Mat á fyrra námi

Hafi nemandi lokið námskeiðum á háskólastigi við viðurkenndan háskóla sem eru fyllilega sambærileg við þau námskeið sem í boði eru við HR gefst þeim kostur á að óska eftir því að fá þessi námskeið metin.

Til þess að fá námskeið metin þurfa þau, að mati námsmatsnefndar og kennara viðkomandi fags, að standast samanburð við sambærileg námskeið í HR. Umsækjendur geta almennt ekki átt von á því að námskeið sem tekin voru fyrir meira en 6 árum síðan eða námskeið þar sem umsækjandi fékk lægri einkunn en 6 fáist metin.

Upplýsingar fyrir nýnema:

Mat á fyrra námi er ekki framkvæmt fyrr en formleg umsókn um nám í HR hefur verið samþykkt og skólagjöldin hafa verið greidd.

Gögn sem þarf að leggja fram:

  • Umsókn (prentuð út af netinu).
  • Staðfest afrit af einkunnum frá viðkomandi háskóla.
  • Námskeiðslýsingar frá viðkomandi háskóla (þær þurfa að vera frá því ári sem námskeiðin eru tekin).

Gögnin þurfa að berast verkefnastjóra tækni- og verkfræðideildar. Skrifstofu deildarinnar er að finna á 3. hæð í Venus. Starfsmenn móttöku á  1. hæð í Sólinni geta aðstoðað nemendur og gefið frekari upplýsingar.


Var efnið hjálplegt? Nei