Trúnaðarráð tækni- og verkfræðideildar

Í tækni- og verkfræðideild starfa trúnaðarráð, annars vegar í BSc verkfræði og hins vegar í BSc tæknifræði.  Í trúnaðarráði eiga sæti forstöðumaður grunnáms, verkefnastjóri viðkomandi námsbrauta og trúnaðarmenn úr hópi nemenda. Trúnaðarráð er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um skipulag náms, framkvæmd námskeiða og gæði kennslu.  Forstöðumaður grunnnáms kallar saman fundi tvisvar sinnum á önn, að jafnaði í 5. og 15. kennsluviku. Trúnaðarmenn geta hins vegar alltaf leitað til forstöðumanns eða verkefnastjóra ef þeir telja tilefni er til að kalla ráðið saman.

Formenn nemendafélaga tækni- og verkfræðideildar sjá um að skipa trúnaðamenn og tilkynna forsvarsmönnum deildarinnar nöfn þeirra í byrjun hverrar annar. Leitast er við að velja trúnaðarmenn af mismunandi námsárum og námsbrautum þannig að trúnaðarráðið endurspegli sjónarmið sem flestra nemenda.   

Hlutverk trúnaðarmanna:

  • Trúnaðarmenn eru talsmenn nemenda.
  • Trúnaðarmenn mæta á fundi með forsvarsmönnum námsins að meðaltali tvisvar sinnum á önn.
  • Trúnaðarmenn upplýsa forsvarsmenn um framgang í námskeiðum deildarinnar og öðrum þáttum námsins.
  • Trúnaðarmenn bera ábyrgð á því að koma skilaboðum samnemenda til forsvarsmanna námsins.
  • Nemandi getur óskað eftir því að trúnaðarmaður mæti með honum á fundi sem hann er boðaður á með forsvarsmönnum námsins, t.d. vegna meints brots á náms- og prófareglum, og skal trúnaðarmaður þá verða við slíkri ósk.
  • Trúnaðarmenn eru bundnir trúnaði við forsvarsmenn námsins.
  • Trúnaðarmenn eru bundnir trúnaði við samnemendur sem leita til þeirra. 

Trúnaðarmenn nemenda í BSc verkfræði 2016-2017:

1. ár Andri Sævar Reynisson
2. ár Brynja Baldursdóttir og Tómas Þórir Tómasson
3. ár Viðar Pétur Styrkársson

Trúnaðarmenn nemenda í BSc tæknifræði 2016-2017:

Hilmar Þór Pétursson, 1. ár vél- og orkutæknifræði
Eydís Sunna Ægisdóttir, 2. ár byggingartæknifræði
Ómar Logi Gunnarsson, 3. ár byggingartæknifræði
Þórarinn Árni Pálsson, 3. ár rafmagnstæknifræði 


Var efnið hjálplegt? Nei