Fréttir

Fyrirsagnalisti

9.1.2019 : Þróa tækni til að rækta brjósk fyrir hnéliði með 5,5 milljón evra styrk

Paolo Gargiulo heldur á þrívíddarprentuðu hjarta

 „Einstaklingsmiðuð læknismeðferð er það sem koma skal,“ segir Dr. Paolo Gargiulo, dósent við tækni- og verkfræðideild og forstöðumaður Taugalífeðlisfræðistofnunar Háskólans í Reykjavík. Hann er verkefnastjóri íslenska hluta rannsóknaverkefnisins RESTORE  sem hlaut nú um áramótin 5,5 milljón evra styrk, jafngildi um 750 milljóna íslenskra króna, úr Horizon 2020-áætlun Evrópusambandsins.

14.12.2018 : Nemendur á fyrsta ári takast á við loftslagsbreytingar

Hópur nemenda stendur fyrir framan plakat í Sólinni

Vissir þú að útblástur koltvísýrings 15 stærstu skemmtiferðaskipa heims í dag er meiri en alls bílaflota heimsins? Þessa ótrúlegu staðreynd, ásamt mörgum öðrum, lærðu fyrsta árs nemar í tæknifræði og verkfræði nýlega, um leið og þeir fengu það verkefni að útfæra ýmis atriði í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Útfærslurnar þróuðu þau í hópum á þremur vikum, í námskeiði sem heitir Inngangur að tæknifræði og Inngangur að verkfræði.

10.12.2018 : Auðna-Tæknitorg stofnað í samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og ráðuneyta

Hópur fólks stendur með borða

Til að hagnýta rannsóknir er nauðsynlegt að hafa vísindastarf aðgengilegt og sýnilegt fjárfestum og atvinnulífi hér á landi og erlendis, annars er hætt við því að tækifæri til verðmæta- og nýsköpunar fari forgörðum. Erlendar sem innlendar úttektir hafa bent á skort á faglegri tækniyfirfærslu hér á landi.

4.12.2018 : Nemendum HR gefst tækifæri til að læra ákvörðunarfræði í Frakklandi

Phare du Petit Minou Plouzané sem er að finna rétt fyrir utan Brest

Átta nemendum Háskólans í Reykjavík gefst færi á að ferðast til Frakklands og dvelja þar í fimm daga í febrúar eða mars. Þar munu nemendurnir læra ákvörðunarfræði á nýjan og spennandi hátt í alþjóðlegu umhverfi hafnarbæjarins Brest í Bretagnehéraðinu. Nemendur fá ferðakostnað og uppihald greitt. 

22.11.2018 : Fyrsti íslenski geimfarinn kennir við HR

Bjarni-Tryggvason-vid-flugvel

Bjarni Tryggvason, fyrsti og eini íslenski geimfarinn, mun kenna nýtt námskeið í Háskólanum í Reykjavík í desember. Námskeiðið, Space Systems Design, er svokallað þriggja vikna námskeið en þau eru haldin að loknum prófum á hverri önn.

2.11.2018 : Áhrif rafbílavæðingar eru jákvæð en duga ekki til að ná markmiðum um losun

Yfirlitsmynd af Reykjavík

Áhrif rafbílavæðingar fyrir íslenskt samfélag eru jákvæð en breytingarnar taka þó of langan tíma til að ná  markmiðum ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Sá frestur sem landsmenn hafa, þar til bann við kaupum á bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti tekur gildi, er of langur og aðgerðin því of seinvirk.

24.9.2018 : Alþingi og tækni- og verkfræðideild skrifuðu undir samning um talgreini

Merki Alþingis

Fulltrúar tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík og Alþingis skrifuðu nýlega undir samning um framhald þróunar og innleiðingu á talgreini sem verður notaður við útgáfu þingræðna. Vinna við talgreini sem byggir á gervigreind er vel á veg komin og tilraunir til að nota talgreininn til að skrá niður niður ræður á Alþingi hafa gengið ágætlega.

17.9.2018 : Áhrif heimavallarins mest í jöfnum leikjum

Jose situr á þrekhjóli og brosir framan í myndavélina

Nýjasta tölublað af fræðitímaritinu Journal of Human Kinetics er helgað rannsóknum á handbolta. Dr. Jose M.  Saavedra, prófessor við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður PAPESH rannsóknasetursins sér um útgáfuna sem gestaritstjóri, enda hefur hann rannsakað ýmsa þætti íþróttarinnar og þjálfunar handknattleikfólks í fjölda ára. Þetta er í fyrsta sinn sem virt, ritrýnt vísindarit tileinkar handbolta sérstakt tölublað.

13.9.2018 : Nemendur bregðast við eldgosi á Hengilssvæðinu

Hamfaradagar

Nemendur á fyrsta ári í öllum námsbrautum tækni- og verkfræðideildar leysa nú í hópum aðkallandi vandamál sem fylgja eldgosi í Henglinum, í um 20 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Sem betur fer eru aðstæðurnar þó einungis fræðilegar en á hverju ári stendur hópur nýnema í deildinni frammi fyrir gríðarstóru vandamáli sem þarf að leysa.

12.6.2018 : Meistaranemar sýndu niðurstöður rannsókna sinna

Tvær konur skoða veggspjald

Á hverju vori heldur tækni- og verkfræðideild uppskeruhátíð sem nefnist Verkin tala. Þar sýna meistaranemar við deildina veggspjöld með niðurstöðum rannsókna sinna. Verðlaun fyrir bestu veggspjaldið eru afhent og gestir og gangandi geta lesið sér til um nýjustu þekkinguna í verkfræði og íþróttafræði.

11.6.2018 : Íslensku björgunarsveitirnar fyrirmynd í ákvörðunar- og áhættufræðum

Picture-198

Ákvörðunar- og áhættufræði voru í brennidepli á alþjóðlegri vinnustofu í HR dagana 5. júní til 8. júní. Tækni- og verkfræðideild HR, í gegnum CORDA rannsóknasetur í ákvörðunar- og áhættufræðum, tekur þátt í Dahoy-verkefninu sem er Erasmus+ Evrópuverkefni ásamt nokkrum öðrum evrópskum háskólum og menntastofnunum.