.  Platome líftækni framleiðir lausnir úr blóðflögum sem notaðar eru til að rækta stofnfrumur og er markmið fyrirtækisins m.a. að þróa nýjar leiðir í ræktun frumna sem nota má í frumumeðferðir og til grunnrannsókna. 

22.5.2017 : Afreksíþróttafólk fær styrki til náms

Knattspyrnukonur berjast um boltann í leik

Íþróttasvið tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík mun frá og með næsta hausti velja nemendur í afrekshóp. Nemendur sem veljast í hópinn geta stillt námshraða sinn eftir álagi í íþróttum og þrír nemendur úr hópnum munu hljóta styrki til BSc-náms.

16.5.2017 : Keilusnakkið varð hlutskarpast

Volcano_Seafood

Á hverju vori að loknum prófum er nemendum á fyrsta ári í grunnnámi úr öllum deildum HR skipað í 3-4 manna hópa af handahófi. Hóparnir fá það verkefni að leggja fram viðskiptaáætlun og frumgerð fyrir nýja viðskiptahugmynd á aðeins þremur vikum.

15.5.2017 : Viðurkenningar veittar og nýr kappakstursbíll sýndur á Tæknideginum

Team Sleipnir fagnar við hliðina á litlum bíl

Nemendur sýndu verkefni sín á göngum HR og í skólastofum. Þar mátti sjá meðal annars nýjan kappakstursbíl sem keppa mun í Formula Student-keppninni í sumar. Nemendur tækni- og verkfræðideildar sjá um hönnun og gerð bílsins.

9.5.2017 : Golfsambandið og HR í samstarf um rannsóknir á afrekskylfingum

Myndin sýnir framkvæmdastjóra Golfsambandsins og sviðsstjóra íþróttafræðisviðs HR takast í hendur

Golfsamband Íslands (GSÍ) og íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík munu kosta meistaraverkefni í íþróttavísindum og þjálfun við HR þar sem fylgst verður með líkamlegri getu, hreyfifærni og sálfræðilegum þáttum afrekskylfinga næstu tvö árin. Forsvarsmenn Golfsambandsins (GSÍ) og íþróttafræðisviðs HR skrifuðu nýlega undir samning þar að lútandi.

3.5.2017 : Stofnaði samtök sem nýta þekkingu verkfræðinema í Úganda

Fólk situr í kringum borð í Úganda og talar saman

Kyle Edmunds er doktorsnemi og stundakennari í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR. Á síðasta ári stofnaði hann samtökin EGD, eða Engineers for Global Development. Hann segir EGD vera frjáls félagasamtök sem ætli að nýta krafta og þekkingu nemenda í verkefni sem efla fátæk samfélög um allan heim, til dæmis með því að aðstoða þau við að tryggja aðgang að hreinu vatni.  

28.4.2017 : Grunnskólastelpur kynntust fyrirmyndum í tæknigeiranum á Stelpum og tækni

Stelpur og tækni í HR 2017. Hópmynd tekin í tröppunum í Sólinni.

Um 400 stelpur úr grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu komu í heimsókn í HR í gær til að kynna sér fjölbreytt tæknileg viðfangsefni og starfsmöguleika í tæknifyrirtækjum. Markmiðið er að vekja áhuga stelpna á fjölbreyttum möguleikum í tækninámi og störfum, kynna þær fyrir fyrirmyndum í tæknigeiranum og brjóta niður staðalímyndir.

6.3.2017 : Fjöldi gesta sótti HR heim á Háskóladaginn

Gestir Háskóladagsins spjalla við nemanda

Hinn árlegi Háskóladagur var haldinn síðasta laugardag hér í Reykjavík í húsnæði Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Fjöldi gesta sótti HR heim á Háskóladaginn og kynnti sér námsframboð og skoðaði ýmis verkefni nemenda. Nýjung í dagskrá Háskólans í Reykjavík þetta árið voru opnir tímar í grunnnámi, þar sem áhugasamir gátu prófað að sitja í kennslustund í því fagi sem mestan áhuga vekur.

6.2.2017 : Sýndarveruleiki, forritun, þrívíddarprentuð líffæri og kappakstursbíll á UTmessunni

Lítill drengur skoðar sýndarveruleika

Sýning UTmessunnar var haldin í sjöunda skiptið í Hörpu laugardaginn 4. febrúar. Háskólinn í Reykjavík tók að venju þátt og gátu gestir prófað, skoðað og upplifað ýmis tækniundur nemenda og kennara. Markmið með sýningu UTmessunnar er að sjá marktæka fjölgun nemenda sem velja tæknigreinar í háskólum og að vekja áhuga almennings á upplýsingatækni og mikilvægi hennar á öllum sviðum daglegs lífs.  

28.1.2017 : 220 brautskráðir í dag

Útskriftarhópurinn, vor 2017

220 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. 163 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi og 56 úr meistaranámi.